Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 48
28 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
> EKKI FALLEG
Penelope Cruz virðist ekki láta það
stíga sér til höfuðs að fjölda fólks þyki
hún í hópi fegurstu kvenna heims. „Mér
finnst ég ekki falleg. Ég get litið vel út
og ég get litið illa út,“ segir stjarn-
an, sem leikur á móti Scarlett Jo-
hansson í nýju Woody Allen-
myndinni, Vicky Cristina Barce-
lona.
Í næstu þáttaröð af Ameri-
ca‘s Next Top Model,
sem hefur göngu sína í
Bandaríkjunum í sept-
ember, munu fjórtán
stelpur takast á um
titilinn að vanda. Ein
þeirra, Isis, hefur þó þá
sérstöðu að hafa fæðst í
karlmannslíkama.
Talsmenn samtaka
samkynhneigðra og
transgender-fólks ytra
taka nýbreytninni afar vel
og hrósa Tyru Banks og
samstarfsfólki í hástert
fyrir að gefa transgend-
er-fólki loks pláss á
sjónvarpsskjánum.
Paris Hilton hefur verið kærð fyrir
slaka frammistöðu í kynningarstörf-
um fyrir myndina National
Lampoon‘s Pledge
This! sem kom út árið
2006. Framleiðendur
myndarinnar saka
hana um að hafa ekki
staðið við ákvæði í
samningi þess efnis
að hún þyrfti að
kynna mynd-
ina vel, en
í staðinn
fyrir það
framlag átti
Paris að vera titluð
„executive producer“.
Þeir fara fram á 75
þúsund dollara í
skaðabætur.
Britney Spears segir að heimilis-
hjálp hennar skilji eftir ýmis verk-
efni fyrir hana sjálfa, þar sem þrif
hafi góð áhrif á stjörnuna. Spears
segist ekki þola að hafa engin
húsverk á sinni
könnu, þar sem
henni finnist
gott að slaka
á eftir erfiðan
dag með því
að taka til. „Ég
er ofstækisfull
í þrifum.
Mér finnst
skemmtileg-
ast að þurrka
af og þrífa
glugga,“ segir
Britney.
Eva Longoria og eiginmaður
hennar, Tony Parker, vilja ólm
eignast barn sem fyrst. Skapari
þáttanna Desperate
Housewives, Marc
Cherry, ýjar að
því að frétta af
erfingjanum sé
að vænta hvað
úr hverju. „Eva
er að reyna
allt sem hún
getur til að
verða ólétt.
Hún hefur lofað
mér að ég verði
fyrsta símtalið
þegar þau eru
búin að tala við
lækninn,“ segir
Cherry, en
þungun Long-
oriu myndi
eflaust valda
framleiðend-
um þáttanna
einhverjum
vandræðum.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Jennifer Aniston og söngvarinn John
Mayer eru hætt saman. Parið hafði lítið
sést saman upp á síðkastið og í síðustu
viku flaug Meyer til Mexíkó þar sem
hann naut sólarinnar ásamt nokkrum
vinum sínum. Á meðan var Jennifer
dugleg að stunda skemmtanalífið
ásamt vinkonum sínum. Nýlega
barst tilkynning frá talsmanni
Mayers þar sem hann staðfestir
sambandsslitin. „Þau ætluðu fyrst
aðeins að taka sér stutta pásu frá
hvort öðru en það endaði með því að
þau ákváðu að slíta sambandi sínu
endanlega.“
Í kjölfar fregna um sambandsslitin
fóru margir að velta fyrir sér hver
hætti með hverjum, en það mun hafa
verið Jennifer sem sleit sambandinu
við John vegna þess hve lausgirtur
hann var. „Henni fannst John mjög
skemmtilegur og hæfileikaríkur maður
en hún þoldi ekki daðrið í honum,“ var
haft eftir vini leikkonunnar. John átti
að hafa sofið hjá þremur konum meðan
á sambandi hans og Jennifer stóð, þar á
meðal með einni grúppíu. „Jennifer lét
hann róa þegar hún sá að hann myndi
ekki breytast. Hún er að leita að
stöðugu sambandi þar sem traust og
virðing ríkir. Hún er enn sár eftir að
Brad yfirgaf hana fyrir Angelinu.“
Jennifer mun þó ekki hafa grátið
samband sitt við John lengi því hún er
víst komin með nýjan mann upp á
arminn og er sá fyrirsæta að nafninu
Matt Felker.
Vill traust og gott samband
HÆTT MEÐ JOHN
Jennifer hefur mikið sést með karlfyrirsætunni
Matt Felker upp á síðkastið.