Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 22
 29. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Landbúnaðarverktakinn Máni Jóhannesson aðstoðar fjölda bænda í Eyjafirði. Hann hefur yfir miklum tækjabúnaði að ráða og býður upp á nýstár- lega aðferð sem kemur í stað rúllubagga. „Það hefur aukist mjög mikið að bændur fái utanaðkomandi aðila til að heyja fyrir sig,“ segir Máni Jóhannesson landbúnaðar- verktaki. „Aukningin skýrist að- allega af því að býlin eru orðin stærri og krakkarnir flytja yfir- leitt snemma að heiman svo gamla settið er orðið eitt eftir.“ Bænd- ur fá Mána yfirleitt til að sjá al- farið um heyskapinn fyrir sig og segir hann það mun hagkvæmara. „Ég tek klukkutímaverk bóndans á korteri. Maður sér bara að það borgar sig.“ Máni hefur einnig betri búnað heldur en flestir bændur. „Ég er talinn meira en lítið bilaður og ekki einu sinni Kleppshæfur því ég á bara 300 hestafla traktora. Fyrsti traktorinn sem ég keypti mér var 200 hestöfl. Það skildi enginn hvað ég hafði með svona stóra vél að gera. Ég keyri líka stundum skít fyrir menn og þá er ég að brölta um með 18.000 lítra, 27 tonna haug sugu. Það töldu menn náttúrulega al- gjöra bilun og héldu að vélin myndi aldrei tolla ofanjarðar nema á mal- bikuðum vegi. Ég er ekki að gefa neitt eftir þótt þeir séu með litlu átta og tíu tonna vélarnar á túnun- um og eru sjálfir að sökkva þeim. Stærra er best, það er mitt mottó. Ég hef hugsað þannig alveg frá því ég var smápatti.“ Máni fer víða um Eyjafjörð og nýtast vélar hans vel. „Ég er að reyna að benda mönnum á að það sé hagkvæmara að ég liggi með 60 til 70 milljónir í tækjum heldur en að hver og einn bóndi sé með 20 til 30 milljónir. Það er bara svo erfitt því íslenski bóndinn er tækjasjúk- lingur,“ segir Máni hlæjandi. Máni er þó ekki aðeins með stór tæki heldur lumar hann einnig á nýstárlegum búnaði sem kemur í staðinn fyrir rúllubaggaaðferðina. „Ég er með múgsaxara sem saxar heyið og síðan er það sett í úti- stæður. Plast er sett á jörðina, hey- inu ekið ofan á það og því þjappað af traktorum. Svo er plast sett yfir og öllu rúllað saman. Meðan súrefnið er að fara úr grasinu og klára að deyja eins og maður segir, þá nýtir það allt súrefnið sem er í plastinu og það vakúmpakkar sér eins og menn eru í raun að berjast við að gera með því að vefja marg- földu bandi utan um baggana. Ég vil meina að þessi útistæðuaðferð sé hagstæðari fyrir bóndann held- ur en rúllubaggarnir. Bóndi sem ég vann fyrir tók saman tíma- fjöldann og sagði að hann sæi ekki annað en þetta munaði talsverðu fyrir sig.“ Þessi óvenjulega aðferð er enn sem komið fátíð hér á landi. „Rúllubaggamenning tröllreið öllu upp úr 1980. Menn héldu að þarna væri endanlega lausnin komin. Það er þó eitt bóndabýli fyrir sunnan sem hefur notað útistæðu- verkunina alveg frá 1970,“ segir Máni sem kannaði aðferðir manna í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Hann segir að útistæðuverkun- in sé mjög vinsæl þar í landi og ennfremur algengt að bændur kaupi sér vinnu verkamanna. „Ég hitti til dæmis einn danskan mann sem heyjaði fyrir um þrjátíu bæi. Hann keyrði skít af þeim öllum og sá meira og minna um kornakrana líka. Hann átti að mig minnir níu stóra traktora. Þetta var eins og að detta í dótakassa fyrir stór- an strák að koma þangað í heim- sókn.” -mþþ Íslenskir bændur eru tækjasjúkir Máni Jóhannesson á tækjabúnað upp á 60 til 80 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Útskriftarverkefni Daða Að- alsteinssonar við Háskólann í Reykjavík snýst um GPS- vélstýringar. Niðurstaðan var vélunum óneitanlega í hag. Ein helsta tækninýjung á sviði vinnuvéla á síðustu árum eru GPS- vélstýringar, en þægindi slíks búnaðar eru ótvíræðir. Hann gerir gröfumanni kleift að vinna sjálf- stætt eftir plani án þess að mæl- ingamaður þurfi að taka svæðið út sérstaklega. En burtséð frá þæg- indunum vaknar spurning hvort tæknin skili góðu verki. Daði Aðalsteinsson bygginga- tæknifræðingur ákvað að kanna það í lokaverkefni sínu frá Há- skólanum í Reykjavík. „Við fórum út í verklegar framkvæmdir með og án búnaðarins og mátum svo niðurstöðurnar,“ segir Daði. „Við grófum tvo 160 metra langa lagna- skurði, við reyndar frekar erfiðar aðstæður að vetri til, en það gekk allt glimrandi vel að lokum.“ Niðurstöður Daða voru í ein- földu máli þær að sú grafa sem studdist við GPS vélstýringu hafði yfirburði yfir hin, bæði hvað tíma og efni varðar. „Skurðurinn sem grafinn var með gröfunni með GPS-vélstýr- ingunni var líka einfaldlega betri,“ segir Daði. „Við reiknuðum það efni sem þyrfti að fara undir lagnir í skurðina og þar kom GPS- skurðurinn mun betur út.“ Daði segir að þótt vélstýring- ar séu dýrar margborgi þær sig þegar á lengri tíma sé litið. „Í þenslunni hafa menn verið dug- legir að kaupa sér þennan búnað og ég held að flestir stærstu verk- takanna eigi hann í dag,“ segir hann. „En auðvitað verða menn að setjast niður og reikna þetta út hver fyrir sig.“ - tg Yfirburðir GPS-vélstýringa Daði Aðalsteinsson byggingatæknifræðingur naut liðsinnis Ísmar, Heklu og Íslenskra aðalverktaka við gerð lokaverkefnis síns. MYND/VÍKURFRÉTTIR Hönnum og smíðum skóflu í öllum stærðum, á allar gerðir vinnuvéla. Frábært verð. Gerum verðtilboð. 100% HARDOX Tökum einnig að okkur viðgerðir á skóflum. Stál og Suða EHF • Stapahrauni 8. • 220. Hafnafjörður Simi: 5545454-6935454 • heimir@stalogsuda.is Fyrirtækið Bessaborg hefur tekið í notkun Volvo FH 8x4R-vörubíl, með ábyggðum palli frá Zetter- bergs. Vörubifreiðin er mjög vel útbú- in í alla staði með svefnhúsi, olíu- miðstöð, VEB+ mótorbremsu, stál- stuðara, hlífðarplötu undir olíu- pönnu og margt fleira. Pallurinn er bæði búinn sturt- um og hliðarsturtum, hita í botni og málaður í sams konar lit og bif- reiðin sjálf. Reynslan af pöllunum, sem eru smíðaðir í Svíþjóð, hefur verið góð hérlendis. Notkun þeirra við jafnvel erfiðustu aðstæður þykir renna stoðum undir þá staðhæf- ingu. Allar frekari upplýsingar er að finna á www.brimborg.is. -mmr Hentar vel við erfiðar aðstæður Bessaborg tók á dögunum í notkun Volvo FH 8x4R vörubíl, með ábyggðum palli frá Zetterberg. Notkun pallanna við erfiðustu aðstæður þykja sýna að þeir henta vel hérlendis. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.