Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2008 7vinnuvélar ● fréttablaðið ● Caterpillar og NASA vinna nú að því að hanna vinnuvélar fyr- ir tunglið. Afraksturinn, tungl- trukkurinn, er fjarstýrður og á sex hjólum. Allt frá því að Neil Armstrong steig fyrstur manna á tunglið hefur geimferðastofnun Banda- ríkjanna, NASA, undirbúið bygg- ingu geimstöðvar á tunglinu. Geim- stöðin, sem best væri að lýsa sem litlu þorpi, yrði staðsett á suður pól tunglsins þar sem sólin skín nær allan sólarhringinn. Stöðinni yrði ætlað að auka getu okkar til að kanna sólkerfið og vetrarbrautina, enda auðveldara að skjóta á loft gerfihnöttum og könnunar förum frá tunglinu en jörðinni. Hingað til hefur draumurinn um geimstöð á tunglinu hljóm- að sem fjarlægur vísindaskáld- skapur en nú virðist vísindamönn- um NASA vera full alvara því þeir eru byrjaðir að huga að praktísk- um atriðum eins og jarðvegsvinnu á tunglinu. Til að vinna með jarð- veg á tunglinu þarf vinnuvélar, og engar venjulegar vinnuvélar. NASA hefur nú leitað liðsinnis Caterpillar við hönnum og smíði fyrsta „tungl-trukksins.“ Báðir að- ilar leggja til sérþekkingu sína og reynslu, NASA úr geimnum og Cat- erpillar frá erfiðum aðstæðum á móður jörð. Eins og verkefnið lítur út núna verður útkoman sexhjóla fjölnota vél, kölluð „Chariot“. Meginverk hennar á að vera vega- og jarðvegsvinna en þar sem ekki þykir hagkvæmt að flytja sérhæfð tæki til tunglsins verður vélin að vera hálfgerður þúsund- þjalasmiður sem nýtist í hvert það verkefni sem til fellur. „Út frá því sem við þekkjum hér á jörðinni er í raun hægt að hugsa Chariot sem vörubíl sem hægt er að setja á skóflu og ferja hluti á og svo framvegis,“ segir Lucien Junk- in verkefnastjóri hjá NASA. Þó svo að tungl-trukkurinn beri það ekki utan á sér er fyrirmynd hans „The Multi Terrain Loader“, sem er í notkun víða í heiminum í dag, meðal annars hér á Íslandi. „Við erum að þróa og prófa tækn- ina í Caterpillar Multi Terrain Loader en hún verður síðar heim- færð upp á Chariot. Markmiðið er að hægt verði að fjarstýra vélinni eða gera hana algjörlega sjálf- virka,“ segir Eric Reiners einn yf- irverkfræðinga Caterpillar. Hvort og þá hvenær tunglstöð- in verður byggð er ógjörningur að vita. Hins vegar er víst að ef hún verður að veruleika mun Chariot eiga heiðurinn af fyrstu skóflus- tungu tunglstöðvarinnar. -tg Multi Terrain Loader er notaður til að prófa og hanna stýribúnað tungltrukksins. Hann er einnig að einhverju leyti fyrirmyndin. MYND/CATERPILLAR Á tunglinu er lítið annað en urð og grjót, sem þyrfti að færa til með vinnuvélum verði tunglstöðin að veruleika. NORDICPHOTOTS/GETTY Vinnuvélar á tunglinu * Y 18 - Verð nú kr. 1.590.000 + vsk Y 15 - Verð nú kr. 1.390.000 + vsk Verðlækkun um kr. 107.000 frá því á síðasta ári Yuchai smágröfur og kerrur Til afgreiðslu strax Gæði á góðu verði Verktakar • Sumarhúsaeigendur • Bændur Yuchai smágröfur Perkins – Kubota mótor Breikkanlegur undirvagn Bridgestone belti Hraðtengi Tiltskó ur Stauraborar Ódýrar galvaniseraðar sliskjukerrur með Flexitor fjöðrun og bremsum * Y 18 - Verð í fyrra kr. 1.697.000 * Verð miðast við vél með einni skó u Hagstæð lán! Hátt lánshlutfall! Lækkað verð! „Trikkið við TAFE-vélarnar er að nú geta menn keyrt nýja vél með eldra útlitinu sem kom fyrst árið 1957,“ segir Borgþór Helgason, eigandi BHtækni á Hellu, sem nýverið hóf innflutning á TAFE- dráttarvélum. „Vélarnar eru framleiddar í verksmiðju í eigu Ferguson á Ind- landi. Ef menn vilja einfaldar og ódýrar dráttarvélar lausar við tölvubúnað þá eru þessar málið,“ segir Borgþór og undirstrikar að hægt sé að nota TAFE í nánast allan búskap. „Ég get einnig út- vegað alla aukahluti fyrir þær svo sem tætara og staurabor.“ TAFE-vélin er af gerðinni 37DI Classic. „Kramið er það sama og á 135-unni en húddið er það sama og á 35-unni. Það er komin ein vél til landsins og það er magnað að prófa svona vél með gamla snið- inu.“ - mþþ Magnað að prófa vélina TAFE-vélarnar eru með eldra útlitinu. Stálið í þeim er sterkt og þær nýtast í flestallan búskap. MYND/FERGUSON-FÉLAGIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.