Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.08.2008, Qupperneq 10
 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR 40% afsláttur 1.099kr/kg GRÍSAHNAKKI Í BAKKA 1.834 kr/kg 41% afsláttur 1.595kr/kg KJÚKLINGABRINGUR SKINNLAUSAR 2.704 kr/kg Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...gómsætir bitar! TILBOÐIN GILDA 14. - 17. ÁGÚST w w w .m ar kh on nu n. is 40% afsláttur 50% afsláttur 349kr/kg TAÐREYKT BJÚGU 699 kr/kg 1.099kr/kg GRÍSAGÚLLAS 1.834 kr/kg IÐNAÐUR Fyrirtækið Verne Hold- ings auglýsti um síðustu helgi eftir tugum tæknimanna í störf í gagnaveri, sem rís á Keilissvæði. Framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, Þorvaldur Sigurðsson, segist finna fyrir miklum meðbyr með verinu. Stefnt sé á að rekstur hefjist haustið 2009. „En við viljum hafa tíma til að þjálfa starfsmennina. Sumir þeirra þurfa að vera virkir þátt- takendur í uppsetningunni,“ segir hann. Engar sérstakar hindranir standi í vegi fyrir því að af rekstr- inum verði. Ríkisstjórnin hafi sýnt verkefninu stuðning, sem og Reykjanesbær og fólk sem vilji vinna hjá Verne. „Það er ekki búið að skrifa undir samninga við hugsanlega viðskiptavini, en það lítur allt vel út,“ segir hann. Verne gerði samning um orku- kaup við Landsvirkjun, sem setti inn fyrirvara um að virkjað yrði í neðri hluta Þjórsár. „Og ég hef fulla trú á því að Landsvirkjun finni leiðir til að standa við sína samninga,“ segir Þorvaldur. Orkuþörfin yrði til að byrja með 25 megavött en frekari stækkun kemur til greina. - kóþ Verne Holdings segir mikinn meðbyr með gagnaverinu á Suðurnesjum: Tugir hátæknistarfa í boði ÚR NETÞJÓNABÚI Auglýst var eftir rafvirkjum, rafeindavirkjum, rafiðn- fræðingum, vélstjórum, vélfræðing- um, vélvirkjum, véliðnfræðingum og upplýsingatæknifólki í gagnaver Verne Holdings um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMFÉLAGSMÁL „Við fögnum þessari ákvörðun en hefðum talið eðlilegt að fá að vita hvað til stæði,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. Til stendur að byggja tæplega 130 ný hjúkrunar- rými í bæjarfélaginu næstu fjögur árin samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á þriðju- dag. „Það eina sem fast er í hendi er að bygging 44 hjúkrunarrýma í Boðaþingi er að hefjast í þessum mánuði,“ segir Gunnar. „Þar eiga síðar önnur 44 rými að bætast við auk þess sem rætt hefur verið um að fjölga hjúkrunarrýmum í Sunnuhlíð um fjörutíu.“ Tímaröðun framkvæmdanna sem síðar verður ráðist í hefur ekki verið ákveðin að sögn Gunnars. „Það er þó greinilegt að það á að gerast næstu fjögur ár samkvæmt áætlun ríkisstjórnar- innar.“ Fimmtán prósent af kostnaði við byggingu hjúkrunarheimilanna fellur á Kópavogsbæ en 85 prósent á ríkið að sögn Gunnars, sem gerir ráð fyrir að verkefnið muni kosta bæinn fimmtán til tuttugu milljónir á þessu ári. Einnig mun bærinn að mestu standa straum af kostnaði við að byggja þjónustumiðstöðvar við hjúkrunarheimili í bænum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir að í samvinnu við sveitarfélögin meðal annarra hafi verið unnið að mjög ítarlegri þarfagreiningu sem áætlun ríkis- stjórnarinnar byggi á. „Þörfin er langmest á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í Kópavogi, en fyrir liggur að byggt hefur verið of mikið víða út á landi þar sem fimmtíu til sextíu hjúkrunarrými standa auð,“ segir Jóhanna. „Við fögnum útspili ríkisstjórnarinnar,“ segir Helgi Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlun ríkisstjórnarinnar sem gerir ráð fyrir að hraða byggingu fjögur hundruð hjúkrunar- rýma og að einbýlum aldraðra verði fjölgað. „Við höfum barist fyrir betri aðstöðu í gegnum árin og að fólk geti verið eitt í herbergi sé þess óskað,“ segir Helgi. „Það eru breyttir tímar, stefna okkar er að fólk geti búið í einbýli og að óskyldir séu ekki hafðir saman í herbergi.“ Helgi telur mikilvægt að eldri borgurum bjóðist jafnframt þjónusta heim meðan þeir halda heilsu til að sjá um sig sjálfir. helgat@frettabladid.is Gunnar hefði viljað vera með í ráðum Bæjarstjórinn í Kópavogi fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma en hefði viljað vita hvað til stæði. Byggja á tæplega 130 hjúkr- unarrými í bænum næstu fjögur ár til að mæta þörf sem er einna mest þar. GUNNAR I. BIRGISSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ELDRI BORGARAR Landssamband eldri borgara fagnar áætlun ríkisstjórnarinnar um að byggja fjögur hundruð ný hjúkrunarrými á landinu öllu fram til ársins 2012. LÍKA NAUÐSYNLEGT AÐ MANNA HEIMILIN „Það er ljóst að ekki er nóg að byggja bara upp hjúkrunarrými heldur þarf að manna þau líka,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. „Eitt stóru verkefna velferðarkerfisins er að bæta kjör umönnunarstétta, meðal annars til þess að hægt sé að sinna uppbyggingu fyrir aldraða.“ Jóhanna segir að þrjár nefndir starfi nú að því hvernig ná eigi fram jöfnuði bæði hvað varðar kynbundinn launamun og kjör umönnunarstétta. „Þetta var allt rækilega bundið í stjórnarsáttmála og verið er að vinna að þessum málum,“ segir Jóhanna. „Áætlunar um hvernig taka eigi á þessum málum er að vænta í haust eða vetur, en niðurstaða liggur ekki enn fyrir.“ FLÓTTAMENN Paul Ramses, flótta- maður frá Kenía, verður færður til úr flóttamannahúsinu Sentrone og í aðra flóttamannamiðstöð. Á nýja staðnum verður hann að halda sig utandyra frá klukkan níu á morgnana og til klukkan fimm síðdegis. Spurður segist Paul ekki fá neina vasapeninga frá Ítölum og ekki megi hann starfa í landinu. Hann verður því að hafa önnur ráð til að verða sér úti um mat á dag- inn. „Í Sentrone er þó hægt að dvelj- ast allan daginn og lesa, ef maður hefur ekkert að gera. Næsti stað- ur verður bara til að sofa á,“ segir Paul. Rosemary Atieno, kona Ramses, segist enn bjartsýn á að maður hennar fái að koma til landsins. Dómsmálaráðherra hefur heitið niðurstöðu í mánuðinum um kæru Pauls Ramses vegna ákvörðunar Útlendingastofnunar um að senda hann til Ítalíu. „Já, ég vonast eftir að heyra góðar niðurstöður hvað úr hverju. Við höfum það ágætt hérna og eigum von á félagslegri aðstoð í september,“ segir Rosemary, sem ekki má vinna á landinu. kóþ Paul Ramses flóttamaður verður færður á nýjan dvalarstað á Ítalíu: Má ekki vera inni á daginn ROSEMARY ATIENO OG FÍDEL SMÁRI Rosemary segist hafa það ágætt á Íslandi, miðað við aðstæður. Paul Ram- ses tekur í sama streng, en kvíðir því að vera færður í nýja og verri flóttamanna- miðstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.