Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 38
22 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Eins og margir muna eflaust var kokkurinn skapbráði Gordon Rams- ay staddur hér á landi fyrr í mánuð- inum, þar sem hann lagði meðal annars stund á lundaveiðar. Hitt var ekki vitað að Ramsay lenti í lífs- háska í Vestmannaeyjum, ef eitt- hvað má marka þá frásögn hans sem birtist á vefsíðu dagblaðsins Telegraph í gær. Þar segist Ramsay hafa haldið að hann myndi láta lífið, eftir að hafa fallið í sjóinn utan við Vestmanna- eyjar, þegar hann hugðist klifra niður um 85 metra klett. „Ég hélt ég væri búinn að vera,“ segir kokkurinn. „Ég man að ég hugsaði, „Ó, fjandinn sjálfur“. Stíg- vélin og regnfötin mín drógu mig niður. Ég er mjög góður sundmaður, en ég komst ekki upp á yfirborðið,“ segir Ramsay. „Ég fylltist skelfingu og lungun voru að fyllast af vatni. Þegar ég komst upp eftir að hafa náð stígvélunum af mér var ég ringlaður og höfuðið var alveg dofið,“ segir kokkurinn, en hann mun hafa verið í kafi í um 45 sekúndur. Þá náði töku- lið hans að henda til hans reipi og draga hann á þurrt land. Kokkurinn sem ekkert óttast kveðst hins vegar ekki hafa þorað að segja eiginkonu sinni, Tönu Ramsay, frá atvikinu. „Ég þorði því ekki, en hún heyrði að það var eitt- hvað að. Hún var í miklu uppnámi og drullupirruð. Þegar ég var undir vatninu hugsaði ég ekki um neitt annað en hana og börnin mín,“ segir kokkurinn. Við atvikið hlaut hann áverka á fótlegg sem hlúð var að á hóteli hans. Það voru ekki einu meiðslin sem Ramsay hlaut í Vestmannaeyj- um, því hann var einnig bitinn í nefið af lunda. Sárið þurfti að sauma saman með þremur sporum. „Ég segi bara að eitt barnanna minna hafi kýlt mig. Ég skammast mín of mikið til að segja að það hafi verið lundi,“ segir kokkurinn. > VON Á FJÖLGUN Rebecca Romijn á von á barni með eiginmanni sínum, leikaranum Jerry O‘Connell. Þau giftu sig í fyrra og nú er komið að barneignum. Hjónin taka þær með trompi, því Rebecca ku bera tvíbura undir belti. Börn- in eru væntanleg í heiminn í haust. Leikarinn ungi, Shia LaBeouf, var handtekinn í Los Angeles um helg- ina fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Leikarinn slasaðist á hendi við áreksturinn og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynning- ar. Shia, sem er við tökur á fram- haldsmyndinni um Transformers- vélmennin, verður frá vinnu í nokkrar vikur á meðan hann jafn- ar sig af meiðslunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Shia er handtekinn fyrir dólgslæti undir áhrifum áfengis. Hann var hand- tekinn fyrir ári og einnig hefur hann tvisvar verið handtekinn í Kaliforníu fyrir að reykja á almannafæri. Handtekinn fyrir ölvunarakstur SHIA LABEOUF Ferill leikarans unga er á hraðri uppleið. NORDICPHOTOS/GETTY Um helgina sást til söngkonunn- ar Amy Winehouse þar sem hún missti enn og aftur stjórn á skapi sínu og kýldi í vegg. Söngkonan var úti á lífinu með vinum sínum þegar atvikið átti sér stað og sagði sjónarvottur að Amy hefði blóðgast með því að kýla með krepptum hnefa í húsvegg. „Hún skammaðist í öryggisvörðum sínum, var mjög föl og andlits- málingin var öll úr skorðum og hárið úfið, hún leit út eins og eitt- hvað úr Thriller-myndbandi Michaels Jackson. Það var mjög sorglegt á að líta,“ sagði sjónvar- votturinn. Þegar tímaritið Sun spurði Mitch, föður Amy, frétta sagði hann að söngkonan hefði það gott. Amy missir stjórn á sér NÆSTUM DRUKKNAÐUR Gordon Rams- ay kveðst hafa óttast um líf sitt þegar hann lenti í sjónum við Vestmannaeyjar, þar sem hann var við lundaveiðar fyrr í mánuðinum. NORDICPHOTOS/GETTY Gordon Ramsay í lífsháska á Íslandi Anna Pála Sverrisdóttir ætlar til Palestínu yfir verslunarmanna- helgina. „Ég er sem sagt að fara á laugardaginn, ásamt fram- kvæmdastjóra Ungra jafnaðar- manna, til Ísraels og Palestínu í tíu daga ferð ásamt norskum ungum jafnaðarmönnum. Við munum hitta mjög mikið af fólki, sérstaklega ungu fólki, t.d. úr ungliðahreyfingu Fatah-flokksins og ísraelska verkamannaflokksins.“ Hún segir markmiðið að kynnast stjórnmálaumræðu svæðis- ins frá báðum hliðum. „Þá er ég sérstaklega forvitin að vita hvað unga fólkið hefur að segja. Það er fólkið sem er að fara að móta framtíðina á svæðinu. En ég held að það sé ekki raunhæft að segja að við ætlum að fara að bjarga heimin- um í þetta skiptið.“ Hún telur umræðuna hérlend- is takmarkaða við heldur lítinn hóp. „Mér finnst vanta almenn- ari skilning og umræðu. Til dæmis finnst mér utanríkisráð- herra ekki hafa fengið nógu góðar viðtökur við sinni viðleitni við að koma á tengslum við svæðið.“ Hvað er hægt að gera? „Norrænir félagar okkar, ungir jafnaðarmenn frá hinum Norð- urlöndunum, eru mjög virkir á svæðinu og eru í formlegu sam- starfi við ungt fólk. Þeir eru með alls konar lýðræðisþróunarverk- efni og fara reglulega og reyna að aðstoða við að búa til lífvæn- legra samfélag. Svo eru þau virk í baráttunni gegn mannréttinda- brotum. Ég veit ekki hvort við höfum burði til að sinna sjálf- stæðum verkefnum en okkur langar allavega að koma að því sem verið er að gera þar á vegum jafnaðarmanna.“ Af þessu tilefni verður haldið Palestínukvöld á morgun. „Þannig að ef fólk er forvitið um málin, þá er þetta ágætis vett- vangur til þess að svala forvitn- inni.“ Umræðan hefst klukkan átta á efri hæð veitingahússins 22. - kbs Bjarga heiminum ekki í þetta skipti EYÐIR VERSLUNAMANNA- HELGINNI Í PALESTÍNU Anna Pála flýgur út á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Snorri H. Guðmundsson þurfti að hætta við tónleika með þungarokkssveitinni Nightwish vegna ástands í efnahagslífinu. Finnska þungarokksveitin Nightwish mun ekki spila í Laugardalshöll þann 25. október eins og ætlað var. Á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að tónleikunum hafi „verið aflýst af tónleikahaldara, sem dró bókunina til baka í flýti áður en forsala hófst“. Snorri H. Guðmundsson markaðsfræðingur er tónleikahaldarinn sem um ræðir. Hann segir gengisfall krónunnar hafa hækkað kostnað upp úr öllu valdi og samdráttinn í þjóðfélaginu gera mönnum ókleift að flytja inn millistór bönd. „Jafnvel þótt ég myndi fylla Höllina næði það ekki að dekka kostnaðinn. Ég hef verið að tala við þá í Laugardalshöllinni og á miða.is og það eru allir á þeirri skoðun að það sé stórhættulegt að halda tónleika núna og menn eru víst að bakka út í stórum stíl. En það hefði verið gaman að fá þau hingað.“ Snorri spáði reyndar fyrir um efnahagsskellinn 2006. „Ég vissi bara ekki að hann yrði svona stór.“ Hann segir aukaskattlagningu á útlent tónleikahald ekki hafa skipt sköpum í þessu máli. Hvernig bregst hljómsveitin við? „Bara mjög vel. Ég var svolítið stressaður að þau myndu verða fúl.“ Einn meðlima skrifaði Snorra: „Ég skil ástæður þínar algjörlega og við tökum þetta alls ekki stinnt upp. Það getur verið að við komum samt til Íslands í frí, ef við erum ekki að spila annars staðar. Ef það gerist þurfum við að hittast og fá okkur drykk saman.“ Snorri segir alla aðila sem að komu hafa veitt sér fullan stuðning. „Þeir hjá miða.is sögðust vera mjög fegnir yfir því að ég hafði bakkað út.“ Nightwish hafa að vera að gera það gott nýlega. DVD diskur þeirra, End of an Era, fór í platínum- sölu í Þýskalandi en diskurinn hefur selst í 50.000 eintökum. kolbruns@frettabladid.is Hætt við tónleika Nightwish HÆTTI VIÐ Á SÍÐUSTU STUNDU Snorri segir tónleikahald of mikla áhættu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR folk@frettabladid.is F í t o n / S Í A Pönkaðu þig upp fyrir helgina! Lifðu núna Viðskiptavinir Vodafone fá „Skítt með kerfið“ bol í kaupbæti í verslunum okkar og hjá umboðsmönnum.* Skiptu strax yfir til Vodafone og pönkaðu þig upp fyrir verslunarmannahelgina. *Meðan birgðir endast. Fáðu þér „Skítt með kerfið“ bol

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.