Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Í dag er föstudagurinn 15. ágúst, 228. dagur ársins. 5.20 13.32 21.42 4.53 13.17 21.38 Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nál- inni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í saman- burði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og eng- inn veit hvar er falinn. Það var nú maður sem kunni að fara með fé. Gróf bara draslið í jörðu og mörg- um öldum síðar eru menn enn að leita. GRÆDDUR er geymdur eyrir segir einhvers staðar og það var speki sem Egill skildi. Meira að segja ég, sem þó er slugsari í fjár- málafræðum, skil þennan málshátt mæta vel því þegar ég var lítil átti ég dýrindis sparibauk. Hann var eins og vörubíll í laginu og ég fór reglulega með hann í sparisjóðinn minn (sem nú er búið að kaupa og selja) og lét tæma hann. ALLIR þessir geymdu aurar kæmu sér vel núna þegar kreppudraug- urinn vofir yfir. Nú þarf að seilast í varasjóðina, segja menn og virð- ast hafa gleymt því að það eru engir varasjóðir til. Íslendingar hafa aldrei kunnað að spara og fæstir liggja á feitum sjóðum eins og Egill. Sparibaukar, eins nytsam- legir og þeir eru, sjást aðeins í barnaherbergjum. Þeir fullorðnu taka bara yfirdrátt sem virðist ætla að koma þeim í koll núna. Í Egilssögu er sagt frá því að þegar Egill var orðinn gamall maður og blindur hafi hann beðið Grím mág sinn að ríða með sér til þings. Egil langaði að stríða lýðnum aðeins með því að dreifa silfrinu sínu yfir vellina og kasta því yfir mann- fjöldann. Síðan ætlaði hann að sitja hjá og skemmta sér við að hlusta á lætin þegar gráðugir bændurnir bitust um auðinn og köstuðu sér á peningana. Ekki varð af þessu en eflaust hefði Egill glott við tönn rúmum 1000 árum síðar hefði hann fylgst með íslensku þjóðfélagi upp úr aldamótunum 2000 þar sem menn hreinlega veltust um vellina og hrifsuðu til sín góðærisbitana. OG nú þegar allt er farið fjandans til og allir silfursjóðir tæmdir eru fornleifafræðingar komnir á kaf í rústir Egils í Mosfellsdal. Mikið væri nú gott ef þeir fyndu silfrið því ef ég man rétt var um háa upp- hæð að ræða sem verðbólgan hefur engin áhrif haft á. Slíkur varasjóð- ur kæmi sér aldeilis vel fyrir þjóð- arbúið á þessum síðustu og verstu tímum. HVERNIG ætli gengið á þessu sé annars núna? Silfur Egils BÖRN HLAUPAFYRIR BÖRN 23. ÁGÚSTNú er skráning hafin í Latabæjarhlaupið sem verður haldið 23. ágúst fyrir framan Háskóla Íslands. Hlaupið er 1 km að lengd og sérstaklega ætlað börnum 9 ára og yngri.Þátttökugjald í Latabæjarhlaupinu rennur óskipt til UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Nánari upplýsingar og skráning á www.glitnir.is. Allir sigra 23. ágúst! 0 8 - 1 5 1 5 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.