Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI REYKJAVÍK Marsibil Sæmundar- dóttir, varaborgarfulltrúi Fram- sóknarflokks, styður ekki meirihlutasamstarf við Sjálf- stæðisflokkinn. Hún gerði Óskari Bergssyni borgarfulltrúa grein fyrir þessu í gærdag, áður en hann gekk til viðræðna við sjálf- stæðismenn. Marsibil ætlar að starfa áfram sem varaborgarfulltrúi, en segir að í ljósi stöðu sinnar sé óráðið hvort það verði fyrir Framsóknarflokkinn eða ekki. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Óskar Bergsson reiknaði með samstarfi við hana. „Óskar hringdi í mig klukkan 12.30 í gær þegar ég var í líkams- rækt og ég gat ekki svarað síman- um. Þegar ég var búin og heyrði í fréttum að þetta væri því sem næst frágengið milli hans og Sjálfstæðisflokks ákvað ég að halda mig til hlés. Seinna um dag- inn ræddi ég við Óskar og skýrði mína skoðun. Við skildum eftir langan fund þar sem reynt var að samræma hans sjónarmið og mína afstöðu. Það tókst ekki,“ segir hún. Marsibil kveðst hafa sagt Óskari að hann mætti hefja viðræður sín vegna og að hann mætti segja að henni væri kunn- ugt um þær, en ekki meira. „Ég verð að standa við mína sannfæringu. Ég hef engan áhuga á að koma Framsókn eða Óskari illa, en ég hef ekki neina trú á þessu samstarfi. Með stuðningi við það væri ég að samþykkja framgöngu sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu og hvernig pólitík þeir hafa ástundað. Ég get bara ekki kvittað upp á það,“ segir hún. Marsibil gremst að henni hafi ekki verið gefinn meiri tími til umhugsunar. Óskar hafi þó gert það sem hann taldi fyrir bestu. „Og ég vona bara að samstarfið gangi vel og ég mun ekki reyna að grafa undan því með tækifæris- mennsku. En við vorum í ákveðnu samstarfi í Tjarnarkvartettnum og bundumst vissum böndum. Það var möguleiki á að halda því áfram og við hefðum átt að halda í þá samstöðu að mínu mati,“ segir hún. Í gærkvöldi tilkynntu þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson um nýjan borg- armeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, þann fjórða á kjör- tímabilinu. Einkunnarorð hans eru „höldum áfram“. Oddvitarnir eiga eftir að ganga frá málefna- samningi, en hann verður kynnt- ur næsta fimmtudag. Þau sögðust hafa náð saman um öll helstu grundvallaratriði. Hanna Birna verður borgarstjóri, og Óskar formaður borgarráðs. Meirihluti F-lista og Sjálfstæð- isflokks lifði í 203 daga. - kóþ / sjá síður 4,6 og 8 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA HELGIN VINNUVÉLAR O.FL. Sigurður Frosti, matreiðslumaður á Humar- húsinu, gefur gómsæta uppskrift að humri með seljurót og hollandaise-sósu. Sigurður Fr i landaisesósunni. „Þeytt er saman einni eggjarauðu og örlitlu ediki þar til blandan er orðin ljós og lét grömmum af bræddu smjöo þ Pantar sér aldrei mat Sigurður eldaði humar með seljurót en rétturinn getur bæði verið for- og aðalréttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÁTT Í KÚREKABÆKántrýdagar verða haldnir um helgina á Skagaströnd. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, sýningar eða námskeið. HELGIN 3 ÞJÓÐLEGT Í SVEITINNIVeitingastaðurinn að Hrauns-nefi liggur við þjóðveginn, um þrjá og hálfan kíló-metra frá Bifröst. Matseð-illinn er bæði fjölbreyttur og þjóðlegur en á honum er meðal annars grjónagrautur.MATUR 2 Ódýrt og gott í hádeginu Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Fylltar pönnukökur (crépes), samlokur, pizzur, súpubar, nýbökuð brauð og gómsætan salatbar. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Nýlega bættust svo belgískar vöfflur á matseðilinn (láttu það eftir þér – þær eru algerlega þess virði). Við Perluna eru næg ókeypis bílastæði. 4ra rétta tilboð á veitingastað Perlunnar Léttreyktur laxmeð granateplum og wasabi-sósuRjómalöguð humarsúpameð grilluðum humarhölumLambahryggurmeð lambaskanka og rósmarínsósuBanana- og súkkulaðifrauðmeð vanillusósu Verð: 6.490 kr Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 15. ágúst 2008 — 220. tölublað — 8. árgangur Ég verð að standa við mína sannfæringu. Ég hef engan áhuga á að koma Fram- sókn eða Óskari illa, en ég hef ekki neina trú á þessu samstarfi MARSIBIL SÆMUNDSDÓTTIR VARABORGARFULLTRÚI FRAMSÓKNAR SIGURÐUR FROSTI BALDVINSSON Eldar frekar einfaldan mat heima hjá sér • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS FYRST OG FREMST Í ÍSLENSKRI TÓNLIST RÁS 2 Ný plata Tónlistarmaður- inn Eberg er að leggja lokahönd á nýjustu plötu sína sem hann lýsir sem poppplötu. FÓLK 32 VIÐSKIPTI „Júlímánuður sló öll sölumet hjá okkur,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmda- stjóri Húsasmiðjunnar. Hann segir að þrátt fyrir samdrátt í íbúðabyggingum og krepputíð séu ýmsar aðrar framkvæmdir í gangi. Nefnir hann sem dæmi fram- kvæmdir við Tónlistarhúsið, Hellisheiðarvirkjun og Helguvík. Í sama streng tekur Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallá. Hann segir að júlímánuður hafi verið sá stærsti í sölu á steypu í Reykjavík. - bþa / sjá síðu 16 Sölumet í byggingageiranum: Meiri steypa seld í sumar Skiptinám í dansi Íslenskir Lindy Hop-dansarar taka á móti erlendum dönsurum. Von er á um hundrað manns hingað til lands. FÓLK 32 TÓNLEIKAR Hópferð á vegum Loftbelgsins, samstarfsverkefn- is Icelandair og Rásar 2, á Reading-tónlistarhátíðina eftir viku er í uppnámi. Að sögn Ólafs Páls Gunnarssonar hjá Rás 2 var misskilningur milli manns, sem starfar á vegum Ice- landair á Englandi við að útvega miða, eða dagspassa á hátíðina, og Icelandair með þeim afleiðingum að hópurinn hefur ekki þriggja daga passa með leyfi til að tjalda á svæðinu eins og um var talað. Þar með er forsenda fararinnar brostin hjá mörgum þeirra 24 sem ætluðu. Ragnheiður Ásta Karlsdóttir er ein þeirra og lýsir þessu sem gríðarlegum vonbrigðum og er ósátt við vinnubrögð aðstand- enda ferðarinnar sem aldrei var farin. - jbg/sjá síðu 42 Reading-hátíðin: Ferðin sem aldrei var farin Berjadagar í tíunda sinn Örn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Berjadaga í Ólafsfirði, segir dagskrána glæsilega í ár eins og ávallt. TÍMAMÓT 22 ÞORSTEINN JOÐ Nýr menningarþáttur í bígerð Káta maskína Þorsteins verður á dagskrá Sjónvarpsins í vetur FÓLK 42 BJART EYSTRA Í dag verða suðvestan 8-13 m/s V- og NV-til annars hægari. Bjartviðri austan- lands annars skýjaðra og hætt við smáskúrum vestan til. Hiti 10-18 stig, hlýjast fyrir austan. VEÐUR 4 13 12 15 17 12 Dýrkeyptar sex mínútur FH-ingar lágu 4-1 fyrir Aston Villa en ætla að vinna útileikinn 4-0. ÍÞRÓTTIR 34 VEÐRIÐ Í DAG Marsibil styður ekki nýja meirihlutann Varaborgarfulltrúi Framsóknar styður ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og segir samstarf við Framsókn óráðið. Verður áfram varaborgarfulltrúi og hefði viljað starfa með Tjarnarkvartettinum. „Verð að standa við mína sannfæringu.“ SAMSTARFIÐ INNSIGLAÐ Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og verðandi borgarstjóri gengu frá samningi um meirihlutasamstarf á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir tveggja klukkustunda fund í Ráðhúsinu. Meirihlutinn er sá fjórði á einu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.