Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 56
36 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR PEKING 2008 Björgvin Páll Gústavsson heldur áfram að stimpla sig rækilega inn í íslenska landsliðið en hann varði 22 skot í leiknum gegn Kóreu. Fór hreinlega hamförum og hélt íslenska liðinu inni í leiknum á köflum en það dugði því miður ekki til. „Ég hitti á ágætis leik í dag en það er samt hægt að leggja dæmið upp þannig að ég hafi varið tveim skotum of lítið,“ sagði Björgvin Páll hógværðin uppmál- uð í leikslok. „Ég er með mikið sjálfstraust og maður reynir að njóta þess að vera hérna. Við stöndum allir saman í þessu og það er gott að finna traustið frá vörninni og öllum öðrum,“ sagði Björgvin Páll. – hbg Björgvin varði afar vel: Er með mikið sjálfstraust PEKING 2008 Það var grátlegt að horfa upp á tap íslenska hand- boltalandsliðsins gegn Suður- Kóreu í gær. Strákarnir fóru illa með fjölmörg dauðafæri og það síðasta á lokasekúndum leiksins. Það hafnaði í slánni og Kóreubúar fögnuðu eins marks sigri, 21-22. Leikurinn fór mjög rólega af stað og ljóst að fyrstu tveir leik- irnir höfðu tekið sinn toll hjá báðum liðum. Hinir pólsku dómar- ar leiksins virkuðu einnig þreyttir og byrjuðu fljótlega að dæma á hina furðulegustu hluti. Íslenska vörnin var í standi strax frá upphafi og hæðarmunur- inn á liðunum sýndi sig er íslenska hávörnin tók hvert skotið á fætur öðru. Fyrir aftan þessa sterku vörn stóð Björgvin Páll og varði eins og berserkur. Sóknarleikur- inn var aftur á móti dapur og það var í raun aðeins Logi Geirsson sem ógnaði af einhverju viti í sókninni þegar hann skoraði þrjú mörk í röð. Hálfleikstölur voru í takti við gönguboltann sem boðið var upp á, 9-10 fyrir Kóreu. Síðari hálfleik- ur byrjaði ekki vel. Kórea skoraði fimm af fyrstu sjö mörkunum og komst í þægilega stöðu. Á þessum tíma gekk hvorki né rak í sóknar- leiknum og Björgvin Páll hélt Íslandi á floti með stórbrotinni markvörslu. Strákunum gekk ekkert að brjóta sér leið framhjá frábærri vörn Kóreubúa. Þeir voru geysi- lega hreyfanlegir og í íslensku leikmönnunum án þess að snerta þá mikið. Fyrir vikið fengu íslensku strákarnir dæmda á sig fjölda ruðninga en vörnin hjá Kór- eumönnum var það vel útfærð að þeir misstu mann aðeins einu sinni af velli og það var rangur dómur eins og svo margir hjá pólska par- inu. Ísland vann sig smám saman inn í leikinn og fékk tækifæri til þess að jafna nokkrum sekúndum fyrir leikslok en Ásgeir Örn var mjög óheppinn því vippa hans fór í slána og út. Hrikalegt. Þrátt fyrir tapið er hægt að taka margt jákvætt úr leiknum. Vörnin var enn og aftur frábær með Ingi- mund í aðalhlutverki á ný. Fyrir aftan hann var svo Björgvin í fantaformi allan leikinn og athygl- isvert að nýliðarnir séu að skara fram úr. Undirritaður man annars ekki eftir því hvenær íslenskur landsliðsmarkvörður lék síðast vel í 60 mínútur. Það er sorglegt að vinna ekki leiki þegar þessir hlutir eru í lagi. Strákarnir geta annars engum um kennt nema sjálfum sér. Þeir voru að skjóta ákaflega illa allan leikinn og voru klaufar oft á tíðum. Sóknarleikurinn var rysjóttur en miklu meira framlag vantaði frá Ólafi Stefánssyni og Snorri náði ekki alveg að fylgja eftir fyrstu leikjunum sínum en Kóreubúarnir pressuðu hann nánast út á miðju. Eina alvöru ógnunin í sókninni kom frá Loga Geirssyni. Alexand- er var líka duglegur að reyna en hlutirnir voru ekki að detta fyrir hann. Guðjón Valur skilaði síðan sínu vel líkt og venjulega. Leikur hinna glötuðu tækifæra Strákarnir okkar voru algjörir klaufar að leggja ekki Suður-Kóreu í Peking í gær. Þeir gerðu í raun allt rétt í leiknum nema nýta dauðafærin. Það reyndist eðlilega dýrkeypt. ÞVERSLÁIN Ásgeir Örn vippar yfir markmanninn á lokasekúndu leiksins en því miður small boltinn í þverslánni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Árni Már Árnason varð fyrstur íslensku sundmann- anna í Peking til þess að ná mark- miðum sínum þegar hann setti glæsilegt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi í gær. Árni kom í mark á 22,81 sekúndu og sló þar með met Arnar Arnarsonar sem var 23,02. Besti tími Árna í greininni fyrir sundið í gær var 23,13 og því talsverð bæting hjá Árna. „Ég er mjög sáttur og átti í raun- inni ekki von á þessu. Ég vissi að ég væri nálægt þessu meti en átti ekki endilega von á því að slá það,“ sagði Árni Már skælbrosandi þegar hann var nýstiginn upp úr lauginni. Tími Árna skilaði honum í 44. sæti af 97 keppendum. „Ég er búinn að vera að bæta mig mikið. Biðin eftir þessu sundi hefur verið löng og erfið. Upp- skeran er því verulega ánægjuleg. Ég er mjög stoltur af þessu og mun átta mig betur á þessu seinna,“ sagði Árni Már sem er aðeins tvítugur að aldri og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. „Ég fer til Bandaríkjanna þar sem ég ætla að halda áfram að bæta mig en ég tel mig eiga mikið inni. Ég á eftir að byggja upp mik- inn vöðvamassa miðað við strák- ana í stuttu greinunum. Nú er að byrja að taka fleiri af þessum metum sem Örn á en það átti ekki að vera hægt að slá þau,“ sagði Árni Már borubrattur og hafði vel efni á því. - hbg Árni Már setti Íslandsmet í 50 metra skriðsundi: Mjög stoltur og átta mig seinna METINU FAGNAÐ Árni Már fagnaði þegar hann sá að hann hafði bætt Íslandsmet- ið í Peking í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 KR-ingurinn Hjörtur Már Reynisson stóð sig vel í 100 metra flugsundi í gær. Kom í mark á 54,17 sekúndum sem er hans besti tími frá upphafi. Tíminn dugði þó ekki til að slá Íslandsmet Arnar Arnarsonar. Hjörtur hafnaði í 52. sæti af 65 keppendum. „Ég verð að vera sáttur við þetta þar sem þetta er minn besti tími frá upphafi. Ég er samt keppnismaður og vil synda hraðar. Ég vildi gera betur og hélt ég myndi synda hraðar en átti ekki meira inni,“ sagði Hjörtur Már frekar léttur eftir sundið. Hann hætti eftir síðustu leika, hvað gerir hann núna? „Ég er í það minnsta farinn í sumarfrí. Á meðan ég næ ekki því sem ég tel mig geta gert er ég hungraður í meira. Ég er enn hungraður. Við sjáum til hvað ég geri.“ - hbg Hjörtur Már Reynisson: Bætti sitt per- sónulega met GOTT SUND Hjörtur á fleygiferð í Peking í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 „Þetta er hrikalega svekkjandi eins og alltaf eftir tap. Við fengum tækifæri en nýttum það ekki. Annars veit ég ekki hvað ég á að segja. Er hálf- dofinn eftir þennan leik,“ sagði varnartröllið Ingimundur Ingi- mundarson eftir sárt tap Íslands fyrir Suður-Kóreu í gær. Ingimundur átti enn einn stór- leikinn í vörn íslenska liðsins í gær en hann hefur stokkið nán- ast fullskapaður inn í íslensku vörnina sem er að spila betur með hann innanborðs en hún hefur lengi gert. „Ég reyni að nýta tækifærin sem ég fæ. Ég, Sverre og Fúsi vinnum mikið saman. Við Sverre erum að smella saman núna. Við erum ekki hávaxnir, þurfum því að vera grimmir og fara út í mennina,“ sagði Ingimundur sem hefur verið inn og út úr landslið- inu síðustu ár. „Ég kem bara í landsliðið á þriggja ára fresti. Við Guðjón Valur spiluðum okkar fyrsta landsleik saman á sínum tíma og hann á orðið nokkra leiki á mig,“ sagði Ingimundur léttur. - hbg Ingimundur Ingimundarson fer á kostum í Peking: Kem í landsliðið á þriggja ára fresti PEKING 2008 „Þetta var alveg grát- legt og sorglegt að sjá ekki síðustu skotin fara í markið. Sportið er grimmt og lokasekúndurnar end- urspegla lánleysi okkar í dauða- færunum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari svekktur en hann grét glötuð tæki- færi líkt og lærisveinar hans. „Varnarleikurinn var frábær í þessum leik. Við vorum búnir að stúdera þá vel og vorum með svör- in til þess að mæta þeim. Mark- varslan kom í kjölfarið og þessi varnarleikur og markvarsla á að duga til sigurs. Það sem skilur á milli eru dauðafærin sem við förum með. Því fór sem fór.“ - hbg Guðmundur Guðmundsson: Alveg grátlegt og sorglegt SVEKKTUR Landsliðsþjálfarinn grípur um höfuð sér í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is Handbolti: Ísland - Suður-Kórea 21-22(9-10) Mörk Íslands (skot): Logi Geirsson 5 (7), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (7), Alexander Petersson 4 (11), Sigfús Sigurðsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (3), Ingimundur Ingimund- arson 1 (1), Ólafur Stefánsson 1 (4), Snorri Steinn Guðjónsson 1/1 (5/2), Ásgeir Örn Hallgrímsson (1), Róbert Gunnarsson (3). Varin skot: Björgvin Gústavsson 17/1 (39/4, 44%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón Valur 2, Alex- ander 1 og Ingimundur 1). Fiskuð víti: 2 (Róbert og Arnór). Utan vallar: mínútur. Mörk Suður-Kóreu: Yoo 6, S. Jung 3, J. Lee 3, C. Cho 3/2, J. Park 3, K. Ko 2, W. Paek 2, Utan vallar: 2 mínútur Staðan í B-riðli eftir þrjá leiki: 1. Ísland 4 stig (markatala +5) 2. Þýskaland 4 stig (2) 3. Suður-Kórea 4 stig (-2) 4. Danmörk 3 stig (0) 5. Rússland 2 stig (-2) 6. Egyptaland 1 stig (-3) ÓL Í PEKING EKKERT SVEKKELSI Sigfús hughreystir Ásgeir Örn eftir að lokaskot hans geig- aði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÓÐUR Björgvin varði vel í leiknum gegn Kóreu en það dugði ekki til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.