Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 12
12 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000• Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is ÞORLÁKSHÖFN Þórður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestinga- stofunnar, telur líklegt að norska stórfyrirtækið REC Group, sem ætlar að stofnsetja sólarkísilverk- smiðju við Þorlákshöfn eða Que- bec í Kanada hlíti því að fram- kvæmdin fari í umhverfismat, alltaf hafi verið reiknað með því. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að Skipulagsstofnun hefði úrskurðað að framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat og að for- stjóri REC Group, Eric Thorsen, hefði sagt á hluthafafundi að félagið þyrfti að ákveða staðsetn- ingu hennar fyrir lok ágúst. Þórður segir að ákvarðanataka hafi staðið til í lok ágúst eða sept- ember en hún hafi dregist af mörgum ástæðum, ekki síst vegna efnahagsástandsins í heiminum. „Það er minni asi á þeim við ákvarðanatöku en var,“ segir hann. Ekki er hægt að segja til um hvort sé líklegra að verksmiðjan verði stofnsett á Íslandi eða í Kan- ada. Þórður segir kosti og galla við báða staði. Kanadamenn hafi vatnsaflsorku og geti boðið upp á tilbúið atvinnusvæði. Þar sé þegar búið að vinna umhverfismat fyrir iðnað af þessu tagi. „Við bjóðum hinsvegar orkuna á samkeppnishæfu verði og höfum hæft og gott vinnuafl. Við erum vel staðsett gagnvart hráefni og flutningi og höfum hagstætt skattaumhverfi. En ég get ekki sagt hver niðurstaðan verður,“ segir hann. - ghs Framkvæmdastjóri Fjárfestingastofunnar: REC hlítir líklega umhverfismati VIÐSKIPTI „Miðað við aðstæðurnar sem uppi voru held ég að við séum að ná mjög góðri lendingu,“ segir Gísli Kjartansson spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SpM). Upplýst var um mikið tap Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrri helmingi þessa árs á íbúafundi um stöðu sjóðs- ins sem haldinn var í Borgar- nesi í fyrradag. Fram kom að eiginfjárhlut- fall sjóðsins hefði verið komið niður fyrir lögleg mörk. Leitað var til Kaupþings og Straum- borgar um aukningu stofnfjár og verður skrifað undir samning þess efnis í dag. Gísli segir að SPM hafi losað um eignir og á nú einungis eitt prósent í Kistu eignarhaldsfélagi sem heldur utan um eign spari- sjóða í Exista. Hann segir jafn- framt að sparisjóðurinn hafi selt hlut sinn í Icebank en haldi óbreyttum hlut í VBS fjárfest- ingabanka. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti minnihlutans í Borgarbyggð, setti fram ákveðna gagnrýni um að rétt hefði verið að upplýsa opinberlega fyrr um stöðu mála. „Það var útilokað að upplýsa um stöðu mála fyrr því þá hefðu öll okkar mál verið í uppnámi. Það þurfti að fara varlega á meðan unnið var að málinu,“ segir Gísli. Stjórn Borgarbyggðar fundaði með með Björgvini G. Sigurðs- syni viðskiptaráðherra í gær- morgun þar sem farið var yfir stöðu mála. Björgvin telur ekki rétt að ríkið grípi fram fyrir hendur markaðsafla og eðlilegt að það ferli sem hafið er klárist. Talið hefur verið að lækkanir á hlutabréfamörkuðum kunni að koma illa niður á fleiri sparisjóð- um, svo sem Sparisjóðnum í Keflavík (SpK), sem er meðal þeirra sem átt hafa í Kistu, fjár- festingafélagi sjóðanna. „Við erum ágætlega fjármagnaðir,“ segir hins vegar Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og bendir á að nánast hafi lokast fyrir alla fjármögnun til Íslands í lausafjárkreppunni. Því fagni hann framtaki ríkisstjórnarinnar um aðgengi að lausafé í gegnum Íbúðalánasjóð. Þar segir hann sjóðinn hafa fengið „ágætis upp- hæð“. Geirmundur segir hins vegar verulega mismunun í aðgengi að fjármögnun í íslensku fjármála- kerfi og vísar til þess að að smærri fjármálafyrirtæki hafi ekki getað leitað til Seðlabankans eftir fjár- mögnun og veðsett íbúðalána- vafninga líkt og stóru viðskipta- bankarnir. Þar telur hann tilefni til rannsóknar Samkeppniseftir- lits. bjornthor@markadurinn.is Segja lending- una vera góða Upplýst var um mikið tap Sparisjóðs Mýrasýslu (SpM) á fundi í Borgarbyggð. Ráðherra segir óeðlilegt að hið opinbera grípi fram í fyrir markaðsöflunum. Á HITAFUNDI Í BORGARBYGGÐ Forsvarsmenn Borgarbyggðar auk sparisjóðsstjóra og stjórnarformanns SPM sátu fyrir svörum á hitafundi í Borgarbyggð í fyrrakvöld. Á sjötta hundrað sótti fundinn. MYND/SKESSUHORN, MAGNÚS MAGNÚSSON BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÞJÓÐHÁTÍÐ Í PAKISTAN Ungur Pak- istani hélt upp á þjóðhátíðardaginn málaður fánalitunum. Haldið var upp á það á fimmtudaginn að 61 ár er frá því að Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INNFLYTJENDAMÁL „Innflytjendur eru uggandi vegna þessara hnífstungumála,“ segir Dane Magnússon, formaður Félags antírasista. Í byrjun þessa mánaðar var Chilebúi stunginn í bak, síðu og handlegg á gatnamótum Hverfis- götu og Ingólfsstrætis og í febrúar síðastliðnum hlaut marókkóskur maður alvarlega áverka eftir hnífárás í miðbæ Reykjavíkur. „Það hafa margir haft samband við okkur, nú er svo komið að margir útlendingar þora ekki í miðbæinn lengur.“ Fjórðu styrktartónleikar félagsins verða haldnir á skemmti- staðnum Organ á morgun en þar munu skemmta erlendir tónlistar- menn og plötusnúðar. Félagið var stofnað árið 2006 og eru félags- menn hátt í fimm hundruð talsins og fer ört fjölgandi að sögn Danes. - jse Félag antírasista: Innflytjendur uggandi Það var útilokað að upp- lýsa um stöðu mála fyrr því þá hefðu öll okkar mál verið í uppnámi. SVEINBJÖRN EYJÓLFSSON ODDVITI MINNIHLUTANS Í BORGARBYGGÐ VIÐSKIPTI Danska fjárfestingafélagið Stones Invest sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að kaupum á Keops Development, sem áttu sér stað í maí síðastliðnum, hafi verið rift vegna vanefnda Landic Property. Stones Invest fer fram á 4 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna hnekkja sem viðskiptavild félagsins hafi hlotið vegna viðskiptanna. „Þeir eru búnir að reka þetta fyrirtæki í allnokkurn tíma og að koma núna og ætla að rifta kaupunum einhliða og bera við vanefnd- um okkar er algjörlega úr lausu lofti gripið. Steen Guud, eigandi Stones Invest, á fyrirtæk- ið og verður að bera ábyrgð á því,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property. Keops Development hefur verið áberandi í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Iðnaðarmenn, sem ekki höfðu fengið launin sín, lögðu niður störf við verkefni á Sjálandi sem er á vegum Keops Development. Í tilkynningunni frá Stones segir að ein af vanefndum samningsins hafi verið að Landic hafi ekki staðið í skilum á ábyrgðum sem félagið gegndi, til dæmis á verkefninu á Sjálandi. Skarphéðinn segir þetta vera rangt. „Við héldum eftir fjárhagslegri ábyrgð á nokkrum verkefnum sem eru að klárast, þetta tiltekna verkefni er ekki eitt þeirra.“ Skarphéðinn segir að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti þar sem starfsmenn Landic voru síðast í sambandi við Gude í gærmorgun. „Hann sendir út tilkynn- ingu um leið og hann sendir okkur bréf. Þetta er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Skarphéðinn. - ghh Danska félagið Stones Invest sakar Landic Property um vanefndir á kaupsamningi: Krefja Landic Property um 4 milljarða SKARPHÉÐINN BERG, FORSTJÓRI LANDIC PROPERTY „Fyrirtækið sem við seldum er vel rekstrarhæft. Ég man ekki eftir eins ítarlegri yfirferð eins og áreiðan- leikakönnunin var fyrir þessi kaup,“ segir Skarphéðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.