Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 14.08.2008, Qupperneq 34
Miðstöð símenntunar á Suðurnesj- um býður upp á skriðsundnámskeið fyrir fullorðna. Ingi Þór Einarsson er leiðbeinandi á námskeiðinu en hann er þjálfari landsliðs fatlaðra í sundi. Námskeiðið hefst fyrstu vik- una í október og segir Ingi svona námskeið alltaf vel sótt. „Það er mjög gaman að kenna þessi námskeið því strax eftir fyrsta tímann er fólk búið að upp- götva að þetta er hægt og spyr oft af hverju enginn hafi sagt þeim þetta fyrir fimmtíu árum.“ Ingi segir muninn á bringusundi og skriðsundi liggja í önduninni og í skriðsundi vefjist fyrir fólki að synda með andlitið í kafi. „Í bringusundi er hægt að synda með höfuðið upp úr og fólk þarf ekki að takast á við það að fara í kaf. Nám- skeiðið gengur út á að kenna fólki það og um leið og fólk nær því þá er miklu auðveldara að synda skriðsund en bringusund,“ fullyrð- ir Ingi. Aldurshópurinn sem sækir skriðsundnámskeiðin spannar frá þrítugu til sjötugs. Námskeiðið verður tíu skipti og eru þá lang- flestir orðnir vel syndir. „Það fer aðeins eftir því hvað fólk lætur sig fljótt hafa það að fara með andlitið ofan í.“ - rat 14. ÁGÚST 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Bláa lónið er heit blanda af ferskvatni og hafinu sem seytl- ar inn í hraunið á Reykjanesi. En hvaða efni eru í lóninu og hver eru áhrif þeirra? Því svarar Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri. „Þetta lón er einstakt í heiminum vegna virkni sinnar á húðina. Í því eru tvenns konar þörungar, kúlu- þörungar og þráðþörungar og virk efni í þeim draga úr öldrun húð- arinnar. Þau eru bæði fyrirbyggj- andi og bætandi, samkvæmt rann- sóknum sem voru gerðar bæði á húð og í rannsóknarstofu í Þýska- landi,“ byrjar Magnea og held- ur áfram. „Í öðru lagi vil ég nefna kísilinn. Hann hreinsar húðina og styrkir ysta varnarlag hennar og hefur reynst sérstaklega vel gegn psoriasis. Hér eru líka steinefni. Við þekkjum það að gott er að setja sölt í baðkarið því þau endurnæra húðina og viðhalda jafnvægi henn- ar. Hér eru þau frá náttúrunnar hendi.“ Magnea segir virku efnin í lón- inu ekki aðeins í húðvörunum held- ur líka notuð við dekurmeðferðir sem fara fram í lítilli vík í lóninu og lýsir þeim nánar. „Í einni með- ferðinni er húðin skrúbbuð með blöndu af Bláalónssöltum og olíum og í kísil- og saltskrúbbi er notuð blanda af þessu tvennu ásamt nuddi. Svo er orkugefandi og nær- andi þörungameðferð þar sem lík- aminn er vafinn með þörunga- vafningi og boðið er upp á slök- unarnudd frá tíu mínútum upp í klukkustund.“ Steinsnar frá Bláa lóninu er heilsuhótelið Lækningalind með gistingu, innilóni, og „betri stofu“ með einkabúningsherbergjum. Að sögn Magneu er þar veitt meðferð við psoriasis en hluti herbergjanna er leigður almennum gestum sem vilja ná sér í góða hvíld í einstöku umhverfi. „Fólk er í svo sterkum tengslum við náttúruna hér við lónið,“ segir hún „og mannvirkin falla vel að þeirri náttúru.“ - gun Einstök virkni á húð „Fólk er í svo sterkum tengslum við náttúruna hér,“ segir Magnea kynningarstjóri Bláa lónsins. MYND/ELLERT RÚNARSSON Þörungarnir hafa verið einangraðir í Bláa lóninu og á rannsóknar- og þróunarsetri þess eru þeir ræktaðir til notkunar í húðvörurnar. Ingi Þór Einarsson sundþjálfari segir alltaf skemmtilegt að kenna skriðsundnámskeið fyrir fullorðna. MYND/VILHELM Fullorðnir á skriði Skriðsundnámskeið Inga Þórs hefst í fyrstu viku októbers. MYND/INGIGERÐUR SÆMUNDSDÓTTIR ALLA VIRKA DAGA Hádegistilboð kr. 900 ÞÖKKUM GÓÐAR VIÐTÖKUR S: 588 8588
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.