Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 16
15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR
VIÐ THE HIGH COURT OF JUSTICE Nr. 6406 af 2008
CHANCERY DIVISION
COMPANIES COURT
Tilkynning samkvæmt lögum frá árinu 2000 um fjármálaþjónustu og –markaði
varðandi
SCOTTISH MUTUAL ASSURANCE LIMITED
- og -
SCOTTISH PROVIDENT LIMITED
- og -
THE ROYAL LONDON MUTUAL INSURANCE SOCIETY LIMITED
Þann 7. ágúst 2008 lögðu Scottish Mutual Assurance Limited („SMA”), Scottish Provident Limited („SPL”) og The
Royal London Mutual Insurance Society Limited („Royal London”) fram beiðni um úrskurð við High Court of Justice,
Chancery Division, Companies Court í Lundúnum samkvæmt 107. kafla laga um fjármálaþjónustu og –markaði frá
2000 („Lögin”):
(i) samkvæmt 111. kafla laganna til heimildar áætlunar („Áætlunin”) sem miðar að því að flytja tiltekna vátrygging-
arstarfsemi sem SMA og SPL hafa haft með höndum til Royal London; og
(ii) setja viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina í samræmi við 112. og 112A. kafla laganna.
Hægt er að fá ókeypis afrit af skýrslu um skilmála áætlunarinnar gerðri af óháðum sérfræðingi í samræmi við 109.
kafla laganna („Skýrsla áætlunarinnar”), bæklinga sem innhalda yfirlýsingu er varða skilmála áætlunarinnar og
samantekt á skýrslu áætlunarinnar auk áætlunarskjalsins, með því að hafa samband við SMA, SPL eða Royal
London (eins og við á hverju sinni) með því að nota viðeigandi símanúmer eða heimilisföng hér á eftir. Þessi
skjöl og önnur tengd skjöl (þ.m.t. tryggingarfræðilegar skýrslur og afrit af upplýsingum til tryggingartaka) eru
fáanleg á vefsíðum SMA og SPL, www.scottishprovident.com/transfer2008.html og á vefsíðu Royal London,
www.royallondongroup.co.uk/AboutUs/ProposedTransfers.asp.
Öllum spurningum eða fyrirspurnum er varða áætlaðan flutning þennan, ætti að beina til SMA, SPL eða Royal Lon-
don (eins og við á hverju sinni) með því að nota viðeigandi símanúmer eða heimilisföng hér á eftir:
Funds Merger Team Fund Transfer Team
Scottish Mutual Assurance Limited and Customer Services
Scottish Provident Limited The Royal London Mutual Insurance Society Limited
301 St. Vincent Street Royal London House
GLASGOW Alderley Road
G2 5HN WILMSLOW
Sími: 0845 607 0585, eða ef hringt er SK9 1PF
erlendis frá: +44 (0)141 272 6605 Sími: 0845 050 8000, eða ef hringt
er erlendis frá: +44 (0)1625 604 299
Beiðnin verður tekin fyrir í Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL þann 4. desember 2008. Allir þeir (þar
með taldir allir starfsmenn SMA, SPL eða Royal London) sem telja að framkvæmd áætlunarinnar gæti skaðað þá
geta verið viðstaddir réttarhöldin og tjáð skoðanir sínar, annaðhvort í eigin persónu eða í gegnum lögmann. Hver
sem þess óskar er beðinn um að láta einhvern af málafærslumönnunum (eins og við á hverju sinni) hér að neðan vita
sem fyrst, skriflega, að minnsta kosti fyrir 27. nóvember 2008 og setja fram forsendur andmæla sinna.
Hver svo sem andmælir áætluninni en ætlar sér ekki að mæta við réttarhöldin getur lagt fram mótmæli sín varðandi
áætlunina með því að tilkynna SMA, SPL eða Royal London (eins og við á hverju sinni) eða einhverjum af málafærs-
lumönnunum hér að neðan (eins og við á hverju sinni) skriflega mótmæli sín eins fljótt og auðið er og að minnsta
kosti fyrir 27. nóvember 2008 og setja fram forsendur andmæla sinna.
Dagsett 15. ágúst 2008
Slaughter and May Herbert Smith LLP
One Bunhill Row Exchange House
London EC1Y 8YY Primrose Street
Ref: OAW/DZK London EC2A 2HS
Ref: 2067/3797
Málafærslumenn SMA og SPL Málafærslumenn Royal London
VIÐ THE HIGH COURT OF JUSTICE Nr. 6361 af 2008
CHANCERY DIVISION
COMPANIES COURT
Tilkynning samkvæmt lögum frá árinu 2000 um fjármálaþjónustu og –markaði
varðandi
SCOTTISH MUTUAL ASSURANCE LIMITED
- og -
SCOTTISH PROVIDENT LIMITED
- og -
PHOENIX LIFE LIMITED
Þann 7. ágúst 2008 lögðu Scottish Mutual Assurance Limited („SMA”), Scottish Provident Limited („SPL”) og
Phoenix Life Limited („Phoenix”) fram beiðni um úrskurð við High Court of Justice, Chancery Division, Companies
Court í Lundúnum samkvæmt 107, kafla laga um fjármálaþjónustu og –markaði frá 2000 („Lögin”):
(i) samkvæmt 111. kafla laganna til heimildar áætlunar („Áætlunin”) sem miðar að því að flytja hluta tryggingarstarf-
semi sem SMA og SPL hafa haft með höndum til Phoenix; og
(ii) setja viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina í samræmi við 112. og 112A. kafla laganna.
Hægt er að fá ókeypis afrit af skýrslu um skilmála áætlunarinnar gerðri af óháðum sérfræðingi í samræmi við
109. kafla laganna („Skýrsla áætlunarinnar”), bæklinga sem innhalda yfirlýsingu er varða skilmála áætluna-
rinnar og samantekt á skýrslu áætlunarinnar auk áætlunarskjalsins, með því að hafa samband við SMA, SPL
eða Phoenix (eins og við á hverju sinni) með því að nota eftirfarandi símanúmer og heimilisföng. Þessi skjöl og
önnur tengd skjöl (þ.m.t. tryggingarfræðilegar skýrslur og afrit af upplýsingum til tryggingartaka) eru fáanleg á
vefsíðu SMA, www.scottishmutual.co.uk/simplify2008.html, hjá SPL, www.scotprov.co.uk/simplify2008.html eða
www.scotprov.ie/simplify2008.html og á vefsíðu Phoenix, www.phoenixlifegroup.co.uk/simplify2008.shtml.
Öllum spurningum eða fyrirspurnum er varða áætlaðan flutning þennan, ætti að beina til SMA, SPL eða Phoenix (eins
og við á hverju sinni) með því að nota eftirfarandi símanúmer og heimilisföng:
Phoenix Life Limited, Scottish Mutual Assurance Limited eða Scottish Provident Limited
Funds Merger Team
1 Wythall Green Way
Wythall
BIRMINGHAM
B47 6WG
Sími: 0845 938 0521, eða ef hringt er erlendis frá: +44 (0)1564 20 7057
Beiðnin verður tekin fyrir í Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL þann 4. desember 2008. Allir þeir (þar
með taldir allir starfsmenn SMA, SPL eða Phoenix) sem telja að framkvæmd áætlunarinnar gæti skaðað þá geta
verið viðstaddir réttarhöldin og tjáð skoðanir sínar, annaðhvort í eigin persónu eða í gegnum lögmann. Hver sem
þess óskar er beðinn um að láta málafærslumennina hér að neðan vita sem fyrst skriflega, að minnsta kosti fyrir 27.
nóvember 2008 og setja fram forsendur andmæla sinna.
Hver svo sem andmælir áætluninni en ætlar sér ekki að mæta við réttarhöldin getur lagt fram mótmæli sín varðandi
áætlunina með því að tilkynna SMA, SPL eða Phoenix (eins og við á hverju sinni) eða málafærslumönnunum hér að
neðan skriflega mótmæli sín eins fljótt og auðið er og að minnsta kosti fyrir 27. nóvember 2008.
Dagsett 15. ágúst 2008
Slaughter and May
One Bunhill Row
London EC1Y 8YY
Ref: OAW/DZK
Málafærslumenn SMA, SPL og Phoenix
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 247
4.242 +0,79% Velta: 1.570 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,72 -0,30% ... Atorka 5,46 -0,91% ...
Bakkavör 29,45 +1,55% ... Eimskipafélagið 14,15 +0,00% ... Exista 8,09 +6,17%
... Glitnir 15,25 +0,33% ... Icelandair Group 17,65 +0,00% ... Kaupþing 716,00
+0,85% ... Landsbankinn 23,15 +0,00% ... Marel 87,00 +0,35% ... SPRON 3,50
+0,00% ... Straumur-Burðarás 9,28 +0,11% ... Össur 88,20 +0,11%
MESTA HÆKKUN
ATL. PETROLEUM +8,0%
EXISTA +6,17%
BAKKAVÖR +1,55%
MESTA LÆKKUN
ATORKA -0,91%
ATL. AIRWAYS -0,49%
ALFESCA -0,30%
„Júlímánuður sló öll sölumet hjá
okkur,“ segir Steinn Logi Björns-
son, framkvæmdastjóri Húsa-
smiðjunnar.
Steinn segir að söluaukninguna
megi að töluverðu leyti rekja til
aukningar í sölu á steypustyrkt-
arstáli þar sem aukningin hefur
bæði verið í magni og veltu. Aukn-
ing er einnig í sölu á raflögnum
og raflagnaefni.
Hann bendir þó á að ekki sé
aukning í öllum vöruflokkum.
Sem dæmi nefnir hann að sam-
dráttur hafi verið í sölu á innrétt-
ingum, hurðum, gólfefni og öðrum
smáhlutum í nýjar íbúðir.
Steinn bendir á að töluverð
verðbólga hafi verið á tímabilinu
sem auki heildarveltu. Þrátt fyrir
að gert sé ráð fyrir verðbólgu þá
er raunsala sú mesta í sögu Húsa-
smiðjunnar.
„Þetta er stærsti júlímánuður
hjá okkur í sölu á steypu í Reykja-
vík,“ segir Þorsteinn Víglunds-
son, forstjóri BM Vallá. Hann
telur helstu ástæður söluaukning-
arinnar vera þá að margar stórar
framkvæmdir séu um þessar
mundir í Reykjavík sem hafi tölu-
verð áhrif á sölu. Nefnir hann
sem dæmi turninn við Smáralind
og nýtt húsnæði Háskólans í
Reykjavík.
Hann bendir auk þess á að salan
hafi verið með ágætum, sérstak-
lega ef horft er framhjá sölu til
íbúðabygginga.
Steinn Logi telur helstu ástæð-
ur þess að sölumet sé slegið nú að
þrátt fyrir samdrátt í íbúðabygg-
ingum séu aðrar framkvæmdir að
koma mjög sterkt inn sem verki á
móti samdrætti í íbúðabygging-
um. Nefnir hann sem dæmi fram-
kvæmdir við Tónlistarhús, Hellis-
heiðarvirkjun,
Keflavíkurflugvöll, Helguvík og
Héðinsfjarðargöng. „Auk þess
njótum við góðs af því að vera
sterkir á landsbyggðinni þar sem
vöxturinn var ekki jafn mikill og
í höfuðborginni og skellurinn því
minni nú,“ segir Steinn. Hann
bendir einnig á töluverðan upp-
gang á Austfjörðum og mörgum
sjávarþorpum þar sem þau njóta
góðs af gengisfalli krónunnar.
bjornthor@markadurinn.is
Sölumet slegið
í miðri kreppu
Sala á steypu og steypustyrktarjárni eykst þrátt fyrir
kreppu. Ástæðan er rakin til opinberra framkvæmda.
Sölumet hjá Húsasmiðjunni og BM Vallá í júlí.
Þrjú af stærstu hagkerfum Evrópu
drógust saman á öðrum ársfjórð-
ungi. Samkvæmt tölum sem Hag-
stofa Evrópusambandsins (Eurost-
at) birti á fimmtudaginn skrapp
hagkerfi sambandsins saman um
0,2 prósent á sama tíma. Samdrátt-
urinn í Þýskalandi nam 0,5 prósent-
um, 0,3 prósentum í Frakklandi og
samkvæmt tölum sem birtar voru í
síðustu viku 0,3 prósentum í Ítalíu.
Hagkerfi Spánar og Englands
uxu lítillega, en hagstofa Spánar
birti á fimmtudag tölur sem sýndu
0,1 prósents hagvöxt á öðrum árs-
fjórðungi, og landsframleiðsla
Englands óx um 0,2 prósent á sama
tíma.
Eftirspurn eftir evrópskum
útflutningi hefur dregist saman, en
verðbólga hefur á sama tíma dreg-
ið úr einkaneyslu á heimamörkuð-
um. Verðbólga í Evrópu mælist nú
4,4 prósent. Samkvæmt mælingum
hafa væntingar neytenda í Evrópu
ekki verið verri síðan 1993.
Á miðvikudag birtu japönsk
stjórnvöld tölur sem sýna að hag-
kerfi landsins dróst saman um 0,6
prósent á öðrum ársfjórðungi. - msh
Stærstu hagkerfin
dragast saman
BANKASTJÓRI ENGLANDSBANKA Merv-
yn King seðlabankastjóri segir að búast
megi við „neikvæðum hagvexti“ á næstu
sex mánuðum. NORDICPHOTOS/AFP
FRAMKVÆMDIR VIÐ TÓNLISTARHÚS Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Húsa-
smiðjunnar, segir að júlí hafi verið metmánuður í sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI