Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 10
10 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Þrjú tilboð, eitt aðal- tilboð og tvö frávikstilboð, bárust í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju en þau voru opnuð hjá Ríkiskaup- um í gær. Tilboðin bárust frá skipa- smíðastöðvunum Fassmer í Þýska- landi og Simek í Noregi. Tilboðin eru áþekk eða frá 3,3 milljörðum króna til 3,7 milljarða. Tilboð Vest- mannaeyjabæjar og Vinnslustöðv- arinnar í Eyjum sem stjórnvöld höfnuðu í lok maí var áþekkt en taldist vera of hátt. Það tilboð tók einnig til reksturs ferjunnar. Afhendingartími nýrrar ferju verður í júlí eða nóvember árið 2010 verði tilboðunum tekið. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að bæði fyrirtækin séu traust. „En við þekkjum það norska sérstaklega vel þar sem þetta er sama fyrir- tæki sem vann með okkur að til- boðinu á sínum tíma. Eins og við bentum á þegar við vorum í við- ræðum við Ríkiskaup á sínum tíma þá eru verðin núna heldur hærri en það sem við buðum. Lykilatriðið er að fyrirtækin treysti sér til að skila ferjunni í júlíbyrjun 2010 svo reynsla geti komið á skip og sigl- ingaleið áður en veður versna.“ Aðspurður hvort til greina komi að Eyjamenn geri tilboð í rekstur ferjunnar telur Elliði það ekki lík- legt. „Við lögðum í mikinn kostnað síðast og töldum okkur bera skarð- an hlut frá borði í viðræðum við fulltrúa ríkisins. Við værum þó til- búnir að standa við það tilboð sem við gerðum á sínum tíma.“ - shá Þrjú tilboð bárust í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju sem hefur siglingar 2010: Hærri en tilboð heimamanna HERJÓLFUR Ný ferja mun sigla til Bakka- fjöruhafnar árið 2010 og leysir þá gömlu af hólmi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR VIÐSKIPTI Færeyska félagið Atlantic Petroleum tilkynnti um olíufund í gær. Bréf félagsins hækkuðu um átta prósent í kauphöllinni eftir þessi tíðindi. Um er að ræða olíu í Bretlands- hluta Norðursjávar. Olían fannst sex kílómetra suður af Ettrick Field sem er starfsstöð Atlantic Petrolum á svæðinu. Aðrir samstarfsaðilar Atlantic í þessu verkefni eru Nexen með 80 prósenta hlut, Bow Valley með 12 prósent og Atlantic fer síðan með átta prósenta hlut. Færeyska félagið er skráð í Kauphöll Íslands. - as Atlantic Petroleum: Tilkynntu um olíufund í gær JAFNRÉTTISMÁL „Ef eitthvað skiptir máli í samfélögum heims þá er það að auka réttindi og bæta stöðu kvenna, ekki bara fyrir konur heldur samfélagið allt,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra á blaðamannafundi Íslandsdeildar UNIFEM í gær. Ingibjörg, Kristján Möller sam- gönguráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra voru öll viðstödd blaðamannafund- inn og voru efst á blaði undirskrift- arsöfnunar UNIFEM, á unifem.is undir yfirskriftinni „Segjum NEI við ofbeldi gegn konum“. Undirskriftarsöfnunin er hluti af alþjóðlegu átaki, sem hófst í nóvember á síðasta ári, til að hvetja ríkisstjórnir heims til að grípa til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi í heiminum. „Ofbeldi gegn konum er málefni sem getur ekki beðið,“ sagði Reg- ína Bjarnadóttir, stjórnarformað- ur UNIFEM, á Íslandi en mark- miðið með undirskriftarsöfnun UNIFEM á Íslandi er að fá sem flesta Íslendinga til að leggja þessu átaki lið. Átakið stendur yfir í tólf vikur og því lýkur 6. nóvember. - vsp Undirskriftarsöfnun gegn kynbundnu ofbeldi: Segjum nei við of- beldi gegn konum VIÐSKIPTI Tilkynningum um nauðungarsölu fjölgað um 55 prósent milli ára í Bandaríkjunum. Nú er svo komið að 17 prósent alls íbúðarhúsnæðis sem er á söluskrá eru eignir sem eru í nauðungar- sölu. Greiningardeildir telja nauðungarsölum muni ekki fækka fyrr en á fyrri helmingi næsta árs. Wall Street Journal hafði eftir Alan Greenspan á fimmtudaginn að lækkanirnar myndu stöðvast á fyrri helmingi næsta árs, en „hugsanlega myndu verðlækkan- irnar halda áfram út árið, og næsta ár“. - msh Fasteignamarkaður í BNA: Nauðungar- sölur í Ameríku NAUÐUNGARSÖLUR Einn af hverjum 464 fasteignaeigendum fengu tilkynn- ingu eða hótun um nauðungaruppboð. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Seigla fékk verðlaun Bátasmiðjan Seigla á Akureyri fékk frumkvöðlaverðlaunin 2008 á Nor- Fishing sjávarútvegssýningunni í Þrándheimi í Noregi í vikunni. Seigla fékk verðlaunin fyrir þróun á báti sem sérhannaður er fyrir siglingar á Norður-Atlantshafi. NOREGUR SAMGÖNGUR „Þetta er sögulegur dagur,“ sagði Kristján Möller samgönguráðherra þegar samningur um gerð Landeyjahafnar og Bakkafjöruvegar var undirritaður í gær. Höfnin á að þjóna nýjum Herfjólfi en opnað var fyrir tilboð í smíði hans í gær. „Þetta er bylting í samgöngumálum á Suðurlandi,“ sagði samgönguráðherra. Ferðin með nýju ferjunni frá Landeyjar- höfn mun aðeins taka tæpan hálftíma en með gamla Herjólfi tekur ferðin um þrjá tíma. Ferðatíminn frá Reykjavík verður um þremur korterum styttri í heild þar sem klukkutíma lengri keyrsla er á Bakka en Þorlákshöfn. Gert er ráð fyrir fimm ferðum á dag með nýju ferjunni, en þær eru aðeins tvær nú. „Þetta er einn af stærstu dögunum fyrir sögu Vestmannaeyja,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. „Þetta á eftir að valda straum- hvörfum í byggðaþróun í Eyjunum. Við erum að renna saman tveimur öflugum sveitarfé- lögum með ráðandi markaðshlutdeild í matvælaframleiðslu þjóðarinnar,“ segir hann og á við sjávarútveg Eyjamanna og landbúnað í Landeyjum. „Það kæmi mér ekkert á óvart að í framtíðinni verði það rætt af fullri alvöru að sameina sveitarfélögin. Vestmannaeyjar eru með mjög hátt þjónustustig og sveitarfé- lagið er tilbúið til að veita þjónustu inn á mikið stærra svæði en hingað til.“ Tilboð Suðurverks í Hafnarfirði, sem samþykkt var, hljóðaði upp á 1,9 milljarða. Það er sextíu prósentum lægra verð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á, en hún gerði ráð fyrir 3,1 milljarð. „Það er talað um að við séum að bjóða of lágt, en ég vil verja mínar heimalendur,“ segir Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, sem er ættaður af svæðinu. „Það passar alveg saman að vera í bisness og verja heimalendurnar.“ Árni Johnsen fagnar framkvæmdunum en segir að aðrir möguleikar hafi ekki verið skoðaðir til fulls. „Ég á við aðra ferju frá Þorlákshöfn eða jarðgöng milli lands og Eyja,“ segir Árni sem er þess fullviss að jarðgöng muni koma. „Þau gætu verið komin innan fimmtán ára,“ segir hann. Samgöngu- ráðherra gefur þó lítið fyrir jarðgöng í svo náinni framtíð. gudmundure@frettabladid.is Ný höfn fyrir nýjan Herjólf Samningur um gerð Landeyjahafnar og Bakkafjöruvegar undirritaður í gær. Ferðin með nýju ferjunni mun taka hálftíma en hún tekur þrjá tíma nú. Straumhvörf í byggðaþróun segir bæjarstjóri Eyja. UNDIRSKRIFT Bæjarstjóri Vestmannaeyja telur daginn einn þann stærsta í sögu Eyjanna en þær sjást vel í bak- grunni. FRÉTTABLADID/RÓSA FUNDAÐ Á RÍVÍERUNNI Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hittust í Frakklandi í gær og ræddu málefni Rússlands og Georgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BLAÐAMANNAFUNDUR UNIFEM Regína Bjarnadóttir, stjórnarformaður UNIFEM, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra á blaðamannafundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.