Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 62
42 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. æsa, 6. hvort, 8. bók, 9. rekkja, 11. tveir eins, 12. hökutoppur, 14. yfirstéttar, 16. bor, 17. klæði, 18. háð, 20. grískur bókstafur, 21. harla. LÓÐRÉTT 1. erindi, 3. tveir eins, 4. hrörnun, 5. sigað, 7. sýklalyf, 10. samhliða, 13. útdeildi, 15. bás, 16. siða, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. ef, 8. rit, 9. rúm, 11. tt, 12. skegg, 14. aðals, 16. al, 17. föt, 18. gys, 20. pí, 21. afar. LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. rr, 4. vitglöp, 5. att, 7. fúkalyf, 10. með, 13. gaf, 15. stía, 16. aga, 19. sa. „Auglýsingarnar eru enn uppi, þrátt fyrir ábendingarnar,“ segir Gunnar Hansson, umboðsmaður Vespu á Íslandi. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um svokallaðan „Vespuleik“ 10-11, þar sem létt bifhjól, úr sama flokki og Vespa, er í vinning, en þó er það ekki Vespa sem um ræður, heldur bifhjól af gerðinni Kymco. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10-11, segir aðspurður hvers vegna 10-11 haldi áfram að brjóta á vörumerkjarétti, þrátt fyrir ábendingar umboðsaðila, að þeir hafi talið að annað samheiti yfir flokkinn væri ekki að finna í íslensku máli. Lögfræðingar 10-11 telji að hefð sé komin á notkun orðsins með þessum hætti. „Við teljum því ekki að verið sé að brjóta nein lög með þessu framferði,“ segir Sigurður. Vespa hefur verið skrásett vörumerki frá árinu 1998. Í fyrstu hafnaði Einkaleyfastofa skráningarbeiðninni, á þeim forsendum að orðið hefði misst aðgreiningareiginleika sinn, og hefð væri fyrir notkun orðsins líkt og Sigurður nefnir. Áfrýjunarnefnd vörumerkja og einkaleyfamála sneri úrskurðinum hins vegar við og taldi að orðið byggi enn yfir aðgreiningareiginleika sínum. Í leik 10-11 er Kymco að auki sagt mest selda hjólið í þessum flokki á Ítalíu. Samkvæmt opinberum sölutölum sem Fréttablaðið hefur undir höndum mun svo ekki vera. „Sú staðhæf- ing kom frá innflytjanda vespunnar, VDO, og taldi ég ekki ástæðu til að rengja það. Ég hef kallað eftir gögnum frá þeim varðandi þetta. Annars er leikurinn senn á enda en ljóst er að farið verður betur í saumana á þessu fyrir næsta sumar,“ segir Sigurður. - shs Segir enn brotið á vörumerkjarétti GUNNAR HANSSON Segir að 10-11 brjóti enn á vöru- merkjarétti. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL „Þetta er afskaplega hvimleiður misskilningur,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson á Rás 2. Hópferð í Loftbelgnum, sam- starfsverkefni Icelandair og Rásar 2, á Reading-tónlistarhá- tíðina, sem hefst eftir viku, er í uppnámi. Að sögn Óla Palla varð misskilningur milli manns sem starfar á vegum Icelandair í Eng- landi við að útvega miða og Ice- landair, með þeim afleiðingum að ferðahópurinn hefur aðeins miða á hátíðina á laugardegi og sunnudegi, en ekki þriggja daga passa og leyfi til að tjalda á svæð- inu eins og um var talað. Leiðangursmenn, 24 að tölu, eru að vonum vonsviknir. Í tölvu- póstssamskiptum innan hópsins láta menn í ljósi mikla vanþókn- un á vinnubrögðunum. Ragnheið- ur Ásta Karlsdóttir segir þetta mikil vonbrigði. Hún er hætt við að fara – segir engan annan kost í stöðunni. Það eina sem Ice- landair hafi boðið sé endur- greiðsla eða taka því að fljúga út og eiga aðeins miða á tvo daga af þremur. „Þegar aðgöngumiðinn inn á hátíðina fyrsta daginn fór þá fauk í raun gistingin því þá misstum við tjaldstæðið. Fátæk- ir námsmenn kaupa ekki hótel- herbergi enda ekki úr miklu að moða þegar hátíð af þessari stærðargráðu er annars vegar. Uppselt var á þessa hátíð strax í mars.“ Ragnheiður furðar sig á því að Icelandair skuli ekki geta komið til móts við hópinn. Sölustjórn Icelandair tjáði henni að verið væri að vinna í málinu hvað gist- ingu varðar en svo fékk Ragn- heiður tölvupóst sem innihélt link á gistimöguleika í Reading. „Ég gúgglaði „camping in Reading“ og þá var þetta annar möguleikinn sem kom upp. Það var nú öll hjálpin,“ segir Ragn- heiður. Icelandair tjáði henni að þar sem þetta væru mistök þriðja aðila væri ekkert hægt að gera. „Þeir eru þá ekki í samstarfi við mjög trausta þriðju aðila. Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Ég var búin að skipuleggja sumarfríið í tengslum við þessa ferð og fá frí frá vinnu. Gríðarleg tilhlökkun en þetta er 20 ára afmælishátíð Reading og ekki miklir mögu- leikar á að sjá sumar þeirra hljómsveita sem koma þarna fram við önnur tækifæri,“ segir Ragnheiður. Ólafur Páll segir þetta ferlega fúlt klúður en samstarfið við Ice- landair hafi gengið vel hingað til. Fyrir dyrum stendur að fara í Loftbelg Rásar 2 og Icelandair á R.E.M. í Manchester, Queen og Paul Rodgers í London og Mad- onnu í París. jakob@frettabladid.is RAGNHEIÐUR ÁSTA: SÁRT AÐ KOMAST EKKI Á READING-HÁTÍÐINA Loftbelgurinn brotlenti HULDA ÁMUNDADÓTTIR, RAGNHEIÐUR ÁSTA KARLSDÓTTIR OG SVANHILDUR SIF HALLDÓRSDÓTTIR Hættar við að fara í Loftbelg til Reading enda vart annað í stöðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Snæbjörn Arngrímsson, sem kom á fót hugsjónabókaforlaginu Bjarti, hefur nú að mestu látið sig hverfa af vettvangi innlendrar bókaútgáfu og seldi nýverið Pétri Má Ólafssyni hjá forlaginu Veröld hlut sinn í Bjarti. En þeir voru þá þegar orðnir félagar með jöfn skipti í útgáfunni. Snæbjörn hyggst ein- beita sér að bókaforlaginu Ferdinant sem hann á og rekur í Danmörku. Annars bendir allt til þess að þetta verði sannkölluð kanónubókajól því margir okkar bestu rithöfunda munu berjast um hylli lesenda: Auður Jónsdóttir, Einar Kárason, Ólafur Gunnarsson, Hallgrímur Helgason og líklega Bragi Ólafs- son verða öll með bækur. Stefán Máni hefur að nokkru skipað sér á bekk með krimmahöfundum sem verða öflugir að vanda. Stefán verður með bók sem og Arnaldur Indriðason, Árni Þórarinsson, Viktor Arnar Ing- ólfsson og Ævar Örn Jósepsson svo einhverjir séu nefndir. Femínistar og þau í kynjafræðinni fagna varla nýjum fréttastjóra á DV því ekki verður hann til að leiðrétta sláandi kynjahalla hvað varðar yfirmannastöður á fjölmiðlum. Þeir eru til sem telja fjölmiðla halda konum niðri í þjóðfélaginu með því að hleypa þeim ekki að – hvorki í stöður né á síður blaðanna. Nýr fréttastjóri DV er Þórarinn Þórarinsson sem jafnframt mun halda áfram að ritstýra dv.is. Helstu yfirmenn DV eru þannig feðgarnir Reynir Trausta- son og Jón Trausti Reynisson, Þórarinn og Brynjólfur Þór Guð- mundsson – allt karlmenn síðast þegar að var gáð. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Já, ég var að semja við Þórhall [Gunnarsson dagskrársstjóra RÚV] um nýjan menningarþátt sem verð- ur á dagskrá í vetur og allt öðru vísi en þátturinn sem við vorum með í fyrra,“ segir sjónvarpsmaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Þáttur Þorsteins ber vinnutitilinn Káta maskínan og mun fjalla um menningu í víðum skilningi. Hann verður frábrugðinn 0708, þætti sem Þorsteinn stjórnaði í fyrra, þar sem sjónum var einkum beint að leikhúsi og kvikmyndum. „Myndlist og tón- list kemur inn líka. Þetta verður þáttur í ætt við South Bank Show sem margir þekkja, í umsjá Melvins Bragg, portrett af listamönnum. Í kringum frumsýningar eru fjölmiðl- arnir, sjónvarp, blöð og útvarp, oft að nálgast þær frá sömu sjónarhorn- um: Þetta eru mikið til sömu viðtöl- in,“ segir Þorsteinn og boðar aðra nálgun. Andrea Róberts var með Þorsteini á skján- um í menningarþætt- inum í fyrra en hún verður ekki með núna heldur verður Þorsteinn einn auk þess sem hann fram- leiðir og tekur mikið af efni þátt- arins. „Ég stend einn að þessu en fæ til dæmis Bjarna Felix Bjarnason tökumann með mér og fleira fólk í samsetningu og slíkt. En ég tek mikið sjálfur og klippi.“ Nafnið á þáttinn fær Þorsteinn að láni hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu en það hafði legið þar í skúffu um hríð. „Sverrir hjá Hvíta húsinu var svo góður að lána mér það. Frábært nafn. Káta maskín- an gæti verið flott pæling í kringum þetta rekkverk sem listin er líka,“ segir Þorsteinn Joð. - jbg Káta maskína Þorsteins Joð ÞORSTEINN JOÐ Nýr þáttur hans í anda South Bank Show verður á dagskrá RÚV í vetur. „Ég hlusta vanalega á youtube lög, bara svona eitthvað sem mér finnst skemmtilegt. Til dæmis The Smiths, Fionu Apple, Sigur Rós og Coco Rosie. Stund- um hlusta ég á Fóstbræðra-sket- sa. Það er ótrúlega fínt. Ef ég er í skapi fyrir eitthvað hallæris- legt hlusta ég á Aha eða ABBA. Sigrún Huld Skúladóttir, leikkona og verkefnastýra hjá Öðru veldi ehf. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Þormóður Árni Jónsson. 2 Renewable Energy Corporation. 3 Við golfvöllinn á Ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.