Fréttablaðið - 14.08.2008, Side 23

Fréttablaðið - 14.08.2008, Side 23
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Stefán Pálsson hefur lengi haft mikinn tískuá- huga og honum finnst gaman að klæðast fötum sem ekki sjást á hverju götuhorni. „Ég ferðast mikið og reyni yfirleitt að koma við í fata- búðum og versla í leiðinni,“ segir fimleikamaðurinn Stefán Pálsson. Hann æfir með Ármanni og var til dæmis að koma heim úr æfingabúðum frá Danmörku á sunnudag. „Síðan er ég mikill skíðamaður og fer gjarnan í skíða- ferðir. Þá reyni ég að hafa uppi á flíkum og skóm sem ég veit að fáir eiga heima.“ Stefán heldur til dæmis mikið upp á „old school“ Adi- das jakka sem hann keypti í New York fyrir nokkrum árum. „Hann minnir mig helst á amerískan lúðrasveit- arjakka,“ segir Stefán enda blár með gulum röndum. Hann segist klæðast frekar þægilegum fötum frá degi til dags og gengur gjarnan í merkjum á borð við Quicksilver og Billabong. „Um helgar skelli ég mér þó í aðeins herralegri föt og þá gjarnan V-hálsmálsboli, jakka og leðurskó.“ Stefán segist fremur vandlátur á föt og hafa nokkuð dýran smekk. Hann lætur því líða svolítið á milli fata- kaupa. Hann æfir nú fyrir Evrópumeistaramótið í fim- leikum sem haldið verður í Belgíu í október og á von á því að nota lausan tíma til að kíkja í búðir. vera@frettabladid.is Leitar uppi sérstök föt Stefán keypti þennan óvenjulega Adidas jakka í New York fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SETIÐ VIÐ NÁMIÐ Ungir námsmenn þurfa góða aðstöðu til þess að geta einbeitt sér að heimanáminu. Hentug skrifborð fást í mörgum verslunum. HEIMILI 4 SOKKAR UM HÁLSINN Ingema Andersen skartgripahönnuður sýnir litrík hálsmen úr sérstökum efnivið á skörinni hjá Handverki og hönnun. TÍSKA 2 COMB &CARE Fæst í apótekum um land allt. Sjampó og næring til varnar flóka • Mild formúla sem svíður ekki undan. • Sterkt flókavarnarefni fyrir sítt hár. • Hárið verður hreint, mjúkt og viðráðanlegt. • Endingargóður ilmur. Flókasprey og flókahárkrem • Verndar raka hársins með B5 vítamíni. • Fjarlægir flóka, auðveldar greiðslu og verndar hreinlæti hársins. • Endingargóður ilmur. Auðvelt í notkun – frábær árangur (Lúsaforvörn) Lúsin helst síður í vel hirtu hári. Inniheldur rósmarín sem fælir lúsina frá. F A B R I K A N Risaklattar að hætti Jóa Fel Hafrafittness

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.