Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 29. júlí 2008
Sýningin Formstaklingar
verður opnuð í Skotinu í
Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur á morgun. Á sýningunni
má sjá ljósmyndir Klængs
Gunnarssonar, en á þeim
eru form og línur, ljós og
skuggar og manneskjur í
forgrunni.
Klængur hefur lagt stund á ljós-
myndun í nokkur ár og fer helst
ekki út úr húsi án myndavélar-
innar. Hann tók myndirnar á sýn-
ingunni Formstaklingar á ferð-
um sínum um framandi
heimshluta, meðal annars Asíu
og Suður-Ameríku. Hann segir þó
myndirnar ekki til þess gerðar að
miðla upplifun hans af þessum
menningarheimum.
„Þungamiðjan í þessum mynd-
um er ekki endilega lífið í þess-
um löndum heldur endurspegla
þær einfaldlega það sem hefur
helst vakið áhuga minn við ljós-
myndun undanfarin ár, en það
eru myndir af formum og ljósi og
skugga. Ég lagði ekki upp með
það á sínum tíma að taka myndir
sem síðan enduðu á sýningu,
heldur varð sýningin frekar til
eftir á þegar ég tók eftir því að
margar myndanna sem ég hafði
tekið á ferðum mínum innihéldu
áhugaverð form og svo einn ein-
stakling einhvers staðar í ramm-
anum. Út frá því varð til hug-
myndin að þessarri sýningu og
svo náttúrulega titillinn,
Form staklingar.“
Ljósmyndir Klængs eru allar
svarthvítar og segist hann sjald-
an vinna með litmyndir. „Svart-
hvítar myndir heilla mig meira
af einhverri ástæðu; líklega
vegna þess að þær geta dregið
fram einfaldleikann í mynd-
efninu. Sterkir litfletir eiga það
til að grípa alla athygli manns í
litmyndum, en í svart-hvítum
myndum fær myndefnið og
myndbyggingin að njóta sín til
fulls.“
Klængur hefur haldið einka-
sýningar á ljósmyndum sínum
áður, meðal annars á menningar-
nótt árin 2005 og 2006, og er
meira sýningarhald framundan
hjá honum. „Ég er að fara að opna
listasal á Skólavörðustíg í sam-
vinnu við nokkra félaga mína nú í
byrjun ágúst, en þar mun ég sýna
ljósmyndir mínar auk þess sem
við munum einnig sýna margs
konar aðra list. Einnig verður
opnuð sýning á ljósmyndum eftir
mig í Hljómskálagarðinum á
menningarnótt,“ segir atorku-
sami ljósmyndarinn Klængur.
Sýningin Formstaklingar
stendur í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur, Tryggvagötu 15, fram til
23. september. vigdis@frettabladid.is
Form og fólk
í svarthvítu
FORM Í FRAMANDI LANDI Ljósmynd
eftir Klæng Gunnarsson.
Píanóleikarinn Shuann Chai held-
ur tónleika í Húsinu á Eyrarbakka
annað kvöld kl. 20.30. Hún mun
flytja verk eftir Wolfgang Amad-
eus Mozart, Franz Schubert, Lud-
wig van Beethoven og Frederic
Chopin.
Shuann hefur spilað á tónleikum
víðs vegar um heiminn, meðal
annars í Englandi, Hollandi, Nor-
egi og Kína. Hún hefur vakið eftir-
tekt á alþjóðavettvangi og fengið
fjölda viðurkenninga fyrir
frammistöðu í píanóleik. Hún er
með mastersgráðu í tónlist frá
New England Conservatory í
Boston og er að ljúka við doktors-
gráðu í tónlistarfræði við Brandeis
University í Massachusetts.
Stærsta hluta ævi sinnar hefur
Shuann búið í Bandaríkjunum en
hún er nú búsett í Hollandi. „Ég
flutti til Amsterdam til kynnast
tónlistarlífinu í Evrópu,“ segir
Shuann. „Ég hef alltaf haft áhuga
á gömlum píanóum og hef spilað á
mörg slík, bæði upprunaleg og eft-
irlíkingar. Hljóðfærin sem ég hef
spilað á hafa spannað tímabilið frá
árinu 1750 fram á 20. öld. Á þess-
um 250 árum hefur píanóið breyst
afar mikið og sömuleiðis sú tónlist
sem samin er fyrir hljóðfærið.
Þetta vekur áhuga minn og ég vil
gjarnan fræðast meira um þessa
þróun.“
Shuann er að heimsækja Ísland
í fyrsta sinn og það var íslenskur
unnusti hennar, Svanur Vilbergs-
son, sem vakti athygli hennar á
Hornung og Möller píanóinu sem
var smíðað árið 1871 og stendur í
stássstofu Hússins á Eyrarbakka.
Aðgangseyrir að tónleikunum er
500 kr. og eru allir velkomnir.
- vþ
Gamalt píanó,
ungur píanisti
SHUANN CHAI Kemur fram á tónleikum í Húsinu á Eyrarbakka annað kvöld.
TJALDÚTSALA
HAWK 5
CORDOBA 6
CORDOBA 5
10.000 kr.
10.000 kr.
kr.
5.000 kr.
FESTI
VAL
2. ma
nna t
jöld
frá kr
. 3.99
5