Fréttablaðið - 31.07.2008, Page 29

Fréttablaðið - 31.07.2008, Page 29
FIMMTUDAGUR 31. júlí 2008 3 Ýmis atriði varðandi stærð, áferð og form plantna geta breytt útliti garðsins. Þegar garður er hannaður er hægt að gera ýmislegt til að blekkja augað. Ef fólk vill að garðurinn virðist minni en hann er þá er gott að planta grófum plöntum, svo sem alparós, í fjarlægð, en fín- gerðum blómum, svo sem mistil- teini, í forgrunninn. Ef fíngerðum plöntum er plantað í fjarlægð og grófgerðum í forgrunninn virðist garðurinn stærri. Annað sem gott er að hafa í huga er form plantnanna og garðhús- gagnanna. Mælt er með því að hafa lítil form í litlum garði en stærri form í stórum garði. Ef fólk sækist eftir mikilli hreyfingu er hægt að spila saman stórum og litlum formum en ef sóst er eftir rólegri stemningu er ráðlegt að hafa formin af svipaðri stærð. Nánari upplýsingar er að finna á www.myidealgarden.com. - mþþ Garðar sem blekkja augu Staðsetning alparósarinnar hefur áhrif á það hversu stór garðurinn virkar. Með skipulagi heima fyrir getur flokkunin verið skemmtileg fyrir alla fjölskyldumeðlimi að taka þátt í. Að hrúga öllu upp í bílskúr- inn, kjallarann eða herbergi er ekki góð aðferð. Merkt ílát, hvort eð eru pokar eða önnur ílát, ein- falda verkið mjög. Á dagatalinu ættu ákveðnir dagar að vera merktir sem „Sorpu-dagar“ (eða nefndir eftir sorpstöð- inn þinni). Þannig hrannast ekki upp birgðir sem leiða bara til leiðinda. Græna tunna Reykjavík- urborgar er einungis venju- leg tunna sem sótt er sjaldnar en svartar sorp- tunnur og því er sorp- gjaldið lægra fyrir húseigendur. Bláa tunnan (Pappírs tunnan í Reykjavík) tekur við pappír af ýmsu tagi (dagblöðum, tímaritum, mark- pósti og öðrum prentpappír). Endurvinnslutunna Gámaþjón- ustunnar og í Grænu tunnu Íslenska gámafélagsins er sett: Dagblöð, tímarit, bæklingar, pappi, mjólkurfernur, plastum- búðir, niðursuðudósir og minni málmhlutir. Raf- hlöður og gler má ekki setja í Grænu tunnuna. Meira um alla hluti í garðinum á: http://www. natturan.is/ husid/1261/ Garðurinn – Endurvinnsla GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund Allir gömlu góðu réttirnir Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Alltaf góð ur! Allir gömlu góðu réttirnir og frábærar nýjungar Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Mynda-upphengibrautir sem hafa þann kost að ekki þarf að negla í veggi og er mjög auðvelt að breyta uppröðun eða bæta við myndum. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.