Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 8
 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. (Straumur) hefur birt lýsingar vegna töku tveggja skuldabréfaflokka til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf., annars vegar flokks með auðkennið STRB 07 4, ISIN IS0000015022 og hins vegar flokks með auðkennið STRB 07 5, ISIN IS0000015048. Heildarnafnverð skuldabréfanna sem nú eru tekin til viðskipta er 2.000.000.000 kr. í hvorum flokki. Nafnverð hverrar einingar er 5.000.000 kr. Skuldabréfin eru 95% höfuðstólstryggð eingreiðslubréf. Bréfin eru óverðtryggð og fer öll greiðsla umfram 95% af höfuðstól eftir virði afleiðu sem tekur mið af hlutabréfaverði Glitnis banka hf. miðað við grunngengið 28,1. Fjárfestar fá 120% þátttöku í hækkun fram að 47,5% hækkun miðað við framangreint grunngengi. Endurgreiðsla fer fram í einni greiðslu á lokagjalddaga 5. ágúst 2008. Fjárfestar fá 120% þátttöku í hækkun fram að 50% hækkun miðað við framangreint grunngengi. Endurgreiðsla fer fram í einni greiðslu á lokagjalddaga 6. október 2008. OMX Nordic Exchange Iceland hf. mun taka bréfin til viðskipta þann 29. júlí 2008. Umsjón með sölu skuldabréfanna og töku til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er Glitnir banki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. Lýsinguna og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Straumi, Borgartúni 25, 105 Reykjavík og á heimasíðu Straums, www.straumur.net fram til lokadags bréfanna. Reykjavík, 29. júlí 2008 Nafnverð útgáfu: Skilmálar bréfanna: Skilmálar bréfa 07 4 Skilmálar bréfa 07 5 Fyrsti viðskiptadagur: Volkswagen kynnir nýjar leiðir til að spara umtalsverðar fjárhæðir. Volkswagen Passat Volkswagen Polo Verð áður 3.570.000 kr. Verð nú 3.355.000 kr. Verð áður 1.990.000 kr. Verð nú 1.875.000 kr. *Sjálfskiptur Passat Comfortline Plus 2.0 FSI kostar nú aðeins 44.750 kr. á mán. í 84 mán. m.v. 100% myntkörfulán með 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,5%. *Beinskiptur Polo Comfortline 1,4 kostar nú aðeins 24.950 kr. á mán. í 84 mán. m.v. 100% myntkörfulán með 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,78%. Þú færð Passat fyrir aðeins 44.750 kr á mánuði* Þú færð Polo fyrir aðeins 24.950 kr. á mánuði* Das Auto. Þeir sem hafa hraðar hendur geta sparað umtalsverðar fjárhæðir með kaupum á nýjum Polo eða Passat. Við bjóðum takmarkað magn af þessum sparneytnu bílum á mögnuðum kjörum. Komdu núna. Við tökum vel á móti þér og gamla bílnum þínum líka! 80% lán í að fullu í erlendri mynt A ukahlutir á m ynd: Á lfelgur. SAMFÉLAGSMÁL Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborg- ar, segir umferðareftirlit á Hring- braut í Vesturbænum vera á ábyrgð lögreglu. Mikil óánægja ríkir meðal íbúa vegna hávaða og ítrekaðs kappaksturs í götunni en á laugardaginn endaði einn þeirra með þriggja bíla árekstri. „Auðvitað förum við yfir þessi mál að sumarfríum loknum. Það er ekki útilokað að myndavélar verði settar upp. Íbúar Hringbrautar eru áhyggjufullir eftir slysið á laugar- daginn. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað svona gerist,“ segir Her- dís Storgaard íbúi. „Á undanförn- um misserum hafa orðið mörg slys vegna kappakstra og síbrotinna umferðarlaga.“ Hámarkshraði á Hringbraut í Vesturbæ er 50 kíló- metrar á klukkustund. „Ég hef oft séð bíla aka á fólk,“ segir Herdís. „Það er eins og öku- menn geri sér ekki grein fyrir því að hér er mikil umferð gangandi vegfarenda. „Eins gleyma bílstjór- ar að stoppa við gönguljós, bæði inni í vesturbænum sjálfum og einnig við Þjóðminjasafnið. Hringbrautin sker vesturbæinn í sundur og mörg börn þurfa að fara yfir hana til þess að komast í skóla, sundlaug og á íþróttasvæði KR. Háskóli Íslands er einnig á svæð- inu auk þess sem Elliheimilið Grund stendur við götuna. Að auki hefur þétting byggðar í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi orðið til þess að þyngja umferðina. Herdís bendir á að þetta hafi eyði- lagt alla útiveru við götuna. „Það fólk sem býr norðanmegin við Hringbrautina er oft með garða til suðurs. Þá er ekki hægt að nota sökum svifryks og hávaða.“ Hún bætir því við að sér sárni það mjög þegar rætt sé um að setja götur í stokk í öðrum hverfum. „Sérstak- lega þar sem það er svo aðkallandi hér.“ Sigríður Pétursdóttir, íbúi við götuna tekur í sama streng: „Hér er ekki svefnfriður fyrir ískrandi hjólbörðum bílstjóra í kappi hver við annan.“ „Ég skora á lögregluna og borg- aryfirvöld að gera eitthvað í þess- um málum.“ Ekki náðist í borgarstjóra því hann er í sumarfríi. Hjá umferðar- deild lögreglunnar fengust þær upplýsingar að ástandið væri erf- itt. Því miður sé einbeittur brota- vilji ráðandi hjá þeim sem stunda þennan kappakstur og erfitt að hafa hendur í hári þeirra. helgath@frettabladid.is Skólabörn í lífshættu á leið yfir Hringbraut Kappakstur og vanvirðing á umferðarreglum á vesturhluta Hringbrautar í Reykjavík setur íbúa dreyrrauða. Ökumenn keyra ítrekað móti rauðu göngu- ljósi. Íbúar götunnar vilja aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. HRINGBRAUT Herdís Storgaard, íbúi við götuna, segir mörg slys hafa orðið vegna kappaksturs undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.