Fréttablaðið - 15.08.2008, Page 25

Fréttablaðið - 15.08.2008, Page 25
[ ]Draugasetrið á Stokkseyri er skemmtilegur og fræð-andi staður sem gaman er að heimsækja. Áhugaverður áningarstaður í sunnudagsbíltúrnum. Kántrýdagar á Skagaströnd verða haldnir um helgina. Kántrýdagar eru haldnir á Skaga- strönd eins og flestir vita og verða þeir haldnir um þessa helgi. Dag- skráin verður einstaklega skemmti- leg og fjölbreytt í ár. „Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru tónleikar, sýningar eða námskeið sem fólk er að leita eftir,“ segir Sigurður Sigurðarson, mark- aðsráðgjafi Sveitarfélagsins á Skagaströnd. „Til dæmis verður spákonan Sigríður Klingenberg með uppistand í Café Bjarmanesi, dansleikur verður með hljómsveit- inni Janus í Kántrýbæ og myndlist- arsýningar. Þetta er einungis brot af dagskránni, svo mikið er í boði.“ Einn áhugaverður atburður er svokallað „busker“-námskeið. „Busk“ er aldagömul listgrein og hluti af menningu margra stór- borga. „Buskarar“ koma fram á götum og torgum og eru með alls kyns uppistand, spila, syngja og margt fleira. Aðalleiðbeinandinn á námskeiðinu verður tón- listarmaðurinn KK. Þátttakendum gefst kostur á að reyna sig við busk á Skagaströnd og jafnvel koma fram á sviði ásamt KK og fleiri buskur- um á Kántrýdögunum. KK hefur fengið sér til halds og trausts einn þekktasta busker Evrópu, Leo Gill- espie. Öllum er heimil þátttaka, skiptir ekki máli á hvaða hljóðfæri þátttak- endur spila. Námskeiðið hófst í gær og stend- ur til sunnudags en mögulegt er að vera með frá föstudegi til sunnudags. Skráning er hafin á vefnum skagastrond@ gmail.com. Á Kántrý- dögum verða einnig haldn- ir Listadagar í fyrsta sinn. Þeir verða í gamla frystihús- inu við Einbúastíg. „Ég fékk þessa flugu í höfuðið fyrir um ári og fékk Maríu Markovic með mér í lið til að láta Listadagana verða að veruleika,“ segir Erla María Lárusdóttir, einn skipuleggj- enda Listadaga. „Við erum með fólk á ýmsum aldri sem öll eiga það sam- eiginlegt að tengjast Skagaströnd á einhvern hátt.“ „Á Listadögum verða sýningar eftir ljósmyndara og málara. Sýnd- ar verða teikningar og ljóð flutt og tónlist leikin. Á opnunarhátíðinni á laugardaginn verða síðan tónleikar þar sem fjölbreytt tónlist verður flutt.“ Þátttakendur í Listadögum eru á öllum aldri. „Sá yngsti er að ég held 8 ára og sá elsti er á elliheimili,“ segir Erla María spennt. Ókeypis er inn á hátíðina og á tjaldsvæðin. Allar nánari upplýsingar má nálg- ast á www.skagastrond.is. sigridurp@frettabladid.is Komdu vinur í Kántrýbæ Það er líf og fjör á Kántrýdögum. MYND/ÁRNI GEIR INGVARSSON Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.