Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR SUMAR GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Ragnhildur Þórðardóttir, starfsmaður hjá
Rannsóknarstofnun um lyfjamál við Háskóla
Íslands, er mikið fyrir líkamsrækt og æfir tíu til
tólf sinnum í viku.
„Áhugi minn á líkamsrækt byrjaði fyrir um átta
árum, en fram að þeim tíma hafði ég lítið sem ekk-
ert hreyft mig. Á þessu tímabili var ég orðin of þung
þannig að ég byrjaði á því að fara til einkaþjálfara í
þrjá mánuði og það kom mér á bragðið,“ útskýrir
Ragnhildur, sem er með meistaragráðu í heilsusál-
fræði. Eftir þessa þrjá mánuði segist hún hafa verið
orðin háð hreyfingunni og hefur verið á kafi í lík-
amsrækt síðan.
Ragnhildur æfir yfirleitt tvisvar á dag, nema á
sunnudögum en þá tekur hún sér frí og hleður batt-
eríin fyrir vikuna. „Ég æfi alltaf á morgnana klukkan
sex og svo aftur eftir vinnu. Ég lyfti mikið en tek
líka brennsluæfingar. Ég æfi aðallega á líkamsrækt-
arstöðvum en hleyp líka úti,“ útskýrir hún.
Ragnhildur hefur tvisvar tekið þátt í Þrekmeist-
aranum, einu sinni í Fitness og tvisvar hlaupið tíu
kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég er ekki
mikið í langhlaupum því þau ganga svo á vöðva-
massann, sem ég er að reyna að byggja upp,“ segir
Ragnhildur, sem stefnir að því að taka þátt í Fitness
í annað sinn 29. nóvember næstkomandi.
Hvað mataræðið varðar þá er Ragnhildur með það
allt á hreinu. „Ég borða litlar máltíðir sex sinnum á
dag. Ég borða mikið af flóknum kolvetnum, hýðis-
hrísgrjón, sætar kartöflur og haframjöl, en ég á líka
minn nammidag,“ segir hún.
Þess má geta að Ragnhildur heldur úti vinsælu
bloggi, ragganagli.blog.is, þar sem hún deilir til les-
enda upplýsingum og greinum um líkamsrækt og
heilsu.
klara@frettabladid.is
Æfir tvisvar á dag
Ragnhildur sleppur aldrei úr æfingu því hún segir daginn annars ónýtan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FIMIR FÆTUR
Stuðnings- og flugsokkar
hindra bjúgmyndun og
önnur óþægindi í fótum.
HEILSA 2
NÝSTÁRLEG NÁLGUN
Óhefðbundin leiðsögn verður viðhöfð í
Viðeyjargöngu í kvöld.
SUMAR 3