Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 4
4 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR SVISS, AP Enn er tvísýnt um að samningur náist á Doha-ráðstefnu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem nú fer fram í Genf í Sviss. Viðræðurnar, sem kenndar eru við höfuðborg Katar, hafa staðið í tæp sjö ár án niðurstöðu. Er stefnt á að auka frelsi í alþjóðaviðskiptum, einkum hvað varðar verslun með landbúnaðar- og iðnvarn- ing, og að rétta viðskiptastöðu þróunarríkja. Stjórnmálaskýrendur telja að ef niðurstaða náist ekki á næstu dögum sé líklega úti um samkomulag. Ólíklegt væri þá að nýr alþjóðlegur viðskiptasamn- ingur næðist á næstu árum. Samkomulag hefur hingað til einkum strandað á deilu þróunarlanda og ríkari landa Evrópu og Norður-Ameríku. Þróunarlönd vilja að ríku löndin lækki landbúnaðartolla og dragi úr niðurgreiðslum í landbúnaði. Ríku löndin vilja að þróunarlöndin dragi úr höftum á innflutningi iðnaðarvarnings og þjónustu, einkum bankastarfsemi. Það vakti bjartsýni um niðurstöðu þegar Pascal Lamy, framkvæmdastjóri WTO, tilkynnti um helgina að samningsríki væru nálægt því að koma sér saman um málamiðlunarsamning. Málamiðlunarsamningurinn gerir ráð fyrir að heimildir Evrópusambandslanda til landbúnaðar- styrkja lækki um áttatíu prósent og heimildir Bandaríkjanna um sjötíu prósent. Tollar þróunar- ríkja á iðnvarning yrðu að hámarki tuttugu til tuttugu og fimm prósent. Í gær virtust samningsaðilar þó vera komnir aftur í skotgrafirnar. Bandaríkjamenn sökuðu Kínverja og Indverja um að stefna viðræðunum í hættu með því að hindra málamiðlunarsamning Lamys. Kínverjar og Indverjar, með stuðningi margra annarra þróunarríkja, hafa leitað heimilda til að auka innflutningshöft á landbúnaðarafurðir. Bandaríkjamenn segja það ganga gegn anda viðræðanna. Náist samningur í Genf kemur það til með að hafa umtalsverð áhrif á umhverfi íslensks landbún- aðar. Beingreiðslur til bænda yrðu lagðar niður og annað form ríkisstyrkja tekið upp. Tollar á land- búnaðarafurðir yrðu lækkaðir og innflutnings- kvótar rýmkaðir. Má gera ráð fyrir að innflutningur matvæla ykist fyrir vikið og matvælaverð lækkaði. Bændasamtök Íslands hafa þó lýst áhyggjum af áhrifum þessa á stöðu bænda. gunnlaugurh@frettabladid.is Tvísýnt um Doha- viðskiptasamning Enn er tvísýnt um að samningur náist á heimsviðskiptaráðstefnunni í Genf. Samn- ingur yki frelsi í alþjóðaviðskiptum og gerði ríkjum að lækka tolla. Tollavernd íslensks landbúnaðar minnkaði og aukinn innflutningur lækkaði matvælaverð. REYKT SVÍNAKJÖT Gera má ráð fyrir að innflutningur ýmiss landbúnaðarvarnings til Íslands aukist náist viðskiptasamning- ur í Genf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhoven Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 28° 24° 21° 25° 22° 26° 26° 21° 32° 28° 27° 25° 29° 27° 29° 32° 24° Á MORGUN 5-10 m/s FIMMTUDAGUR 5-10 m/s 20 20 20 20 20 18 21 16 19 16 19 14 3 4 4 5 2 4 4 6 4 5 6 24 25 22 22 22 20 22 16 27 26 23 20 16 17 16 16 EINMUNA VEÐURBLÍÐA Segja má að við veð- ur spárgerðina þessa dagana sé maður hálffeiminn við þær hitatölur sem kom út úr reikningunum. Hit- inn í dag kann að ná 25 stigum í uppsveit- um sunnan og vestan til og á morgun má búast við allt að 27 stiga hita til landsins vestan til. Þetta eru hlýindi sem geta vel slegið hitamet, þar á meðal í Reykjavík. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Maður sem fannst alblóðugur og illa leikinn fyrir utan samkvæmi í Keflavík aðfaranótt sunnudagsins er á batavegi. Hann þurfti meðal ann- ars að gangast undir aðgerð vegna ökklabrots sem hann hafði hlotið auk annarra meiðsla. Sex hafa verið yfirheyrðir vegna gruns um líkamsárás en var öllum sleppt að því loknu. Frásagnir þeirra eru misvísandi, að sögn Sveinbjörns Hall- dórs sonar hjá rannsóknardeild lögreglu á Suðurnesjum. Báru þeir við að maðurinn hefði dottið og hlotið meiðsl sín þannig en lögregla lagði ekki trúnað á þá frásögn. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu. - ht Fannst illa leikinn í Keflavík: Á batavegi eftir aðgerð á ökkla SLYS Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bílveltu efst í Norður- árdal í Borgarfirði á föstudags- kvöld var í gær enn á gjörgæslu og haldið sofandi í öndunarvél. Líðan mannsins var stöðug og ástand hans eftir atvikum, að sögn læknis á Landspítala. Annar maður sem einnig slasaðist mikið í bílveltunni var útskrifaður af gjörgæslu sólar- hring eftir slysið og er á batavegi. Lögregla í Borgarnesi segir öku- mann bifreiðarinnar ekki grunað- an um ölvun við akstur eins og fyrstu fregnir frá lögreglu gáfu til kynna og greint var frá í Frétta- blaðinu. - ht Slasaðist alvarlega í bílveltu: Enn í öndunar- vél á gjörgæslu KJARAMÁL Leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur söfnuð- ust saman í Ráðhúsinu í gær kl. 14 til að afhenda borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkur- borgar undirskriftalista 130 leiðbeinenda sem og áskoranir. Helsta áskorunin var að hafa laun leiðbeinenda jafnhá og laun sambærilegra leiðbeinenda, eins og til dæmis þeirra sem vinna í félagsmiðstöðvun. Þeir leiðbein- endur fá um 30.000 krónum meira í laun. Vinnustöðvun var hjá leiðbein- endum í hádeginu svo þeir gætu tekið þátt í fundinum í ráðhúsinu. Leiðbeinendurnir munu mæta aftur til vinnu í dag. - vsp Vinnustöðvun leiðbeinenda: Undirskriftir afhentar í gær AFHENDING UNDIRSKRIFTA Leiðbein- endur sjást hér afhenda mannauðsstjóra Reykjavíkur undirskrifta- og áskorana- lista. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kristilegir stærstir Flokkur kristilegra demókrata í Þýska- landi er í fyrsta sinn fjölmennasti stjórnmálaflokkur Þýskalands, næstur á eftir sósíaldemókrötum sem lengi hafa verið fjölmennastir. Báðir flokkar eru í ríkisstjórn og félagatala beggja hefur reyndar lækkað undanfarið. ÞÝSKALAND Vilja endurbætur á Stöng Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps tekur undir með fulltrúum Fornleifaverndar þess efnis að end- urbóta sé þörf á þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal. Bærinn þykir hafa skemmst nokkuð síðastliðinn vetur. SUÐURLAND FERÐAMÁL „Þetta eru fyrstu við- ræður í þá átt að finna einhverja lausn á þessu máli,“ segir Hildur Jónsdóttir, eigandi ferðaskrifstof- unnar Farvegur ehf., sem nýlega gerði samkomulag við Kerfélagið um gjaldtöku í Kerið í Grímsnesi. Forsvarsmenn Kerfélagsins til- kynntu 15. júlí síðastliðinn að tekið yrði gjald fyrir komur í Kerið í Grímsnesi. Miklar umræður hafa verið um þetta að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Nú hefur Far- vegur ehf. tekið skrefið og gert samning við Kerfélagið. „Ég er búin að fara með einn 200 manna hóp í Kerið síðan við ákváð- um þetta en við höfum enn ekki ákveðið hvert gjaldið á að vera,“ segir Hildur en hún sjálf segist ekki fylgjandi gjaldtöku að nátt- úrufyrirbærum landsins. „Ég er hrædd við að ef einn byrjar á gjaldtöku þá fari allir að hefja gjaldtöku.“ Óskar Magnússon, formaður Kerfélagsins, segir að þetta sé fyrsta samkomulagið um gjald- töku frá því að tilkynnt var að byrja ætti að rukka fyrir komur í Kerið. „Þessi samningur hefur vonandi eitthvað að segja um framtíðina.“ Kerið er í Grímsnesi og hefur lengi verið vinsæll ferðamanna- staður. „Það er erfitt að fara ekki í Kerið þegar þetta er komið í bækl inga ferðamannsins,“ segir Hildur að lokum. - vsp Kerfélagið gerir samkomulag við ferðaskrifstofuna Farveg um gjaldtöku í Kerið: Fyrsta samkomulagið um gjald KERIÐ Kerið er mjög vinsæll ferða- mannastaður. Nýlega var byrjað að taka gjald fyrir komur þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/NJÖRÐUR JERÚSALEM, AP Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir engar líkur á því að friðar- samkomulag takist við Palestínumenn fyrir árslok. Þar muni einkum stranda á djúpstæðum ágreiningi um stöðu Jerúsal- emborgar. Hann sagði þó í öðrum ágreiningsefnum, svo sem um landamærin og örlög palest- ínskra flóttamanna, sé bilið ekki nærri eins breitt. Palestínumenn segja þessi ummæli Olmerts benda til þess að Ísraelum sé ekki full alvara með að ná samningum fyrir árslok. - gb Forsætisráðherra Ísraels: Engir samning- ar fyrir árslok EHUD OLMERT GENGIÐ 28.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 165,7673 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 82,08 82,48 163,06 163,86 129,22 129,94 17,316 17,418 15,972 16,066 13,663 13,743 0,7617 0,7661 133,54 134,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.