Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 29. júlí 2008 27 Valbjarnarvöllur, áhorf.: Óuppg. Þróttur Breiðablik TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–10 (4–5) Varin skot Bjarki 3 – Casper 2 Horn 10–3 Aukaspyrnur fengnar 13–12 Rangstöður 0–0 BREIÐAB. 4–4–2 Casper Jacobsen 6 Arnór Sveinn Aðalst. 6 (23. Árni Kr. Gunn. 6) Finnur . Margeirsson 7 Srdjan Gasic 7 Kristinn Jónsson 6 Nenad Petrovic 5 Arnar Grétarsson 7 (66. Magnús P. Gunn. 5) Guðmundur Kristjáns.7 Nenad Zivanovic 4 Jóhann Berg Guðm. 4 Marel Baldvinsson 5 (77. Prince Rajcomar -) *Maður leiksins ÞRÓTTUR 4–5–1 Bjarki F. Guðmunds. 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Þórður S. Hreiðarss. 7 Michael Jackson 6 Kristján Björnsson 5 Rafn Andri Haraldss. 4 Dennis Danry 6 Hallur Hallsson 6 Andrés Vilhjálmsson 6 (64. Magnús Lúðv. 3) *Sigmundur Kris. 7 Jesper Sneholm 7 1-0 Jesper Sneholm (5.) 1-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (18.) 2-1 Andrés Vilhjálmsson (30.) 2-2 Arnar Grétarsson (45.+1) 2-2 Magnús Þórisson (8) Kópavogsvöllur, áhorf.: 677 HK Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–13 (5–8) Varin skot Gunnleifur 6 – Hannes 5 Horn 9–6 Aukaspyrnur fengnar 12–10 Rangstöður 0–4 FRAM 4–3–3 Hannes Þ. Halldórsson 8 Jón Orri Ólafsson 6 *Auðun Helgason 8 Reynir Leósson 8 Sam Tillen 6 Hallór H. Jónsson 7 Paul McShane 8 Heiðar G. Júlíusson 7 (68. Ingvar Ólason 7) Ívar Björnsson 6 (68. Almarr Ormarsson 6) Joseph Tillen 7 (78. Viðar Guðjónsson -) Hjálmar Þórarinsson 6 *Maður leiksins HK 4–5–1 Gunnleifur Gunnleifs. 7 Stefán Eggertsson 6 Damir Muminovic 4 Finnbogi Llorens 6 Hörður Árnason 5 Mitja Brulc 5 (46. Hörður Magnús. 6) Finnur Ólafsson 6 Goran Brajkovic 6 (84. Ólafur Júlíusson -) Rúnar Sigurjónsson 7 Aaron Palomares 5 (58. Hörður M. Mag. 6) Sinisa Kekic 6 0-1 Ívar Björnsson (11.) 0-2 Paul McShane (90.+1) 0-2 Valgeir Valgeirsson (7) 66°Norður markaður á annari hæð í Faxafeni 12. Allt fyrir Verslunarmannahelgina! Dúnsvefnpoki 12.800 kr. Sjóstakkar frá 1.500 kr. Sjóhattur 1.500 kr. Óbrjótanleg fl aska 1.000 kr. FÓTBOLTI „Þetta eru enn ein vonbrigðin og sama helvítis ruglið. Staðreyndin er bara sú að menn eru ekki að gefa sig 100% í leikina og meðan staðan er þannig þá töpum við bara öllu,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK, eftir að liðið tapaði 0-2 fyrir Fram í gær. „Í seinni hálfleiknum var loftið bara úr okkur og við fengum engin færi. Þetta er bara sama ruglið. Menn eru búnir að tala um þetta fram og til baka en menn þurfa að líta í eigin barm og fara að gefa sig alla í þetta,“ sagði Gunnleifur. Framarar unnu sinn annan leik í röð en fall- draugurinn er hvergi sjáanlegur í Safamýri og þeir bláu sigla lygnan sjó. Þeir byrjuðu af meiri krafti í Kópavoginum í gær og komust yfir eftir ellefu mínútna leik þegar Auðun Helgason átti frábæra sendingu fram völlinn á Paul McShane sem gerði allt rétt. Hann sendi hnitmiðað á Ívar Björnsson sem kláraði færið. Fyrri hálfleikurinn var virkilega fjörlegur og bæði lið fengu fín færi til að skora fleiri mörk. Um miðjan hálfleikinn var sókn heima- manna ansi þung en Framarar náðu að bjarga. Rúnar Már Sigurjónsson var sprækur í sókn- arleik HK og skapaði usla. Rétt fyrir leikhlé fékk Hjálmar Þórarinsson dauðafæri til að bæta við marki en skaut fram hjá. Leikurinn datt mikið niður í seinni hálf- leik. Deyfð var yfir HK-liðinu sem skorti virkilega greddu til að jafna metin og Framar- ar voru með tökin. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá náði Paul McShane að innsigla sigur Fram eftir sendingu Hjálmars Þórarinssonar. Enn eitt tap HK-inga sem færast nær 1. deildinni með hverri umferðinni sem líður. Varnarleikur Fram í gær var öflugur og miðverðirnir tveir voru gríðarlega traustir. „Við erum komnir í ágætis stöðu og nú er bara að halda áfram að spila af öryggi. Við fengum nóg af færum í fyrri hálfleik til að skora fleiri mörk en við fengum þetta síðan launað í lokin,“ sagði Auðun Helgason. „HK-ingar áttu fínan kafla í fyrri hálfleik þar sem við gáfum þeim of mikinn tíma. En við héldum og þetta var virkilega sterkur sigur. Við erum ekki að gefa mörg færi á okkur og þurfum að byggja ofan á það og halda þessari festu,“ sagði Auðun. - egm Hrakfarir HK-inga halda áfram en þeir töpuðu fyrir Fram í gær: Fram öryggið uppmálað STÓRHÆTTA Hjálmar Þórarinsson sendir hér fyrir HK- markið og skapar mikla hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Þróttur og Breiðablik gerðu jafntefli, 2-2, á Valbjarnar- velli í gærkvöld í leik ólíkra hálf- leika. Öll mörkin litu dagsins ljós í fjörugum fyrri hálfleik en síðari hálfleikur var auðgleymanlegur. Fyrri hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall þegar Jesper Sneholm skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Þrótt eftir frá- bæra fyrirgjöf Sigmundar Kristj- ánssonar. Þróttarar byrjuðu leik- inn af miklum krafti en Blikar unnu sig hægt og rólega inn í leik- inn og jöfnuðu verðskuldað á 18. mínútu. Þar var Arnór Sveinn Aðalsteinsson að verki eftir góða sendingu Arnars Grétarssonar en Arnór lenti í samstuði við Bjarka Guðmundsson markvörð Þróttar um leið og hann skoraði og varð að yfirgefa völlinn með heilahrist- ing. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun og litu tvö mörk til við- bótar dagsins ljós áður en Magnús Þórisson flautaði til leikhlés. Andrés Vilhjálmsson kom Þrótti yfir á 30. mínútu eftir hornspyrnu Sigmundar Kristjánssonar. Arnar Grétarsson jafnaði metin á ný fyrir Blika með marki úr víta- spyrnu sem reyndist síðasta spyrna hálfleiksins. Nánast ekkert markvert gerð- ist í síðari hálfleik. Þróttarar virtust koma til síðari hálfleiks til að verja stigið. Blikar reyndu hvað þeir gátu að finna göt á öfl- ugri vörn heimamanna en án árangurs. Sigmundur Kristjáns- son sem lagði upp bæði mörk Þróttar sagði lið sitt ekki hafa komið til leiks í síðari hálfleik til að verja stigið. „Nei, við gerðum það ekki. Við ætluðum að sækja á þá og vera á fullum krafti alla vega til að byrja með og skora mark. Ósjálfrátt bökkum við kannski.“ Sigmundur var allt annað en ánægður með þann leik sem liðin buðu upp á í síðari hálfleik. „Við hefðum getað samið um jafntefli í hálfleik. Það var ekkert að gerast í seinni hálfleik. Góður leikur í fyrri hálfleik en ekki neitt í síðari hálfleik. Við fórum inn í leikinn til að sækja á þá. Við ætluðum ekki að tapa enn einum heimaleiknum. Maður hefði viljað fá þrjú stig en úr því sem komið var er maður ánægður með stigið,“ sagði Sig- mundur Kristjánsson í leikslok. -gmi Þróttur og Breiðablik buðu upp á 45 mínútna veislu og létu það gott heita: Þróttur varði gott stig í Laugardalnum KJÁLKABROTINN? Arnór lendir í sam- stuði við Bjarka og meiðist illa. FYRIR BOLTANN Tveir Þróttarar renna sér fyrir skot Jóhanns Bergs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.