Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 4
4 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR REYKJAVÍK Hanna Birna Kristjáns- dóttir verður nýr borgarstjóri Reykjavíkur eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkur kynntu nýjan meirihluta á ellefta tímanum í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn sleit sam- starfi við Ólaf F. Magnússon fyrr um daginn. Óskar Bergsson, odd- viti Framsóknarflokks, verður formaður borgarráðs. Grundvöllur málefnasamnings nýbakaðs meirihluta mun byggja á gamla málefnasamningi Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks frá því fyrr á kjörtímabil- inu. Fullgerður málefnasamningur verður kynntur á borgarstjórnar- fundi á fimmtudaginn í næstu viku. Þá verður verkaskipting flokkanna einnig kynnt. Hanna Birna og Óskar Bergs- son áttu um tveggja klukku- stunda fund í Ráðhúsinu í gær- kvöldi og sögðu hann hafa gengið vel. „Ólafur var ekki sáttur eins og gefur að skilja,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir aðspurð um viðbrögð Ólafs við samstarfs- slitunum. „Í dálítið langan tíma hefur verið ágreiningur uppi um stór og mikilvæg mál. Að okkar mati var skortur á nauðsynlegri málamiðl- un,“ sagði Hanna Birna um ástæðu þess að slitnaði upp úr samstarf- inu við Ólaf. Hún ítrekaði að þetta snerist ekki um persónu Ólafs. Óskar Bergsson, tilvonandi for- maður borgarráðs, segir að form- legar viðræður við Sjálfstæðis- flokkinn hafi ekki hafist fyrr en í gær en ákveðnir aðilar innan beggja flokka hafi rætt sín á milli undanfarna daga. Óskar gerir ráð fyrir því að Marsibil Sæmundsdóttir, vara- maður hans, sitji í ráðum og nefnd- um á vegum Framsóknarflokks- ins, en Marsibil styður ekki samstarf með Sjálfstæðisflokkn- um. „Ég og Marsibil ræddum þetta í dag og hún veit að ég er í þessum viðræðum hér og það er tiltölu- lega breitt bakland bakvið mig í Framsóknarflokknum. Það eru hins vegar skiptar skoðanir eins og gengur, þannig að það er eðli- legt að fólk taki sér tíma til að hugsa þetta,“ sagði Óskar í gær. Nýi meirihlutinn er fjórði meiri- hlutinn á þessu kjörtímabili og jafnframt sá fjórði á tæplega einu ári. Meirihlutinn með Ólafi stóð í um tvöhundruð daga. vidirp@frettabladid.is Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 20° 14° 19° 19° 21° 22° 19° 14° 18° 29° 27° 18° 21° 25° 25° 32° 21° Á MORGUN 3-13 m/s, stífastur vestan til. SUNNUDAGUR 5-10 m/s. 12 14 13 8 12 12 12 17 13 15 15 8 10 11 9 6 4 5 5 3 7 9 10 13 14 19 16 14 13 13 13 14 17 FJÖLBREYTT HELGI Veðurhorfur helgar- innar eru bestar fyrir norðanvert landið. Þar má bú- ast við björtu veðri með hlýindum. Köfl óttara verður það á Austurlandi. Um sunnan og vestanvert landið verður skýjað og hætt við vætu, einkum á sunnu- deginum. Hlýnandi veður. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BORGARMÁL „Sjálfstæðisflokkur- inn hefur átt við ramman reip að draga en virðist ætla að halda þessum farsa til streitu,“ segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. „Það eru vonbrigði að Óskar Bergsson skuli kjósa að yfirgefa þetta góða samstarf félags- hyggjuflokkanna í Reykjavík“ segir Svandís. „Nú tekur við nýr mjög veikur meirihluti sem stendur og fellur með einum manni frá litlu framboði með mjög lítið fylgi.“ - ht Oddviti Vinstri grænna: Farsanum hald- ið til streitu NÝR MEIRIHLUTI Í BORGARSTJÓRN STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristj- ánsdóttir verður fjórði borgar- stjóri Reykjavíkur á kjörtímabil- inu. Um leið verður hún tuttugasti borgarstjórinn frá upphafi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð borgarstjóri eftir kosning- arnar í maí 2006 og gegndi starfinu í sextán mánuði. Dagur B. Eggertsson var borgarstjóri í rúma þrjá mánuði, frá miðjum október 2007 til janúarloka 2008, og Ólafur F. Magnússon var borgarstjóri í tæpa sjö mánuði, frá janúarlokum. Hanna Birna er tuttugasti borgarstjóri Reykjavíkur frá stofnun embættisins 1908. Hún er jafnframt fjórða konan sem gegnir starfinu. - bþs Hanna Birna Kristjánsdóttir: Sú fjórða og tuttugasta NÝR BORGARSTJÓRI Hanna Birna Kristjánsdóttir verður fjórði borgarstjórinn í jafn mörgum meirihlutum á einu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL „Ég get ekki sagt að samstarfið við Ólaf hafi verið mistök en allir vonuðust til þess að það myndi ganga betur,“ segir Geir Haarde forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins. „Það var gerð tíu mánaða tilraun sem gekk ekki upp“. „Ég er mjög ánægður með að þessir tveir flokkar hafi náð saman,“ segir Geir. „Ég tel alveg víst að þessi meirihluti muni sitja út kjörtímabilið og að stjórn borgarinnar muni nú falla í eðlilegar skorður. Breytingin núna mun styrkja báða flokkana í borginni og á landsvísu.“ - ges Misheppnaðri tilraun lokið: Stjórnin í eðli- legar skorður GEIR HAARDE Fjórði meirihlutinn á einu ári staðreynd Hanna Birna Kristjánsdóttir verður nýr borgarstjóri Reykjavíkur. Óskar Bergs- son verður formaður borgarráðs. Ólafur F. Magnússon var ekki sáttur við sam- starfsslitin. Þetta er fjórði meirihlutinn á rétt rúmum þrjú hundruð dögum. FYRSTI KOSSINN Þó þau hafi ekki kysst rjóða vanga þá innsigluðu þau nýjan meirihluta með kossi á kinn. VÍSIR/BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON STJÓRNMÁL „Það er náttúrulega mjög ömurlegt að ekki skuli vera meiri festa í málefnum borgarinn- ar. Það eykur ekki tiltrú almennings á stjórnmálum,“ segir Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins. „Það er furðulegt ef það skella skuldinni á Ólaf. Sjaldan veldur einn ef tveir deila - hvað þá ef átta deila. Mér sýnist ekki vera eining í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins,“ segir Guðjón og bætir. „Það er ljóst að menn verða að læra að vinna saman. Það er ekki gæfulegt að mynda fjóra meiri- hluta á einu kjörtímabili.“ - ges Guðjón Arnar Kristjánsson: Ömurlegt og eykur ekki tiltrú BORGARMÁL Margréti Sverrisdótt- ur, varaborgarfulltrúa F-lista, var ekki boðið að taka við af Ólafi F. Magnússyni, í því skyni að endur- reisa Tjarnarkvartettinn. „Ég held nú að Ólafur sé ekkert óðfús að afhenda mér kyndilinn, þótt það sé ekki útilokað,“ segir hún. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur hökt ákaflega veiklaður í langan tíma,“ segir Margrét um tíðindi gærdagsins. Hún telur „ekki fýsi- legt fyrir neinn að taka við sem fjórði meirihlutinn“. Margrét segir Sjálfstæðisflokk- inn næsta óstarfhæfan. „Þeir reyna að setja það í þann búning að þeir sé að mynda aftur gamla góða meirihlutann sem sprakk vegna REI, en það er ekki alveg nógu sannfærandi því Björn Ingi er hættur og annar kominn í staðinn. Henni gremst að Framsóknar- flokkurinn „skuli alltaf vera þessi hækja“. Verði af samstarfinu, sé það slæm ákvörðun Óskars að koma sér í nánast sömu stöðu og Ólafur F. var í áður. Hún býst þó við að nýr meirihluti verði smurðari og meira samráð milli oddvitanna. - ht, - kóþ Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Ólafs F. Magnússonar: Var ekki boðið að taka við STJÓRNMÁL „Sjálfstæðismenn uppskera eins og til var sáð í upphafi samstarfsins. Valdatafl og hrossakaup flokksins síðasta vetur voru óboðleg. Nú hefnist flokknum maklega,“ segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri Grænna. „Flokkurinn birtist eins og prinsipplaus flokkur og ljóst er að hann á mikið verk eftir við að byggja upp traust aftur bæði í borginni og á landsvísu.“ Um samstarfsflokk sjálfstæðis- manna segir Steingrímur: „það er dapurlegt hlutskipti að hlaupa til sem hækja og hjól undir valda- vagn Sjálfstæðisflokksins.“ - ges Steingrímur J. Sigfússon: Valdatafl og hrossakaup STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON MARGRÉT SVERRISDÓTTIR GUÐJÓN ARNAR GENGIÐ 14.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 156,7428 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 80,82 81,2 151,26 152 120,43 121,11 16,144 16,238 15,026 15,114 12,844 12,92 0,7366 0,741 127,62 128,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.