Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 15. ágúst 2008 PEKING 2008 Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir varð fyrir því óláni að meiðast á olnboga skömmu áður en hún fór í æfingabúðir í Japan fyrir Ólympíuleikana. Hún mun því tæplega geta kallað fram sitt besta í spjótkastskeppninni á sunnudag. „Ég fékk í olnbogann en ekki á sama stað og áður. Það er verið að vinna í því að ná meiðslunum úr mér og ég hef meðal annars verið að fá bólgueyðandi sprautur. Það er mikill sársauki þegar ég kasta og meiðslin eru á versta stað fyrir spjótkastara,“ sagði Ásdís og vonbrigðin að hafa meiðst þetta skömmu fyrir leika leyndu sér ekki. „Það verður bara að koma í ljós hvernig ég verð síðan á keppnis- dag. Það hefur eðlilega skemmt talsvert undirbúninginn að geta ekki kastað og ég veit ekkert hvar ég stend í dag. Ég var í góðu formi fyrir mótið og væntingarn- ar miklar, ég ætlaði svo sannar- lega að bæta mig. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Ásdís. - hbg Ásdís Hjálmsdóttir: Meidd á olnboga SAMRÝND Bergur Ingi Pétursson og Ásdís Hjálmsdóttir í Ólympíuþorpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Matartjaldið í ólympíuþorpinu vekur ávallt lukku hjá keppendum enda hægt að borða lúxusmat frá öllum heimshornum og tæki eflaust margar vikur að komast yfir allt sem þar er í boði. Ekki skemmir síðan fyrir að opið er þar allan sólarhringinn. „Beggi [Bergur Ingi sleggju- kastari] ljómaði allur þegar hann frétti af opnunartímanum. Ætlar að fara að fá sér að borða klukkan tvö um nóttina,“ sagði spjótkast- arinn Ásdís Hjálmsdóttir í stríðni- stóni. „Því er ekki að neita að ég gladdist yfir þeim tíðindum. Hef reyndar ekkert nýtt mér það að borða á nóttinni enn sem komið er en það mun gerast. Maður verður að prófa það að minnsta kosti einu sinni,“ sagði Bergur og brosti blítt. – hbg Bergur Ingi Pétursson: Ánægður með matartjaldið Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin. Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með 45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar- laust og verður flatt á skammri stundu. Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu- toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt. Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri breidd vísifingurs og löngutangar þess sem njóta skal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.