Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 24
 29. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Á Landbúnaðarsýningunni á Hellu gefur að líta bæði gamlar og nýjar vélar. Mikið verður um að vera fyrir vélaáhugamenn á Landbúnaðar- sýningunni á Hellu 22. til 24. ágúst næstkomandi. Sýningin er haldin í tilefni af aldarafmæli Búnaðarsambands Suðurlands. „Til sýnis verða vélar, svo sem kornþreskivélar, dráttarvélar og jarðvinnslutæki frá stærstu og helstu vélaumboðum landsins. Einnig verða eldri búvélar á sýn- ingunni eins og gamlar dráttarvél- ar og amboð,“ segir Jóhannes Hr. Símonarson, framkvæmdastjóri sýningarinnar. „Gömlu vélarnar fáum við bæði frá Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri og einkaaðilum. Þetta eru sjaldgæfar vélar sem ein- staklingar hafa oftar en ekki gert upp sjálfir.“ Jóhannes segir gömlu sýning- argripina alltaf heilla fólk. „Það sem gerir þessar gömlu búvél- ar svona skemmtilegar er sagan á bak við þær. Þær urðu nánast partur af heimilisfólkinu eins og hestarnir voru á undan þeim og fengu nöfn eins og hver annar heimilismaður,“ segir Jóhann og tekur vélarnar Jón og Nalla sem dæmi. Eigendur gripanna verða á staðnum og tjá fólki sögu þeirra. „Eigendurnir eru í sjálfu sér partur af sögunni og láta bílana yfirleitt ekki úr augsýn.“ Forn- bílar, gamlir vörubílar, jeppar og mjólkurbíll verða einnig til sýnis. Land- búnaðar- sýningin er einstakt tæki- færi til að fræðast betur um land- búnað, hvort sem menn stunda búskap eða ekki. „Síðasta sýn- Ný grafa, Liebherr R-984, var í vor sett um borð í dýpkunarprammann Gretti RE sem Ístak er með í sinni þjónustu. Hún er á kransi og var sérstaklega byggð á prammann. Sá sem stýrir gröfunni heitir Þröstur Elísson. Hann er búinn að vinna í nokkur ár á prammanum og hefur því oft verið með hugann niðri á hafsbotni. „Þetta er fín græja,“ segir hann um gröfuna. „Mun öflugri og marg- falt fljótari en sú gamla sem var venjuleg beltagrafa. Það er meðal annars að þakka sérstökum bún- aði á bómunni sem hægt er að láta síga mjög hratt,“ útskýrir hann og er ánægður með tölvubúnaðinn um borð, fullkomið þrívíddar GPS- staðsetningarkerfi frá Trimble sem er alfarið unnið eftir. Undanfarið hefur Grettir verið við dælustöð í Hafnarfirði næstum úti undir Straumsvík. „Við grófum skurð fyrir lögn úr landi út á haf,“ lýsir hann og segir bæði klöpp og sand í botninum. Að hans sögn var klöppin ekki sprengd heldur fleyg- uð og rippuð, eins og hann orðar það. En tekur hann hnullunga af hafs- botni upp með gröfunni? „Já, það var dálítið af steinum sem við þurft- um að hreinsa í burtu en lögðum þá stærstu til hliðar,“ segir Þröstur sem nú vinnur að því að moka yfir lögnina og hlakkar til að takast á við fleiri verkefni með gröfunni. - gun Með hugann á hafsbotni Þröstur Elísson færir til hnullunga með gröfunni á dýpkunarprammanum Gretti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hluti af heimilisfólkinu Sjálfkeyrandi múgsaxari af gerðinni Claas sem fyrirtækið Túnfang ehf. í Árnessýslu á og rekur. Valtra-dráttarvél með Pöttinger-fjöl- hnífavagni sem notaður er við heyskap í flatgryfjur. M Y N D /B Ú N A Ð A R S A M B A N D S U Ð U R L A N D S Dekkjaframleiðandinn Michelin lyfti hulunni nýlega af dekkjum úr línunni Energy SaverGreen og kynnti um leið nýja gerð af vöru- bíl frá Renault sem kallast Ren- ault Magnum. Eins og heitið gefur til kynna er Energy SaverGreen vistæn dekkjalína. Dekkin eiga að vera endingargóð og eru hönnuð með fullkomnu veggripi til að draga úr eldneytisnotkun og útblæstri koltvíoxíðs, einum af helstu or- sakavöldum gróðurhúsaáhrifa. En aukin sparneytni kemur sér ekki síst vel á tímum hækkandi olíu- verðs. Öryggið var einnig haft í önd- vegi við hönnun dekkjana. Þannig á veggripið að auka öryggið enn frekar við vond veðurskilyrði eins og blauta vegi og svo framvegis. Nýju Energy SaverGreen-dekk- in frá Michelin gefa því fyrirheit um öryggi, lægri rekstrarkostn- að og góða endingu. Þess má jafn- framt geta að fyrirtækið tók þátt í þróun Renault Magnum þegar á upphafsstigum vörubílsins og allt til enda sem gerði það aftur að verkum að hönnuðirnir gátu lagt sitt enn frekar af mörkum til að fylgja eftir markmiðunum fyrr- nefndu. Allar nánari upplýsingar um dekkin er að finna á www.renault- trucks.com - mm- Dekk sem auka sparneytni Michelin-dekkin á Renault Magnum auka sparneytni bílsins og lækka rekstr- arkostnað. MYND/RENAULT TRUCKS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.