Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 28
fréttir Hinn ungi og efnilegi fatahönnuður, Mundi, eða Guð- mundur Hallgrímsson, mun kynna nýja vorlínu sína á skemmtistaðnum Nasa í kvöld. „Tískusýningin verður frekar óvenjuleg í sniðinu, við viljum uppljóstra sem minnstu þar sem hún á að koma áhorfendum á óvart. En ég lofa að þetta verður tryllt og lífleg sýning,“ segir Arna Sigrún Haraldsdóttir sýningarstjóri – en fyrri sýningar Munda hafa vakið mikla athygli fyrir frumlegar uppsetningar. „Við fáum hljómsveitir og plötusnúða til þess að spila undir og svo verður blásið til veislu í lok kvöldsins,“ segir Arna. Mundi varð fyrst þekktur fyrir peysur sem hann hóf að hanna á meðan hann var við nám í grafískri hönnun í Listaháskólanum. Hann hætti að lokum námi vegna anna, þegar fatalína hans undir merkinu Mundi hafði stækkað ört. Fyrsta heila fatalína Munda var til að mynda sýnd á tískuvikunni í París og seldist strax til tíu búða um allan heim. Flíkur frá honum eru því fáanlegar í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. Umfjall- anir um hönnun hans hafa þar að auki birst í tímarit- um á borð við Surfacek, V-Magazine og Elle. Tískumógúlar landsins geta því hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld. „Við sendum út boðskort. Þeir sem ekki hafa fengið slíkt geta reynt að koma sér í mjúkinn hjá dyravörðunum,“ segir Arna kímin. Mundi kynnir nýja vorlínu Mundi hefur getið sér gott orð sem fatahönnuður þrátt fyrir ungan aldur. MYND/ANTON V ið erum að leita að leikurum og lærðum svið- slistamönnum í öll hlutverk,“ segir Ívar Örn Sverrisson, leikari og leikstjóri sýningar- innar Óþelló eftir Shakespeare, sem verður frumsýnd 22. september næstkomandi, en sýningin er hugmynd og framleiðsluverkefni Ívars og Ólafs Þorvaldz leikara. „Óþelló er farandsýning sem við munum æfa upp á fimm vikum og fara með í alla menntaskóla lands- ins. Útgangspunktur okkar í túlkuninni á Óþelló er ástin í átökum við höfuðsyndirnar sjö, en auk leik- ara leitum við að jaðarsportiðkendum svo sem BMX „flatlander“, skeiturum og Parkour-iðkendum til að krydda sýninguna, gefa henni kraft og flæði,“ út- skýrir Ívar, en Parkour er ákveðin stefna sem varð til í Frakklandi fyrir tíu árum og gengur út á að fram- kvæma samfellda hreyfingu og komast sem hraðast á milli staða án þess að láta nokkuð stoppa sig. Opnar prufur fyrir hlutverk í Óþelló verða haldn- ar á morgun, laugardaginn 16. ágúst, en frekar upp- lýsingar má nálgast á heimasíðunni othelloparkour. blogspot.com. Ívar Örn Sverrisson mun leikstýra Óþelló, en sýningin er hugmynd og framleiðslu- verkefni Ívars og Ólafs Þorvaldz leikara. É g legg mikið upp úr því að hanna föt sem eru klæði- leg á konum, sama hvernig þær eru í vextinum,“ segir Katla Hreiðardóttir, sem rekur og á verslunina Volcano design á Skúlagötu 63 ásamt kærastanum sínum, Gunnari Páli Viðarssyni, en verslunin er einnig á netsíð- unni volcanodesign.org. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að opna búð var sú að það eru fá verkefni í innanhúss- hönnun þessa stundina, en ég er að læra innanhússarkitektúr í Barce- lona. Gunnar hvatti mig áfram og þó svo að það sé ekki mikill pen- ingur í þessu finnst mér gaman að prófa mig áfram í fatahönnun- inni,“ segir Katla sem saumar og hannar sjálf fötin sem hún selur, en hún lauk stúdentsprófi af list- námsbraut frá Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ með sérsvið í text- ílhönnun og nam búðarhönnun og sölusálfræði í Danmörku áður en hún fór að læra innanhússarki- tektúr. „Fötin sem ég hanna eru undir miklum áhrifum götutískunnar í Barcelona, en ég hef líka allt- af verið voðalega hrifin af Japan og á von á stuttum kimono-jökk- um,“ segir Katla sem selur einn- ig skart og töskur sem hún flytur inn frá Bandaríkjunum. „Það sem er vinsælast eru ermar sem er hægt að breyta með því að draga upp í vængi og svo hettur sem eru fóðraðar með flísefni og eru með vösum fyrir veski, síma og fleira,“ bætir hún við. Aðspurð segist Katla halda aftur út til Barcelona á haustmánuð- um, en þá mun versluninni á Skúla- götu verða lokað. „Við ætlum að loka í okt- óber svo við von- umst til að selja sem mest þangað til, en það verður áfram hægt að nálgast vörur í gegnum netversl- unina og svo stefnum við á að opna aftur næsta sumar,“ segir Katla að lokum. alma@frettabladid.is Katla Hreiðarsdóttir í versluninni Volcano design Götutíska Barcelona heillar Katla hannaði bux- urnar meðal annars undir áhrifum götutísk- unnar í Barcelona. Í Volcano design fást bæði hett- ur, ermar, töskur og skart. ÍVAR ÖRN SVERRISSON LEIKARI HELDUR OPNAR PRUFUR Ráðið í hlutverk fyrir Óþelló „Ég ætla að fara í óvissuferð,“ segir Guð- mundur Steingrímsson, rithöfundur og tónlistarmaður. „Við fjölskyldan gáfum pabba [Steingrími Hermannssyni, fyrrver- andi forsætisráðherra] óvissuferð í átt- ræðisafmælisgjöf.“ Guðmundur vill skiljanlega ekki gefa mikið upp um ferðina en segir þó að stórfjölskyldan fari með „afmælisbarninu“. „Það er kannski ekki hægt að tala um afmælisbarn í tilviki áttatíu ára manns. En svona er nú íslensk- an skemmtileg.“ „Föstudagskvöld- ið verður bara rólegt og gott með frænda, barni og kærustu. Við eldum góðan mat.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Guðmundur Steingrímsson, rithöfundur og tónlistar- maður Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjórn Sunna Dís Másdóttir sunna@frettabladid.is Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Marta María Jónasdóttir martamaria@frettabladid.is Forsíðumynd Gunnar V. Andrésson Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR Katla Hreiðars- dóttir eigandi Vol- cano design í einni af hettunum vinsælu sem hún hannaði og saum- aði sjálf. Leyndarmálið felst í lögmáli aðdráttaraflsins. Allt sem gerist í lífinu löðum við að okkur. Leyndarmálið er falið innra með hverjum og einum og möguleikarnir eru endalausir. HUGLEIKUR SITUR VIÐ SKRIFTIR Myndasagnahöfundurinn vinsæli Hugleikur Dagsson dvelur nú fyrir norðan, þar sem hann situr við skriftir. Hugleikur á ættir að rekja til Tjarnar í Svarfaðardal, en afi hans er Hjörtur, bróðir Kristjáns Eldjárns og rithöfundurinn og teiknarinn er því af forsetaættum. Hugleikur er nú að vinna að næsta bindi í „Okkur- seríunni“. Það verður fimmta bind- ið í þeirri röð og jafnframt hið síð- asta. Bókin kemur út samhliða því að Hugleikur heldur myndlistarsýn- ingu um miðjan næsta mánuð. 2 • FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.