Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 18
18 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
kr
/k
g
ár
62
5
30
4
49
7
49
9
1999 2002 2005 2008
> Kílóverð á tekexi frá árinu 1999:
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Droplaug Erlingsdóttir vaknaði upp við vondan
draum. Hún skrifar öðrum til viðvörunar: Ég fór í
bankann um daginn til að fá greiðsluþjónustu. Þá
kom í ljós að undanfarin sjö ár hefur verið tekin
upphæð á milli 800-2000 krónur á mánuði af
vísareikningum mínum til að greiða fyrir netfang-
ið „@mmedia.is“. Ég bað um netfangið árið 2001 og
samþykkti að afborgun yrði tekin af vísakortinu.
Ég hef hins vegar ekki notað netfangið í um
sex ár en var, sökum almennrar heimsku,
búin að steingleyma þessari sjálfvirku
skuldfærslu. Í byrjun var upphæðin um
2000 kr. á mánuði en var komin í „einung-
is“ 800 kr. núna um
daginn þegar ég uppgötvaði
herlegheitin. Þar sem ég er greinilega „zombie“
með vísakortið og hafði ekki skoðað gaumgæfilega
hverja færslu gegnum tíðina – sem maður ætti svo
sannarlega að gera – þá er ég núna nokkrum
tugþúsundum króna fátækari og Ogvodafone þeim
sömu krónum ríkari.
Það getur verið dýrt að vera „zombie“ eins og
Droplaug komst að raun um. Endilega rennið nú
yfir hinn yndislega kreditkortareikning og gáið
hvort einhverjar gamlar og óþarfar færslur séu
enn að lufsast þar!
Öðrum til viðvörunar:
Lesið yfir
kortareikninginn!
„Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is
DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is
KREDITKORT
GETUR KOMIÐ
SÉR VEL
En passið ykkur
bara á sjálfvirku
skuldfærslunum!
„Mamma mín sagði
mér alltaf að það væri
gott að loka ísskápn-
um, svo að mörgæs-
irnar kæmu ekki og
borðuðu allan matinn,“
segir Alma Joensen, á
alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands.
„Einu sinni sat ég við opinn ísskáp-
inn klukkutímum saman og beið eftir
mörgæsum. Það komu aldrei neinar
mörgæsir en maturinn í ísskápnum
skemmdist hins vegar. Ég lærði
seinna að mörgæsir eru bara á Suður-
pólnum, en dró þá lexíu af atvikinu
að ef ísskápnum er ekki lokað ræki-
lega þá skemmist maturinn.“
GÓÐ HÚSRÁÐ
AÐ LOKA ÍSSKÁPNUM
■ Alma Joensen segist ekki kunna
mikið af húsráðum en lumar þó á einu
sem einfalt er að fylgja eftir.
Það getur munað meira en tvö þúsund
krónum á gashylkjum fyrir gasgrill. Verð á
áfyllingum er reiknað á kút en ekki í kíló-
um. Það getur því borgað sig að skoða verð
á áfyllingu og hylkjum gaumgæfilega.
Gaskútar koma í ýmsum stærðum og gerðum.
Algengastir eru níu kílóa kútar úr stáli. Þegar
gaskútur er keyptur í fyrsta sinn þarf að greiða
aukalega fyrir hylkið sem hann kemur í. Eftir þetta
eru aðeins keyptar áfyllingar.
Verðið á níu kílóa kútum hjá N1 og Skeljungi er
2.000 krónur. Hjá Olís er það ríflega fjórðungi dýrara
en þar kosta þeir 2.540 krónur.
Gasið sjálft er á svipuðu verði hjá stöðvunum
þremur þegar um er að ræða níu kílóa stálkút. N1 eru
með ódýrustu áfyllinguna á 3.570 krónur. Hjá
Skeljungi kostar hún 3.985 og hjá Olís er hún ekki
nema fjórum krónum dýrari. Plasthylki njóta sömu-
leiðis nokkurrar hylli. Þau eru léttari og meðfærilegri
en stálhylkin en á móti kemur að þau eru aðeins
dýrari.
Tíu kílóa plasthylki eru á mjög mismunandi verði
hjá olíufélögunum. Hjá N1 kostar hylkið 6.200 og hjá
Skeljungi er það á 7.200 krónur. Olís bjóða mun betur
en þar eru hylkin á 4.900 krónur.
Verð á áfyllingu á plastkút og stálkút er ekki
sambærilegt því sá fyrrnefndi er stærri. Hjá N1
kostar áfylling á 10 kílóa plastkút 3.965 krónur, hjá
Skeljungi kostar hún 4.395 krónur og hjá Olís er hún á
5.141 krónu.
Eins og sést er það samhengið á milli kúta og
áfyllingar sem skiptir mestu máli. Á níu kílóa
kútunum er það greinilega N1 sem hefur vinninginn
með samanlögðu verði upp á 5.570 krónur. Kútarnir
kosta það sama og hjá Skeljungi en áfyllingin er um
það bil 400 krónum ódýrari.
Heildarverð tíu kílóa plastkúta er lægst hjá Olís. En
þrátt fyrir að vera með lægsta heildarverðið borgar
sig ekki að fylla á hjá Olís því þar er áfyllingarverðið
hæst. Lækkunin skýrist af verðinu á hylkinu sem er
ekki nema 4.900 krónur. Best væri að kaupa kútinn hjá
Olís en fylla á hann hjá N1.
helgath@frettabladid.is
Verðmunur á kútum og
áfyllingu umtalsverður
VERÐMUNUR Það borgar sig að skoða verð á áfyllingu gaumgæfilega því verðumunur er nokkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
VERÐSAMANBURÐUR
Áfylling + Kútur = Samtals
N1:
Stálkútur 9 kg 3.570 + 2.000 = 5.570
Plastkútur 10 kg 3.965 + 6.200 = 10.165
Olís:
Stálkútur 9 kg 3.989 + 2.540 = 6.529
Plastkútur 10 kg 5.141 + 4.900 = 10.041
Skeljungur:
Stálkútur 9 kg 3.985 + 2.000 = 5.958
Plastkútur 10 kg 4.395 + 7.200 = 11.595
Í óformlegri könnun Fréttablaðsins á bjórverði í Reykjavík
kom í ljós að mest kostar að drekka hann við Austurvöll.
Á Café Paris kostar hálfur lítri 700 krónur og sömuleiðis
á Thorvaldsen bar. Á Organ og Sólon kostar hann einnig
700 krónur en á Prikinu, Næsta bar og Ölstofu Kormáks og
Skjaldar er hann lítið eitt ódýrari, á 650 krónur.
Lægsta verðið sem fannst var þó á Grand Rokk og Santa
Maria, þar kostar hann enn þá 600 krónur. Þegar komið var
á Dillon og Boston hafði verðið aftur hækkað í 700 krónur.
■ Verðlag
Bjórinn dýrastur við Austurvöll
Verð í auglýsingum á alltaf að vera rétt. Þetta kemur fram á heimasíðu Neyt-
endastofu.
Verðið er þó ekki bindandi í þeim tilfellum þar sem um prentvillu er að ræða
en þá verður auglýsandi að hafa upplýst um villuna áður en viðskiptin eiga sér
stað. Ekki er „hægt að krefjast þess að kaupa vöru eða þjónustu á verði sem
fram kemur í auglýsingu. Að gefa upp rangt verð af ásetningi brýtur þó í bága
við lög og getur neytandinn krafist bóta.“
Hafa skal í huga að þegar verð er auglýst verður það alltaf að vera endanlegt.
Það þýðir að virðisaukaskattur verður að vera innifalinn.
■ Auglýsingar
Verðið ekki alltaf bindandi
...alla daga
t...
r.
r
Allt sem þú þarft...
F é bl ð ð l d bl ð l d
FÖSTUDAGUR
8. FEBRÚAR 200
8
FYLGIRIT FRÉT
TABLAÐSINS
Þú getur alltaf treyst
á prinsinn
Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200
Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220
www.hafid.is
Fiskur á grillið
Prinsaspjót-tígrisrækjuspjót-túnfi sksteikur,
Lax í teriyaki og hunangs-stór humar,
Langa í reyktu chilli-Keila í indversku karry
Humarsúpa prinsins
„Verstu kaupin mín eru í rauninni
allt sem ég kaupi á Íslandi, því hér
er vont að kaupa allt. Þó stend-
ur bensínið auðvitað upp úr
sem alverstu kaupin,“ segir
Sturla Jónsson, vörubíl-
stjóri og baráttumaður.
„Þetta verðlag er eins
og hjá fávitum. Gallonið,
sem er tæpir fjórir lítrar,
kostaði 46 sent í Arab-
ísku furstadæmunum. Ég
segi bara, reiknaðu nú!“
Ef upplýsingar Sturlu eru
réttar þá kostar bensínlítrinn
rétt um 8 krónur þar. „Ég
er viss um að bensínið séu
ekki bara mín verstu
kaup, heldur verstu kaup allra
Íslendinga. Það geta allir verið
sammála um að verðlagið á bens-
íni hér sé á mörkum sturlunar.“
Sturla kveður bestu kaup sín
vera allt sem hann flytur inn
sjálfur, enda sé verðlagið hérlendis
spaugilegt, sérstaklega saman-
borið við Ameríku og Arabísku
furstadæmin. „Nærtækasta dæmið
er líklega vörubíllinn sem ég flutti
inn. Hann kostaði 8,9 milljónir
þegar ég flutti hann inn, tilbúinn á
götuna. Sambærilegur bíll kostaði
þá hér tólf til þrettán milljónir.
Svo er hann líka miklu ódýrari í
viðhaldi af því að það er allt miklu
ódýrara í Ameríku.“
NEYTANDINN: STURLA JÓNSSON VÖRUBÍLSTJÓRI
Ekki gott að kaupa neitt hér á landi