Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 14
14 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 137 4.121 +0,73% Velta: 923 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,94 -0,14% ... Atorka 5,46 +0,00% ... Bakkavör 25,00 -0,60% ... Eimskipafélagið 14,25 +0,00% ... Exista 6,10 -0,33% ... Glitnir 14,80 -0,80% ... Icelandair Group 17,05 +0,00% ... Kaupþing 727,00 -0,41% ... Landsbankinn 22,40 -1,75% ... Marel 84,50 +0,00% ... SPRON 3,01 +0,33% ... Straumur- Burðarás 9,25 -0,22% ... Teymi 1,52 -1,94% ... Össur 84,50 +0,00% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +8,01% SPRON +0,33% MESTA LÆKKUN HB GRANDI -4,76% TEYMI -1,94% LANDSBANKINN -1,75% Polar hjólhýsi Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Alde gólfhitakerfi, galvaníseruð grind, iDC stöðugleikakerfi og ríkulegur staðalbúnaður. 19˝ LCD skjár Séstakur vínkælir DVD spilari 44mm einangrun -40 °C iDC stöðugleikakerfi iDC Evrópskar þrýstibremsur Rockwood fellihýsi Sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum með galvaníseraðri grind, fjöðrum fyrir akstur á erfiðum vegum og upphituðum lúxusdýnum. Fjöðrun f. ísl. aðstæður Vatn tengt heitt/kalt CD spilari/ útvarp Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Evrópskar þrýstibremsur Sumarg jöf Sólar rafhla ða, fortja ld og gasgr ill fylgir öllum fellih ýsum Tilbo ðið g ildir t il 30. júlí Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla, fylgihluti og margt fleira. Fossháls 5-9 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is Þægindi um land allt 40% afsláttur af fortjöldum fyrir hjólhýsi og húsbíla Tilboð gildir til 1. ágúst „Með aðkomu nýrra fjárfesta mun hlutur okkar fara niður í 15 pró- sent en við munum áfram eiga skuldabréfið,“ segir Þórdís Sigurð- ardóttir, stjórnarformaður Stoða Invest. Fyrir áttu Stoðir Invest 49 prósent. „Við erum búin að setja í þetta verkefni 450 milljónir danskra króna og þar af er skulda- bréf upp á 250 milljónir,“ segir Þórdís. Hún segist jafnframt vera vongóð um að fá það lán greitt til baka um leið og félagið verður skráð á markað. Nýr fjárfestir er kominn að félaginu og mun samanlagður hlutur hans og Mortens Lund, meirihlutaeiganda Nyhedsavisen, verða 85 prósent. Enn hvílir mikil leynd yfir nýja fjárfestinum en með tilkomu hans mun fyrirtækið verða sett á markað á næsta ári. Lars Lind strøm, fjármálastjóri fríblaðsins, hefur staðfest að undirbúningur sé nú þegar hafinn að kauphallarskrán- ingu. Enn bólar ekkert á ársreikningi Nyhedsavisen en nú er liðin rúm vika frá lokafresti félagsins til að leggja hann fram. Samkvæmt Jyllands Post- en er ástæðuna að finna í því að end- urskoðandinn vill ekki skrifa upp á reikning- inn fyrr en fé nýja fjárfestisins er komið inn á reikning útgáfunnar. Að því loknu verði hulunni svipt af nýja fjárfestinum. - ghh Nyhedsavisen á markað Nýr fjárfestir kemur inn. Stoðir Invest minnka hlut sinn í blaðinu. NYHEDSAVISEN Hlutur Stoða Invest verður 15 prósent. Gengi Bandaríkjadals hækkaði á mánudag í kjölfar þess að Banda- ríkjaþing gekk frá lögum um aðgerðir til stuðnings fasteigna- lánarisunum Fannie Mae og Fredd- ie Mac. Dollarinn hefur ekki verið hærri gagnvart japönsku jeni í mánuð og evrunni í þrjár vikur. Íslenska krónan veiktist um 1,24 prósent innan dagsins í gær, en einn dollari kostar nú 82,6 krónur. „Björgunaraðgerðirnar styðja við dollarann. Þær létta á áhyggj- um af húsnæðiskreppunni,“ sagði Yuji Saito, yfirmaður gjaldeyris- viðskipta Societe Generale í Tókýó. Ástæður hækkunarinnar eru lækkun olíuverðs og aðrar tiltölu- lega jákvæðar fréttir undanfarið. Margar bandarískar fjármála- stofnanir hafa birt árshlutaupp- gjör sem voru betri en spáð hafði verið, og á föstudaginn birtu stjórnvöld tölur sem sýndu að sam- dráttur í sölu nýrra húseigna í júní var minni en gert hafði verið ráð fyrir. Tölurnar eru taldar gefa til kynna að botni húsnæðis- og láns- fjárkreppunnar kunni að hafa verið náð. Margir óttast þó að botninn sé enn ekki í sjónmáli, og markaðs- aðilar bíða því uggandi eftir frek- ari vísbendingum um ástand efna- hagsmála. Mörg stór fyrirtæki birta árshlutauppgjör í vikunni og í lok hennar koma nýjar tölur um hagvöxt og atvinnuleysi. - msh Gengi Bandaríkjadals hækkar BÍLAIÐNAÐUR Hagfræðingar og greiningardeildir telja að atvinnuleysi í Bandaríkjun- um hafi aukist í júlí, sjöunda mánuðinn í röð. AFP/MARKAÐURINN „Við erum að undirbúa lagningu nýs sæstrengs, Danice, til Danmerkur og þessi samningur við THUS er hluti af því verkefni. Flutningsgeta Danice verður 100 Gbit/ s í upphafi og því þurf- um við líka að auka flutningsgetuna á Far- ice-1-sæstrengnum til Bretlands upp í 100 Gbit/s, til þess að eiga til reiðu jafnmikla flutningsgetu um báða sæstrengina“ segir Guð- mundur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Farice hf. Guðmundur segir að stærstur hluti aukinnar flutningsgetu fari til netþjónabús Verne Holding í Keflavík. Farice hf. og fjarskiptafyrir- tækið THUS hafa undirritað samn- ing til tíu ára um landleiðir fyrir Farice-sæstrenginn í Bretlandi. THUS mun útvega 100 Gbit/s samband frá land- tökustöð Farice-1- sæstrengsins í Norður- Skotlandi, til afhendingarstaðar þjón- ustu Farice hf. í London. Leiðin er tvöföld að mestu leyti til aukins öryggis, segir í tilkynningu. Eignarhaldsfélagið Far- ice ehf,. sem er félag íslensku hluthafanna í Farice hf., mun síðar á árinu leggja hinn nýja sæstreng Danice milli Íslands og Danmerkur. Áætlað er að Danice-sæstreng- urinn verði kominn í notkun í jan- úar 2009 og frá þeim tíma verða því tvær jafngildar leiðir fyrir öll fjarskipti Íslendinga til annarra landa. Samtímis verður flutnings- geta Farice-1 aukin og er samn- ingurinn við THUS hluti af því verkefni. -as Flutningsgetan aukin GUÐMUNDUR GUNNARSSON Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum hefur tekið brúarlán upp á 100 milljónir danskra króna til þess að fjármagna þróunarvinnu á olíuvinnslusvæðum við Chestnut og Ettrick, að því er fram kemur í til- kynningu. Upphæðin jafngildir um 1,7 milljörðum íslenskra króna. Eftir lántökuna nema heildar- skuldbindingar félagsins í brúar- lánum, en þau eru alla jafna til skemmri tíma, 270 milljónum danskra króna (um 4,6 milljörðum króna). Lánið á að endurgreiða lánið á fyrsta fjórðungi næsta árs. Að auki segir Wilhelm Petersen, forstjóri félagsins, stefnt á hluta- fjárútboð á þessu ári. Eik Banki og Føroya Banki lána brúarlánið. - óká Taka brúarlán í Færeyjum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.