Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 24
[ ] Skemmtilegur veitingastaður leynist stutt frá Bifröst en á matseðlinum má finna góða tilbreytingu frá skyndibitafæð- unni sem ferðalangar neyta gjarnan. Veitingastaðurinn er staðsettur á sveitahótelinu Hraunsnefi. Matseð- illinn er bæði fjölbreyttur og þjóð- legur og skemmtileg tilbreyting frá sjoppumatseðlum bensínstöðvanna. Veitingastaðurinn að Hraunsnefi liggur alveg við þjóðveginn, um þrjá og hálfan kílómetra frá Bif- röst, rétt áður en beygt er að Bratta- brekku. Að sögn Jóhanns Harðarsonar, annars eigenda Hraunsnefs, er veit- ingastaðurinn opinn öllum, bæði hótelgestum og gangandi. „Yfir vetrartímann fáum við mikið af fólki bæði frá Bifröst og héðan úr sveitinni og á sumrin bætast ferða- langarnir við,“ segir Jóhann. Matseðill staðarins er mjög fjöl- breyttur. Hægt er að fá allt frá ham- borgurum yfir í mjög þjóðlega rétti. „Við erum alltaf með plokkfisk á matseðlinum og grjónagraut fyrir krakkana og er grauturinn miklu vinsælli en hamborgararnir. Í sumar fórum við af stað með nýjan sjö rétta smakk-matseðil þar sem við buðum meðal annars upp á harð- fisk, kjötsúpu, hangikjöt og súra punga. Þeir erlendu ferðamenn sem koma hingað eru mjög áhugasamir um íslenskan mat. Hugmyndin að þessum smakk-matseðli spratt af þessum áhuga,“ segir Jóhann. Mikið er af fiskréttum á matseðl- inum og að sögn Jóhanns er áhug- inn á fiskréttunum mikill. „Útlend- ingar hafa alltaf verið spenntir fyrir íslenskum fiski, og mér finnst áhugi Íslendinga vera að aukast líka,“ útskýrir hann. Hraunsnef var opnað árið 2005 og varð fljótlega vinsæll staður. „Það tekur ákveðinn tíma að koma því inn hjá sveitungunum að það sé hægt að fara út að borða án þess að fara til Reykjavíkur. Núna eru margir farnir að koma til okkar reglulega og við erum mjög ánægð með það,“ segir Jóhann. Yfir sumartímann er veitinga- staðurinn opinn frá hádegi fram á kvöld, en frá og með fyrsta sept- ember verður opið frá fimm á dag- inn en lokað á mánudögum. „Það er okkar reynsla að fólk er lítið á ferðinni á mánudögum,“ segir Jóhann. Þeir sem vilja kynna sér veit- ingastaðinn að Hraunsnefi betur er bent á heimasíðuna www. hraunsnef.is. klara@frettabladid.is Út að borða í sveitinni Rauðsprettan er með karamelluperlu- lauk og kartöfluteningum og er einstak- lega ljúffeng. Að sögn Jóhanns Harðarsonar, eiganda Hraunsnefs, eru erlendir ferðamenn mjög forvitnir um þjóðlegan mat. MYND/HÖG,SKESSUHORN Bakstur er skemmtileg fjölskylduskemmtun. Hvort sem bakaðar eru kökur, brauð eða eitthvað annað er það alltaf jafn gaman. F A B R I K A N Risaklattar að hætti Jóa Fel Súkkulaðiklattar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.