Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 42
Fylkisvöllur, áhorf.: 877 Fylkir Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 19–15 (8–9) Varin skot Fjalar 6 – Ómar 5 Horn 6–7 Aukaspyrnur fengnar 13–17 Rangstöður 2–3 KEFLAVÍK 4–3–3 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Á. Antoníuss. 6 Kenneth Gustafsson 5 Hallgrímur Jónasson 7 Nicolai Jörgensen 5 Hörður Sveinsson 7 Jóhann B. Guðmunds. 6 (57. Hans Mathiesen -)5 Hólmar Örn Rúnarss. 7 Símun Samuelssen 6 Magnús Þorsteinsson x7 (67. Petrik Redo -) Guðmundur Steinars. 8 (76. Högni Helgason -) FYLKIR 4–5–1 Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Jóhannesson 5 (87. Peter Gravesen -) Kristján Valdimars. 5 Ólafur Stígsson 6 Þórir Hannesson 6 Halldór Hilmisson 6 Valur F. Gíslason 7 Ian Jeffs 7 Allan Dyring 7 *Kjartan Breiðdal 8 Haukur I. Guðnason 6 0-1 Guðmundur Steinarsson (1.), 1-1 Ian Jeffs (35.), 1-2 Guðm. Stein. (42.), 1-3 Hörður Sveinsson (58.), 2-3 og 3-3 Kjartan Á. Breiðdal (73. og 86.). 3-3 Jóhannes Valgeirsson (7) 26 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Staðan í deildinni: FH 13 9 1 3 31-14 28 Keflavík 13 8 3 2 29-19 27 Valur 13 7 2 4 24-18 23 Breiðablik 13 6 4 3 27-19 22 Fram 13 7 0 6 15-11 21 Fjölnir 12 7 0 5 22-14 21 KR 12 6 0 6 20-15 18 Grindavík 13 5 2 6 20-25 17 Þróttur 13 4 5 4 21-25 17 Fylkir 13 4 1 8 15-25 13 ÍA 13 1 4 9 13-33 7 HK 13 1 2 10 12-34 5 Opnunartími: Mán - Fim 28. – 31. júlí: 9:00-18:00 Föstudagur 1. ágúst: 9:00-16:00 > Nær KR að hefna gegn Fjölni? Nýliðarnir í Fjölni komu mörgum á óvart með því að leggja KR að velli 2-1 í Grafarvoginum í 2. umferð Lands- bankadeildar karla fyrr í sumar. Liðin mætast á nýjan leik í kvöld kl. 20.00 í lokaleik 13. umferðar og fer leikurinn fram á KR-vellinum í Frostaskjóli. Reynsluboltinn Ágúst Gylfason, miðjumaður Fjölnis, hefur leikið frábærlega með Fjölni í sumar en hann var áður í herbúðum KR-inga. Bjarni Guðjónsson er í leikmannahópi KR og byrjar væntanlega á bekknum en gæti komið inn á. Logi Ólafs- son, þjálfari KR, er ánægður að fá Bjarna í hópinn. „Hann leit vel út á æfingunni,“ sagði Logi sem er á því að Bjarni sé bestur á miðjunni. „Ég tek það en hann getur brugðið sér í allra kvikynda líki inni á vellinum.“ Bjarni Guðjónsson skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við KR seint á sunnudagskvöldið. „Það er ekki gengið frá svona stórum samningum á mánudögum á Akranesi eftir gamalli sjómannahjátrú. Þetta hefði þurft að bíða þar til síðar í vikunni og KR vildi hafa mig til taks fyrir leikinn gegn Fjölni,“ sagði Bjarni. KR og Valur börðust um Bjarna og sáu Valsarar ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðust ekki hafa treyst sér í launa- kröfur Bjarna. „Viðræðurnar fóru nokkuð langt og laun voru rædd en ég bað aldrei um nein ákveðin laun hjá Val, ekki frekar en hjá KR eða annarsstaðar,“ sagði Bjarni. Valsarar sögðust í gærkvöldi standa við yfirlýsinguna. Bjarni fær um 400 þúsund krónur í laun samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Kaupverðið ku nema um fjórum milljónum. Bjarni mætti á sína fyrstu æfingu með KR í gær og var búinn að borða kvöldmat með fjölskyldu sinni skömmu eftir hana. „Þetta er rosalegur munur,“ sagði Bjarni glaðbeittur en hann á heima stutt frá KR-vellinum. Hann stundar auk þess nám við Háskóla Reykjavíkur og þarf því ekki að ferðast upp á heimabæinn Akranes á æfingar lengur. „Það er ákveðin tilhökkun yfir því að vera kominn í KR. Vænting- arnar eru miklar líkt og metnaðurinn. Ég er fyrst og fremst í þessu til að ná árangri og ég held að ég geti það með KR,“ sagði Bjarni sem verður í leikmannahópi KR í kvöld í leiknum gegn Fjölni. Hann viðurkennir að síðasta vika hafi reynst honum erfið. „Erfiðast var líklega þegar mér var orðið ljóst að ég væri að fara af Akranesi. Ýmsar tilfinningar spruttu fram en ég ræddi við mitt fólk og ég er sannfærður um að þetta sé rétt ákvörðun, ég sé alls ekki eftir henni.“ Bjarni kveður Skagann sáttur. „Ég er í fullri sátt við tvíbur- ana, stjórnina og leikmenn. Ég hef trú á því að tvíburarnir nái að snúa genginu við og óska þeim alls hins besta.“ Ingvar Örn Ákason, Byssan, er einn af helstu stuðnings- mönnum KR er mjög ánægður með komu Bjarna og hann yrði boðinn velkominn í kvöld með lag sem sungið var fyrir hann í búningi ÍA, „Bjarni fairplay, Bjarni Bjarni fairplay.“ BJARNI GUÐJÓNSSON: VALDI KR FRAM YFIR VAL SEM SAKA HANN UM OF HÁAR LAUNAKRÖFUR Kominn í nýja hverfisliðið úr uppeldisbænum FÓTBOLTI Það vantaði ekki drama- tíkina í hröðum og skemmtilegum rigningarleik Fylkis og Keflavík- ur í gærkvöld þegar liðin skildu jöfn í Landsbankadeildinni. Það er óhætt að segja að leikur- inn hafi farið fjörlega af stað á Fylkisvelli þar sem fyrsta markið leit dagsins ljós eftir aðeins 24 sekúndur. Keflvíkingar sóttu og Hörður Sveinsson skallaði boltann fyrir Guðmund Steinarsson sem átti fast skot niðri í hægra hornið, óverjandi fyrir Fjalar Þorgeirsson í marki Fylkis. Sannarlega slæm byrjun Fylkis- manna sem virkuðu þungir og slegnir út af laginu á upphafsmín- útunum á meðan hröð sóknarlína Keflavíkur naut þess greinilega að spila á blautum vellinum. Fylkismenn náðu þó að vinna sig ágætlega inn í leikinn um mið- bik fyrri hálfleiks og voru farnir að ná ágætis tökum á miðjunni. Sókn þeirra bar árangur þegar Dyring og Ian Jeffs átti gott sam- spil sem endaði með því að Jeffs jafnaði leikinn með skoti af stuttu færi. Flest benti til þess að liðin færu inn í leikhlé með sitt markið hvort þegar Fylkismenn gerðu sig seka um að sofna illilega á verðinum. Hólmar Örn Rúnarsson átti þá sendingu á kollinn á Guðmundi sem skoraði sitt annað mark með góðum skalla á fjærstöng. Staðan því 1-2 í hálfleik. Fylkismenn réðu ferðinni í upp- hafi síðari hálfleiks en það voru sem fyrr slæm varnarmistök sem urðu þeim að falli og Keflvíkingar kunna að nýta sér það. Jeffs missti boltann á eigin vallarhelmingi og Hörður fékk boltann og skaut föstu skoti sem Fjalar varði en boltinn lak inn í hliðarnetið og staðan orðin 1-3. Keflvíkingar færðu sig aftar á völlinn í kjölfarið og reyndu að verja fenginn hlut en hagur Fylk- ismanna vænkaðist þegar Brynjar Guðmundsson fékk að líta rautt spjald fyrir brot á Dyring. Kjart- an Ágúst Breiðdal skoraði beint úr aukaspyrnu í kjölfarið og leikur- inn allt í einu orðinn galopin á ný. Fylkismenn náðu svo að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Kjartan bætti við sínu öðru marki með skoti af stuttu færi eftir klafs í vítateig Keflvíkinga. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu til þess að taka öll stigin á lokamínútunum en það gekk ekki upp og lokatölur urðu 3-3. Ólafur Stígsson, fyrirliði Fylkis, var stoltur af Árbæjarliðinu. „Ég er mjög sáttur með liðið að hafa ekki gefist upp í stöðunni 1-3 á móti jafn sterku liði og Keflavík og við vorum í raun nálægt því að taka öll stigin. Við gerðum okkur seka um tvö herfileg varnarmis- tök en unnum okkur vel til baka og sýndum að við getum spilað góðan fótbolta,“ sagði Ólafur. Guðmundur Steinarsson, fyrir- liði Keflavíkur, var vitanlega ekki jafn kátur í leikslok. „Það á að vera meira en nóg að komast tvisv- ar sinnum yfir en það dugði ekki að þessu sinni og við erum veru- lega svekktir. Ef við getum tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum þá er það kannski sú staðreynd að við erum að taka stig í Árbænum í fyrsta sinn í langan tíma. Við vorum ekki að spila alveg á pari í þessum leik en það er enginn heimsendir og deildin verður áfram spennandi og það er nóg eftir,“ sagði Guðmundur. Fylkismenn neituðu að gefast upp Fylkir og Keflavík gerðu 3-3 jafntefli í Árbænum í kaflaskiptum leik í gær. Keflvíkingum mistókst að end- urheimta toppsætið en Fylkismenn náði í dýrmætt stig í botnbaráttunni. BARÁTTA Guðjón Árni nær hér til boltans á undan Allani Dyring í einu af fjölmörgum návígjum í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.