Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 8
8 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR 1. Hvað heitir íslenski kepp- andinn í júdó á Ólympíuleik- unum? 2. Hvað heitir norska fyrir- tækið sem lýst hefur áhuga á að reisa sólarkísilverksmiðju í Þorlákshöfn? 3. Hvar reisti hinn ungi athafnamaður Patrekur Her- mannsson verslun sína? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 42 Janúar, húsin við Laugaveg Í fyrsta meirihlutanum, samstarfi Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks, áttu húsin við Laugaveg 4 og 6 að víkja fyrir nýbyggingu. Eitt fyrsta verk Ólafs F. Magnússonar borgar- stjóra var svo að kaupa húsin á 580 milljónir. Janúar, flugvöllur í Vatnsmýri Málefnasamningur F-lista og Sjálfstæðis- flokks kvað á um að ekki yrði tekin ákvörðun um flutning flugvallarins á kjörtímabilinu. Ólafur F. hélt því fljótlega fram að flugvöllur- inn yrði á sínum stað um ókomna tíð. Þessu mótmælti sjálf- stæðis- fólk. Apríl, REI-málið Óvissa ríkti um framtíð REI mestalla tíð 200 daga meirihlutans. Gísli Marteinn Baldursson sagði í útvarpsfréttum að REI yrði selt. Ólafur F. Magnússon var í sjónvarpinu á sama tíma og sagði að ekki stæði til að selja REI. Maí til ágúst, mannaforráð Jakob Frímann Magnússon var ráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála, af Ólafi. Borgarstjóri lýsti Jakobi sem „framhandlegg“ sínum. Þá þegar var Ólöf Guðný Valdimars- dóttir aðstoðarmaður Ólafs. Sjálfstæðisfólki þótti víst nóg um. Maí til júlí, Bitruvirkjun Ágreiningur innan meirihlutans kom í ljós vegna Bitruvirkjunar. Ólafur F. óskaði borgarbúum til hamingju, þegar hætt var við hana. Kjartan Magnússon sagði seinna í fjölmiðlum að ekki væri endilega hætt við Bitruvirkjun. Víst, sagði Ólafur þá. Júlí, Listaháskólinn Þegar vinningstillaga að nýjum listaháskóla við Laugaveg var kynnt tók Ólafur dræmt í hana. Ágreiningur varð um þetta innan F-lista þegar Ólöf Guðný Valdimarsdótt- ir sagðist ekki vilja tjá sig um tillöguna fyrr en hún yrði tekin fyrir í skipulagsráði. Þetta varð til þess að Ólafur rak hana úr ráðinu, sem var óþægilegt fyrir sjálfstæðismenn, en Ólöf skammaði þá fyrir að virða samstarf við sig að vettugi. Ágúst, Gunnar Smári Það mun hafa farið illa í sjálfstæðismenn þegar Ólafur réð Gunnar Smára Egilsson í upplýsingamál. klemens@frettabladid.is Umdeild mál í samstarfinu Meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks starfaði í 203 daga. Hér er stiklað á stóru í nokkrum málum sem vöktu athygli og voru umdeild á tímabilinu, þar á meðal hús við Laugaveg, REI og Bitruvirkjun. MEIRIHLUTI KYNNTUR, 21. JANÚAR REI-málið gekk frá fyrsta meirihluta B og D. Sjálfstæðismenn fengu svo Ólaf úr 100 daga meirihluta Tjarnarkvartettsins og stofnuðu það sem varð 200 daga meirihlutinn. Hann er nú allur og endurómur af fyrsta meirihlutanum tekinn við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR STJÓRNMÁL „Svo virðist sem fráfar- andi meirihluti hafi verið orðinn gersamlega óstarfhæfur og sjálf- stæðismenn ekki talið sig geta unnið lengur með Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra.“ segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur. Það að Hanna Birna Kristjáns- dóttir hafi tekið við sem oddviti hafi greinilega ekki breytt stöðunni neitt því fylgi flokksins hafi haldið áfram að minnka. Í nýjustu könnuninni hafi fylgið verið komið í tæplega 27 prósent sem jafngildi fjórum borg- arfulltrúum. „Ég held að mörgum sjálfstæðis- manninum hafi brugðið við það,“ segir Einar Mar sem telur niður- stöður könnunarinnar vera einn af mörgum áhrifaþáttum. Þá megi líta svo á að framsóknar- menn hafi litlu að tapa á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. „Fram- sóknarflokkurinn er að mælast með afskaplega lítið fylgi í síðustu könn- un og þrátt fyrir að flokkurinn hafi verið hluti af Tjarnarkvartettinum þá gerði það, samkvæmt könnun- um, lítið fyrir hann.“ Einar Mar segir kjósendur lítið geta gert í stöðunni. Þeir geti mót- mælt eins og þegar fráfarandi meirihluti tók við. - ovd Stjórnmálafræðingur um stöðu Framsóknarflokksins: Hefur litlu að tapa REYKJAVÍK Gunnar Smári Egilsson kannast ekki við að til hafi staðið að hann yrði aðstoðarmaður borgarstjóra. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri réð Gunnar Smára til að endur- skoða upplýs- ingamál Reykja- víkurborgar. Þetta hefur verið nefnt sem hugsanleg ástæða meirihlutaslitanna. „Nei, þá er sálarjafnvægi þessa fólks lakara en sést á myndum,“ segir Gunnar Smári. „Allavega er mér ekki svo illa við nokkurn mann að ég myndi láta sex vikna úttektarverkefni trufla mig svona,“ segir hann. - kóþ Gunnar Smári Egilsson: Ætlaði ekki að aðstoða Ólaf GUNNAR SMÁRI EGILSSON NÝR MEIRIHLUTI Í BORGARSTJÓRN STJÓRNMÁL Sviptingar hafa orðið í pólitíkinni í Reykjavík síðan kosið var vorið 2006. Ekki er nóg með að meirihlutaskipti hafi verið tíð heldur hafa borgarfulltrúar horfið frá borði, oddvitaskipti orðið og leiðir samherja skilið. Árni Þór Sigurðsson VG, Björn Ingi Hrafnsson Framsóknarflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir Samfylkingunni sem kjörin voru til setu í borgarstjórn eru hætt fyrir fullt og fast. Stefán Jón Haf- stein Samfylkingunni er í tveggja ára leyfi og vinnur að þróunar- aðstoð í Afríku og Gísli Marteinn Baldursson Sjálfstæðisflokki mun láta af nefndasetu en sitja borgar- stjórnarfundi næsta árið samhliða háskólanámi í Skotlandi. Fimmtán sitja í borgarstjórn. Oddvitaskipti hafa orðið hjá Sjálfstæðisflokknum; Hanna Birna Kristjánsdóttir er tekin við af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og leiðir fyrsta og annars manns á lista Frjálslyndra og óháðra; Ólafs F. Magnússonar og Margrétar Sverrisdóttur, hafa skilið. - bþs Miklar breytingar hafa orðið á skipan borgarstjórnar: Þrír fulltrúar hættir, einn í fríi og einn á flugi GÍSLI MARTEINN BALDURSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN STEINUNN VALDÍS ÓSK- ARSDÓTTIR BJÖRN INGI HRAFNSSON ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.