Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 46
26 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman TA Jááá... Hann er kominn í gegn... Fáum við loksins að sjá fyrsta mark tímabilsins? Hann hleður fallbyssuna... og skýýý.... Ég er hálfnakinn og heiladauður og í rjúkandi stuði! Ég skal veðja þúsundkalli um að restin af marsípanskon- fektinu er búin Hversu mikinn sykur varstu að borða? Ég sé alltaf eftir því að hafa ekki eignast son. Svona... Svona... Vertu kyrr, Lalli. DA Hvað segirðu þá? Liturinn undir- strikar augun í mér. Hih! mamma, megum við fá eitthvað að borða? Flissss! AAAAAA! Heyrðu, Solla... Við erum búnar að spila á spil, baka smákökur, gera poppkorn, horfa á mynd og lesa sögur. Hvað þarf eiginlega til svo þið stelpurnar hættið að flissa og farið að sofa. Réttu mér veskið þitt. Lárus Bjarnason og köttur hf. Mánudagur: skjóta á mark Ert þetta þú, Jesús? Sumarleyfinu eyddi ég að hluta til á Vestur-Íslendingaslóðum, nánar tiltekið í 900 manna smábæ í Manitoba-fylki í Kanada. Þar gerði ég fátt annað en að slaka á með eiginkonu og dóttur, enda hreinn unaður að eiga þess kost að eyða tveimur vikum í endalausa göngutúra, sundlaugar- svaml, ísát og almennt hangs í 30 stiga hita. Eitt kvöldið þyrsti mig þó í bjór, billjard, samræður og samveru við kynbræður mína, eins og vera vill. Ég ákvað því að skella mér á eina pöbbinn í plássinu. Sú stutta heimsókn reyndist lærdóms- rík í meira lagi. Það var ekki margmenninu fyrir að fara á þessum fremur óhrjálega stað. Viðskiptavin- irnir voru tveir, ég og heimamaður á svipuðu reki. Við tókum tal saman, og að venjubundnum kynningum loknum tók við sú vandræðalega þögn sem fylgir gjarnan samræðum alls óskyldra aðila. Ég afréð því að freista þess að brjóta ísinn með því að skrafa við manninn um keppnisíþróttir, en slíkt hefur iðulega reynst mér vel í aðstæðum sem þessum. Með tilliti til staðsetningar okkar á heimskortinu þótti mér sterkur leikur að spyrja hann hvort hann fylgdist með NBA- deildinni í körfuknattleik. Hann sagði svo ekki vera: „Nei, biddu fyrir þér. Mér líkar ekki við húðlit flestra leikmannanna í þeirri deild.“ Ég sá ekki fram á að áframhaldandi umræður á þessum nótum myndu skila miklu, og spurði manninn hvers konar tónlist honum hugnaðist best. Ekki stóð á svari: „Ég er alæta á tónlist. Nema rapp. Flestir rapparar eru svartir, sjáðu til!“ Já, kanadíska kímnigáfan ríður ekki við einteyming. Að minnsta kosti vona ég að vesalings maðurinn hafi verið að djóka. Hin víðfræga kanadíska kímnigáfa NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson Örfáir bátar óseldir Gerðu góð kaup! Komdu við í Útilegumanninum á Fosshálsi 5-7 um helgina og skoðaðu glæsilegt úrval af bátum. Karnic sportveiðibátar Karnic 2265 er mjög skemmtilegur og hraðskreiður sportveiðibátur, bæði fyrir fisk- og skotveiði. Karnic bátarnir frá Kýpur eru margverðlaunaðir og hafa getið sér gott orð víða um heim fyrir stöðugleika og góða hönnun. Galeon skemmtibátarnir hafa verið framleiddir í tugi ára við frábæran orðstír og slegið í gegn um allan heim. Styrkur þeirra og þyngd gefa þeim mikinn stöðugleika og ganghraða í straumþunga Atlantshafsins. Bátarnir eru einstaklega vel hannaðir og ríkulega útbúnir. Galeon skemmtibátar 290 HT 330 FLY/HT 390 FLY/HT 530FLY Regal hrað- og sportbátar hafa verið framleiddir í Bandaríkjunum frá 1968. Á síðustu þremur árum hefur Regal hlotið alls fimm J.D. Power neytendaverðlaun og er fyrsti framleiðandinn til að vinna tvenn verðlaun tvö ár í röð. Regal sportbátur FasTrack 1900/2200/2450 Limited Editionpakki Galia vatna- og sjóbátar 440 – 475 - 515 - 610 Galia bátarnir eru einstaklega vel hannaðir, mjög sterk- byggðir, stöðugir og ráða yfir mikilli sjóhæfni. Galia bátarnir eru allir í hönnunarflokki C og henta því mjög vel til notkunar á bæði vatni og sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.