Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 34
18 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Fyrsta Ólafsmessan verður haldin í Kálfafellsstaðar- kirkju í dag en kirkjan er helguð Ólafi helga Tryggvasyni Noregskonungi. Erlendis er gömul hefð fyrir messunni, sem haldin er til minningar um það er Ólafur féll í bar- daga á Stiklastöðum í Noregi þennan dag árið 1030. „Einna merkustu tengsl Ólafs við íslenska kirkju er á Kálfafellsstöðum og viljum við gera minningu hans til góða,“ segir séra Einar G. Jónsson, sóknarprestur kirkj- unnar. „Talið er að systir Ólafs sé grafin hérna hinu merka Völvuleiði skammt frá bænum og spunnust af því ýmsar sögur. Einnig vorum við lengi með afar merkilegt Ólafslíkn- eski í kirkjunni, fyrsta Ólafslíkneskið sem vitað er um hér á landi. Það kom í kirkjuna upp úr 1700 en var selt Þjóðminjasafni Íslands fyrir aldamótin 1900. Mikil helgi var af heilögum Ólafi. Líkneskið stóð í gólfþili og söfnuð- urinn hneigði sig alltaf fyrir því,“ segir Einar en Kálfa- fellsstaðarkirkja hefur lengi stefnt að því að fá endur- gerð líkneskisins aftur í kirkjuna. „Það hefur ekki enn tekist en það mun koma að því.“ Ólafsmessa var haldin um allt land á elleftu öld. „Síðan féll hún í skugga Þorláksmessu að sumri þegar íslenskur dýrlingur, Þorlákur helgi, kom til sögunnar.“ Ólafsmessuhátíð hefst í dag með helgistund með séra Einari. „Síðan leiðir eitt af öðru. Haldinn verður upplest- ur um ýmislegt tengt kirkjunni, bæði bókmenntalegs og sögulegs eðlis, og tengsl Ólafs við þessa kirkju skoðuð. Þá verða tónleikar með Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara og Richard Simm píanóleikara þar sem leikin verða bæði íslensk og erlend lög. Svo verður farið út að Völvuleiði og sagan rifjuð upp ásamt gömlum áheitum. Að þeirri heimsókn lokinni verður hátíðarkaffi á Þórbergssetri svo þetta verður hinn menningarlegasti atburður.“ Fyrirhugað er að tónleikahald verði árviss viðburður í Kálfafellsstaðarkirkju á Ólafsmessu. Verkefnið er sam- starfsverkefni Þórbergsseturs og Kálfafellsstaðarkirkju og er styrkt af menningarráði Austurlands. Einar segir Ólafsmessu einn þátt í því að efla menningu Suðursveitar og vekja athygli á kirkjum héraðsins sem menningarhús- um og áhugaverðum ferðamannastöðum. „Það er alltaf gífurlegur fjöldi sem sækir Kálfafellsstaðarkirkju hvort sem það er út af Ólafi helga eða einhverju öðru. Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og byggð árið 1927 en hún hefur einn besta hljómburð af öllum húsum sýsl- unnar.“ mariathora@frettabladid.is ÓLAFSMESSA: HALDIN Í FYRSTA SINN Í KÁLFAFELLSSTAÐARKIRKJU Gömul hefð endurvakin KÁLFAFELLSSTAÐARKIRKJA Margt verður í boði í kirkjunni í dag þegar Ólafsmessa verður þar haldin hátíðleg. Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari munu meðal annars halda tónleika þar. MYND/BRAGI J. INGIBERGSSON Karl Bretaprins gekk að eiga lafði Díönu Spencer á þessum degi árið 1981. Óhætt er að segja að brúðkaup þeirra Karls og Díönu hafi verið ævintýri líkast. Talið er að um 750 milljónir manna um gjörvallan heim hafi fylgst með viðburð- inum í sjónvarpi. At- höfnin fór fram í St. Pauls-dómkirkj- unni í Lundúnum þar sem hún tók fleiri í sæti en West- minster Abbey sem breskt aðals- fólk kaus oftast nær að gifta sig í. Brúð- urin unga var mið- depill athyglinnar þar sem hún gekk inn kirkjugólfið í sér- hönnuðum brúðar- kjól frá David og El- izabeth Emmanu- el. Athöfnin fór vel fram og flest benti til að brúðhjón- in ættu hamingju- samt hjónaband fyrir höndum. Reynd- in varð þó önnur og þau voru skilin að borði og sæng hinn 9. desember árið 1992. ÞETTA GERÐIST: 29. JÚLÍ ÁRIÐ 1981 Karl og Díana giftast LEIKARINN STEPHEN DORFF ER 35 ÁRA Í DAG. Frægðin virðist spenn- andi en hún getur líka verið algjör martröð. Og ég er ekki einu sinni neitt sérstaklega þekkt- ur. Ég þarf ekki að glíma við sömu vandamál og Madonna.“ Stephen Dorff hefur sér gott orð fyrir leik í kvikmynd- um á borð við Backbeat og Blade. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Rannveig Lilja Sveinbjörnsdóttir / Lillý Keldulandi 13, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans Kópavogi að morgni föstudagsins 25. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Pétur Bjarnason Sveinbjörn Fjölnir Pétursson Birna Imsland Þóra Birna Pétursdóttir Júníus Guðjónsson Fjóla Pétursdóttir Pétur Sverrisson Olga Björk Pétursdóttir Sigurður Sigurþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Friðriks Jónssonar Ofanleiti 25, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Anna Lind Jónsdóttir Guðmundur Guðmundsson Arnfríður Jónsdóttir Karl Þór Ásmundsson Soffía Rut Jónsdóttir Einar Ottósson Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gunnhildur Guðmundsdóttir Hvassaleiti 20, 103 Reykjavík, sem lést laugardaginn 19. júlí síðastliðinn, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mið- vikudaginn 30. júlí kl. 15.00. Guðmundur Sigurðsson Valgerður Marínósdóttir María Sigurðardóttir Einar Loftsson Áslaug Sigurðardóttir Sveinn Hannesson Hrefna Sigurðardóttir Haukur Valdimarsson Sigurður Sigurðarson Ingibjörg Sigurðardóttir Bjarni S. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. 60 ára afmæli 60 ára er í dag Guðmundur Sigurjónsson launafulltrúi Strætó bs. Hann og eiginkona hans Margrét Sverrisdóttir eru stödd erlendis á afmælisdaginn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar B. Guðmundsson verkstjóri, Gnoðarvogi 28, Reykjavík, lést þriðjudaginn 22. júlí á Líknardeild Landakots. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 11.00. Gíslína J. Jónsdóttir Fjóla Hilmarsdóttir Ásta Hilmarsdóttir Jóhann Sigurjónsson Jón K. Leósson Regína Magnúsdóttir Bjarni Júlíusson María Magnúsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Eva Ström Egill Þorgeirsson Hrafnhildur Hilmarsdóttir Gunnar Þorvarðarson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Anna Þorgilsdóttir frá Þorgilsstöðum, Fróðárhreppi, Rauðagerði 64, Reykjavík, lést föstudaginn 25. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin verður auglýst síðar. Sveinn B. Ólafsson Ólafur Þ. B. Sveinsson Björg Guðmundsdóttir Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir Guðmundur Hannesson Una Þorgilsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Fríða Aðalsteinsdóttir Skarðshlíð 4e, Akureyri, lést í Sjúkrahúsinu á Akureyri 24. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.30. Heba Theodórsdóttir Þorgeir Jónsson Heiða Hrönn Theodórsdóttir Hreiðar Hreiðarsson Sigurður H. Jóhannsson Eygló Bergsdóttir Aðalsteinn Jóhannsson Linda Ívarsdóttir Konráð Aðalsteinsson Þórey Aðalsteinsdóttir Tryggvi Aðalsteinsson og ömmubörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir og systir okkar, Hjördís Kristjánsdóttir Furulundi 6c, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 25. júlí. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Héðinn Ósmann Skjaldarson Kristján Hjörtur Oddgeirsson Oddgeir Kristjánsson Ingibjörg Haraldsdóttir Baldvin Kristjánsson Guðfinna Jóna Kristjánsdóttir Gunnþór Oddgeirsson Halldóra Kristjánsdóttir Hannes C. Pétursson Helga Hólmfríðardóttir Anton Gunnarsson Ósk Dís Kristjánsdóttir og systkinabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Benedikt Adolfsson Holtagerði 53, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut, laugardaginn 26. júlí. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Ragnhildur Thorlacius Hugrún Gunnarsdóttir Ragnar Jónatansson Erlingur Gunnarsson Marfríður Hrund Smáradóttir Kristján Örn Gunnarsson Jeanette Eva Thomsen barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.