Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 25
[ ]Draugasetrið á Stokkseyri er skemmtilegur og fræð-andi staður sem gaman er að heimsækja. Áhugaverður áningarstaður í sunnudagsbíltúrnum. Kántrýdagar á Skagaströnd verða haldnir um helgina. Kántrýdagar eru haldnir á Skaga- strönd eins og flestir vita og verða þeir haldnir um þessa helgi. Dag- skráin verður einstaklega skemmti- leg og fjölbreytt í ár. „Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru tónleikar, sýningar eða námskeið sem fólk er að leita eftir,“ segir Sigurður Sigurðarson, mark- aðsráðgjafi Sveitarfélagsins á Skagaströnd. „Til dæmis verður spákonan Sigríður Klingenberg með uppistand í Café Bjarmanesi, dansleikur verður með hljómsveit- inni Janus í Kántrýbæ og myndlist- arsýningar. Þetta er einungis brot af dagskránni, svo mikið er í boði.“ Einn áhugaverður atburður er svokallað „busker“-námskeið. „Busk“ er aldagömul listgrein og hluti af menningu margra stór- borga. „Buskarar“ koma fram á götum og torgum og eru með alls kyns uppistand, spila, syngja og margt fleira. Aðalleiðbeinandinn á námskeiðinu verður tón- listarmaðurinn KK. Þátttakendum gefst kostur á að reyna sig við busk á Skagaströnd og jafnvel koma fram á sviði ásamt KK og fleiri buskur- um á Kántrýdögunum. KK hefur fengið sér til halds og trausts einn þekktasta busker Evrópu, Leo Gill- espie. Öllum er heimil þátttaka, skiptir ekki máli á hvaða hljóðfæri þátttak- endur spila. Námskeiðið hófst í gær og stend- ur til sunnudags en mögulegt er að vera með frá föstudegi til sunnudags. Skráning er hafin á vefnum skagastrond@ gmail.com. Á Kántrý- dögum verða einnig haldn- ir Listadagar í fyrsta sinn. Þeir verða í gamla frystihús- inu við Einbúastíg. „Ég fékk þessa flugu í höfuðið fyrir um ári og fékk Maríu Markovic með mér í lið til að láta Listadagana verða að veruleika,“ segir Erla María Lárusdóttir, einn skipuleggj- enda Listadaga. „Við erum með fólk á ýmsum aldri sem öll eiga það sam- eiginlegt að tengjast Skagaströnd á einhvern hátt.“ „Á Listadögum verða sýningar eftir ljósmyndara og málara. Sýnd- ar verða teikningar og ljóð flutt og tónlist leikin. Á opnunarhátíðinni á laugardaginn verða síðan tónleikar þar sem fjölbreytt tónlist verður flutt.“ Þátttakendur í Listadögum eru á öllum aldri. „Sá yngsti er að ég held 8 ára og sá elsti er á elliheimili,“ segir Erla María spennt. Ókeypis er inn á hátíðina og á tjaldsvæðin. Allar nánari upplýsingar má nálg- ast á www.skagastrond.is. sigridurp@frettabladid.is Komdu vinur í Kántrýbæ Það er líf og fjör á Kántrýdögum. MYND/ÁRNI GEIR INGVARSSON Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.