Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 20
20 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS SPOTTIÐ UMRÆÐAN Skúli Helgason skrifar um umhverf- ismál. Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjan- legrar orku og sérþekkingu á heimsmæli- kvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heima- vígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikil- vægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúru- verndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óaftur- kræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferl- inu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknar- færin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðju- stefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarf- semi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsam- leg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónar- miðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Vegur til sátta SKÚLI HELGASON Aðhlátursefni Flestum fannst það með nokkrum ólíkindum þegar annar borgarstjórnar- meirihlutinn á kjörtímabilinu var myndaður, haustið 2007. Enda fordæmalaust. Að sama skapi var það með miklum ólíkindum þegar þriðji meirihlutinn var myndaður í janúar á þessu ári. Í því ljósi væri eðli- legt að nota hástemmdari orð, nú þegar fjórði meirihlutinn verður til, en það er ekki gert. Enda alls óvíst hve lengi hann mun starfa og á hvaða forsend- um hann er myndaður. Stjórn- málin í Reykjavík eru orðin aðhlátursefni. Allir borgar- fulltrúarnir, núverandi og burtflognir, eiga sína sneið í þeirri köku. Breyttir tímar Sú var tíðin að reisn var yfir borgar- pólitíkinni. Menn störfuðu í borgar- stjórn af því að þeir höfðu áhuga á málefnum borgarinnar. Sú tíð er hins vegar liðin. Nú virðist fólk sækja í borgarstjórnina af því að það hefur áhuga á sjálfu sér. Nýtt hugarfar, takk Ef borgarbúar eiga að geta gert sér vonir um að þetta breytist aftur til fyrri vegar þurfa að verða gagngerar breytingar á hugarfari stjórn- málamann- anna. Þeir þurfa að átta sig á því að þeir vinna í umboði borgarbúa og sýsla með almannafé í störfum sínum. En fyrst og fremst þurfa þeir að nálgast öll viðfangsefni sín af mikilli alúð og heilmikilli auðmýkt. Það getur ekki verið að Reykvíkingar eigi skilið þann fáránleika sem stjórn- málamennirnir hafa boðið upp á síðustu 26 mánuði. bjorn@frettabladid.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... F yrir réttri viku var því spáð á þessum stað að fjórði meirihlutinn yrði myndaður í borgarstjórn fyrir lok kjör- tímabilsins. Að spádómurinn skyldi ganga svo hratt eftir kemur hins vegar nokkuð á óvart. Sjálfstæðismenn hafa ekki enn útskýrt hvað olli því að þeir ákváðu að slíta samstarfinu. Gleymum því ekki að það er aðeins rétt rúmlega vika liðin frá því að borgarfulltrúar flokksins stóðu þétt að baki borgarstjóra í því umdeilda máli að skipta út fulltrúa hans í skipulagsráði. Ekki varð þá betur heyrt af orðum oddvita Sjálfstæðisflokksins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, en að allt léki í lyndi. Þeir sem fylgst hafa með borgarmálunum vissu betur. Það var aðeins tímaspursmál hvenær syði upp úr. Það verður fróðlegt að heyra hvað gerðist á þessari einu viku. Nýr meirihluti í borgarstjórn er örugglega skásti kosturinn í stöðunni fyrir sjálfstæðismenn í borginni, nú þegar komið er á dag- inn að málefnasamningurinn var Ólafi mun meira virði en þeim. Það má líka reikna með að nýr meirihluti Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks verði til þess að ró færist yfir borgarmálin. Það er ekki annað í boði fyrir þessa flokka en að vanda sig sérstaklega það sem eftir lifir kjörtímabils. Fall fyrri meirihluta þeirra var upp- hafið að farsanum sem borgarbúar hafa þurft að þola undanfarna ellefu mánuði, eða svo. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru greinilega fegnir að sjá á eftir Ólafi úr embætti borgarstjóra. Sama gildir örugglega um mikinn meirihluta borgarbúa. Ólafur er staðfastur hugsjónarmaður og trúr sínum stefnumál- um. Það er meira en sagt verður um flesta stjórnmálamenn. Ólafur var hins vegar ekki rétti maðurinn til að gegna starfi borgarstjóra eins og nánast allir aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins gerðu sér grein fyrir. Að stofna til samstarfsins við Ólaf var alvarlegur skortur á pólit- ískri dómgreind. Í málefnasamningi flokkanna kom skýrt fram að sjálfstæðismenn höfðu ýtt til hliðar ýmsum af sínum helstu stefnu- málum, enda sagði Ólafur réttilega að samningurinn byggði 70 pró- sent á stefnu F-lista. En sjálfstæðismenn greiddu ekki aðeins fyrir sæti í meirihlut- anum með því að fórna baráttumálum sínum. Hluti af kaupverði þeirra voru mörg hundruð milljón króna kaup á Laugavegi 4 og 6, húsum sem þeir höfðu áður samþykkt að yrðu rifin en Ólafur lagði höfðuáherslu á að fengju að standa áfram. Og sú upphæð var ekki greidd í Valhöll heldur var reikningurinn sendur íbúum Reykja- víkur. Enginn efi er um að ábyrgðarleysið sem Sjálfstæðiflokkurinn hefur sýnt í borgarstjórn mun fylgja flokknum um langa tíð. Glundroðakenningin svokallaða var lengi helsta áróðursvopn Sjálfstæðisflokksins gegn fjölflokkastjórn frá miðju til vinstri, hvort sem það var á landsvísu eða í borginni. Farsælt samstarf R- listans lagði þá kenningu í gröfina. Nú er glundroðakenningin hins vegar risin upp frá dauðum og ofsækir skapara sinn. Hún nær algjörlega utan um hvað getur gerst þegar flokksaginn bilar í stórum flokki og menn hætta að ganga í takt. Glundroði er rétt lýsing á borgarpólitíkinni í boði Sjálfstæðisflokks. Það er ekkert sem segir að sama geti ekki gerst í landsmálunum. Meirihlutaslit Sjálfstæðisflokksins. Glundroðakenning gengur aftur JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.