Fréttablaðið - 15.08.2008, Side 24

Fréttablaðið - 15.08.2008, Side 24
[ ] Skemmtilegur veitingastaður leynist stutt frá Bifröst en á matseðlinum má finna góða tilbreytingu frá skyndibitafæð- unni sem ferðalangar neyta gjarnan. Veitingastaðurinn er staðsettur á sveitahótelinu Hraunsnefi. Matseð- illinn er bæði fjölbreyttur og þjóð- legur og skemmtileg tilbreyting frá sjoppumatseðlum bensínstöðvanna. Veitingastaðurinn að Hraunsnefi liggur alveg við þjóðveginn, um þrjá og hálfan kílómetra frá Bif- röst, rétt áður en beygt er að Bratta- brekku. Að sögn Jóhanns Harðarsonar, annars eigenda Hraunsnefs, er veit- ingastaðurinn opinn öllum, bæði hótelgestum og gangandi. „Yfir vetrartímann fáum við mikið af fólki bæði frá Bifröst og héðan úr sveitinni og á sumrin bætast ferða- langarnir við,“ segir Jóhann. Matseðill staðarins er mjög fjöl- breyttur. Hægt er að fá allt frá ham- borgurum yfir í mjög þjóðlega rétti. „Við erum alltaf með plokkfisk á matseðlinum og grjónagraut fyrir krakkana og er grauturinn miklu vinsælli en hamborgararnir. Í sumar fórum við af stað með nýjan sjö rétta smakk-matseðil þar sem við buðum meðal annars upp á harð- fisk, kjötsúpu, hangikjöt og súra punga. Þeir erlendu ferðamenn sem koma hingað eru mjög áhugasamir um íslenskan mat. Hugmyndin að þessum smakk-matseðli spratt af þessum áhuga,“ segir Jóhann. Mikið er af fiskréttum á matseðl- inum og að sögn Jóhanns er áhug- inn á fiskréttunum mikill. „Útlend- ingar hafa alltaf verið spenntir fyrir íslenskum fiski, og mér finnst áhugi Íslendinga vera að aukast líka,“ útskýrir hann. Hraunsnef var opnað árið 2005 og varð fljótlega vinsæll staður. „Það tekur ákveðinn tíma að koma því inn hjá sveitungunum að það sé hægt að fara út að borða án þess að fara til Reykjavíkur. Núna eru margir farnir að koma til okkar reglulega og við erum mjög ánægð með það,“ segir Jóhann. Yfir sumartímann er veitinga- staðurinn opinn frá hádegi fram á kvöld, en frá og með fyrsta sept- ember verður opið frá fimm á dag- inn en lokað á mánudögum. „Það er okkar reynsla að fólk er lítið á ferðinni á mánudögum,“ segir Jóhann. Þeir sem vilja kynna sér veit- ingastaðinn að Hraunsnefi betur er bent á heimasíðuna www. hraunsnef.is. klara@frettabladid.is Út að borða í sveitinni Rauðsprettan er með karamelluperlu- lauk og kartöfluteningum og er einstak- lega ljúffeng. Að sögn Jóhanns Harðarsonar, eiganda Hraunsnefs, eru erlendir ferðamenn mjög forvitnir um þjóðlegan mat. MYND/HÖG,SKESSUHORN Bakstur er skemmtileg fjölskylduskemmtun. Hvort sem bakaðar eru kökur, brauð eða eitthvað annað er það alltaf jafn gaman. F A B R I K A N Risaklattar að hætti Jóa Fel Súkkulaðiklattar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.