Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.08.2008, Qupperneq 16
16 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna > Verð á 0,7 lítra flösku af íslensku brennivíni HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS llí tr ar Ár 3. 01 0 2. 39 0 2. 59 0 2. 46 0 3. 18 0 3. 39 0 1998 2000 2002 2004 2006 2008 Ísland skipar sér á bekk með Bandaríkjamönnum og Aust- ur-Evrópuþjóðum í neyslu á transfitusýrum. Transfitu- sýrur, eða hert fita, verða til þegar olía er hert til þess að auka geymsluþol hennar. Þessi gerð fitu eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum auk þess að valda offitu og sykursýki 2. Herta fitu má finna í smjörlíki, steikingafeiti, örbylgjupoppi, kökum og kexi og frönskum kart- öflum. Hert fita er í öllum tilfellum óholl líkt og reykingar. Samkvæmt rannsókn yfirlæknis á Gentofte spítala í Danmörku um hámarksmagn hertrar fitu í mat- vælum kemur fram að meðaltals- magn í nokkrum fæðuflokkum er mest hjá Ungverjum eða 42 grömm af hundrað. Bandaríkjamenn eru í fimmta sæti með 36 grömm af hundraði og Ísland í því sjötta með 35 grömm. Líkur á hjarta- og æða- sjúkdómum eru taldar aukast um 25 prósent sé fimm gramma af hertri fitu neytt á dag. Dagleg með- alneysla Íslendinga er nú hátt á fjórða prósent. Guðlaugur Þór Þórðarson, heil- brigðisráðherra, segir það vel koma til greina að herða eftirlit með notkun hertrar fitu í matvæli. „Það liggur fyrir að offita er hættulegur faraldur og að við verð- um að huga að samsetningu fæðu okkar,“ segir hann. „Ég hef rætt um málið við sjávar- og landbúnað- arráðherra og er opinn fyrir breyt- ingum.“ Guðlaugur segir að sökum þess hve neikvæð áhrif hert fita hafi á heilsufar barna fagni hann allri umfjöllun um málið. Elva Gísla- dóttir, næring- arfræðingur og verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð, segir það alls ekki nauðsynlegt að taka vörur með þessari gerð af fitu af mark- aði, „þvert á móti, það má auðveld- lega nota einómettaða eða fjöló- mettaða fitu í staðinn.“ Árið 2003 voru Danir fyrsta þjóð- in í heiminum til að setja reglur sem kveða á um að ákveðnar vörur megi ekki innihalda meira en tvö grömm af hertri fitu af hverjum hundrað. Einu undantekningarnar ná til matvöru sem inniheldur herta fitu af náttúrunnar hendi. Meðaltalsmagn Dana fór úr 30 grömmum af hundraði niður í 0,4 grömm eftir að bannið tók gildi. Bandaríkjamenn hafa sett nýjar reglur um merkingar matvæla auk þess sem New York, Fíladelfía og Kaliforníu-ríki hafa bannað eða ætla að banna fituna. Hér á landi eru engin lög um takmörkun eða merkingar hertrar fitu. Engar reglur til enn um herta fitu í matvælum FISKUR OG FRANSKAR Á SKYNDIBITASTAÐ Hertu fitunni má sleppa og í staðinn setja hollari fitu. Gæðin verða þau sömu. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Stundum er eins og það vanti eitt- hvað í matinn sem erfitt er að henda reiður á. Þá má nota engifer til þess að leiða bragðtegundirnar saman. Einu gildir hvort um pottrétti, súpur, sósur eða salöt er að ræða. Þurrkað engifer er svo milt á bragðið að það verður ekki yfirgnæfandi nema í stór- um skömmtum. Með ferskt engifer er vissara að fara varlega. Engifer getur unnið vel með sterku hvítlauksbragði og mildað það til muna án þess að tapa bragðgæðun- um. Ekki þarf nema hálfa til eina teskeið til þess að finna muninn. GÓÐ HÚSRÁÐ ENGIFER BÆTIR MATINN ■ Það má auðveldlega bragðbæta mat með því að nota engifer. Óeðlilegt að greiða dráttarvexti ef ómögulegt er að greiða fyrr: Greiðsluseðlar berast of seint Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is Sumir kjósa að greiða alla sína reikninga sjálfir í netbönkum, aðrir nota greiðsluþjónustu og enn aðrir fara sjálfir með greiðslu- og gíróseðlana sína í bankann og borga þá þar. Samviskusamir greiðendur kjósa að borga reikningana sína á gjald- daga. Að minnsta kosti fyrir eindaga. Fréttablaðinu barst bréf frá neytanda: Mig langaði til að vekja athygli neytendavaktarinn- ar á þessu: ég er með erlent lán hjá Frjálsa fjárfesting- arbankanum. Bankinn sendir hins vegar greiðslu- seðla alltaf svo seint út að það er ómögulegt að ná að borga þá á réttum tíma. Ég var til dæmis núna að fá greiðsluseðil frá þeim með gjalddaga 5. ágúst og eindaga 11. ágúst. Seðillinn er hins vegar ekki póstlagður frá þeim fyrr en föstu- daginn 8. ágúst og kemur í mínar hendur á mánudeginum 11. ágúst. Sem sagt sama dag og mér berst seðillinn þá er síðasti séns að greiða án dráttar- vaxta. Svona er þetta í hvert sinn sem ég fæ greiðsluseðla frá þeim. Má þetta? Kv. Snæfríður. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttar- sviðs Neytendastofu, segir að auðvitað eigi fólki að vera kleift að greiða greiðsluseðl- ana sína á réttum tíma. „Miðað við þessar upplýsing- ar þá er óeðlilegt að greiða dráttarvexti og annan kostnað sem fellur á lánþega greiði hann ekki á gjalddaga,“ segir Þórunn. Við þetta má bæta að auðvitað verður að ræða svona mál við viðeigandi banka og taka mið af því hvort greiðsluseðill berist í netbanka eða ekki. Ef kostnaður félli á mig vegna þess að bankinn sendi mér greiðsluseðlana sem ég nota of seint, þá myndi ég fara fram á endurgreiðslu þeirra gjalda sem á mig hefðu fallið. Gefið að ekki hefði verið samið um annað. REIKNINGUR GREIDDUR Í HEIMABANKA Nú kjósa margir neytendur að greiða reikningana sína sjálfir heima hjá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þrátt fyrir verðbólgu og gengishrun jókst verslun Íslendinga í dagvöruverslun- um í júlí um 22 prósent frá því í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gerði úttektina. Þrátt fyrir verðlagshækkanir jókst velta í áfengissölu til dæmis um 26 prósent. Ef miðað er við fast verðlag jókst dagvöruversl- unin um þrjú prósent, sala áfengis um 17 prósent og verslun með föt um tæp fjögur prósent. Vert er að taka fram að verslun á Íslandi er orðin mun hagstæðari fyrir erlenda ferða- menn en á sama tíma í fyrra. ■ Verslun Íslendingar versla meira í verðbólgunni „Bestu kaupin eru án nokkurs vafa mótorhjólið mitt,“ segir Sylvía Guð- mundsdóttir, formaður Sniglanna. „Ég keypti hjólið í gegnum vefsíðuna eBay á afmælisdaginn minn, annan í jólum árið 2005, og komst að því að stundum borgar sig að taka áhættu og kaupa beint af einstaklingum.“ Hjólið er af gerðinni BMW K1200 RS og er það eina sinnar tegundar á landinu. „Ég gat kynnt mér eigandann vel gegnum heimasíðu og fékk hjólið síðan sent með flugi frá Bandaríkjunum,“ segir Sylvía. „Hjólið hefur reynst mér rosalega vel og ég mun aldrei tíma að selja það þó að ég kaupi mér nýtt hjól síðar.“ Sylvía byrjaði strax í janúar árið eftir að hjóla á nýja mótorhjólinu. „Það hefur fylgt mér margar ferðir um landið og jafnvel stendur til að taka Evróputúr á hjólinu við gott tækifæri.“ Verstu kaup Sylvíu eru aftur á móti Microsoft Office pakki sem hún fjárfesti í á netinu. „Ég asnaðist til þess að kaupa pakkann á netinu og borgaði fyrir það morð fjár, bara vegna þess að ég var svo óþolinmóð.“ NEYTANDINN: SYLVÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, FORMAÐUR SNIGLANNA Tók áhættu í mótorhjólakaupum á eBay
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.