Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.08.2008, Qupperneq 8
8 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR 1 Hver er varaformaður þing- flokks Frjálslynda flokksins? 2 Fyrir hvaða franska dúett hitar hljómsveitin Bang Gang upp í október? 3 Til hvaða borgar ætlar Gísli Marteinn Baldursson í nám í borgarfræðum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 FYRIR EFTIR OPNI HÁSKÓLINN Diplómanám – FagMennt STJÓRNUN OG REKSTUR FYRIRTÆKJA Nánari upplýsingar: Tinna Ösp Ragnarsdóttir tinnao@ru.is sími: 599 6386 FagMennt býður diplómanám til eins árs í stjórnun og rekstri fyrirtækja. Í náminu eru kynntar fræðilegar og hagnýtar aðferðir sem notaðar eru við rekstur og stjórnun fyrirtækja. Þetta nám hentar einkar vel þeim sem eiga eða reka lítil eða meðalstór fyrirtæki og vilja öðlast dýpri þekkingu án þess að fara í fullt háskólanám. Námið hefst 1. september – skráningar á www.fagmennt.is Námið samanstendur af sex námskeiðum þar sem hvert námskeið gefur 6 ECTS-einingar. Kennt er í fimm vikna lotum þar sem hverju námskeiði lýkur með prófi eða verkefni. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16:30 til 19:50. Haustönn Rekstrargreining Stjórnun og stefnumótun Fjármál fyrirtækja Vorönn Markaðsfræði Rekstrarstjórnun Mannauðsstjórnun FagMennt www.opnihaskolinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 2 4 6 STJÓRNMÁL „Margrét [Sverrisdótt- ir, varaformaður Íslandshreyf- ingarinnar] hefur sviðið bakland- ið í Íslandshreyfingunni og raunar heldur henni í gíslingu þannig að Íslandshreyfingin er ófær um að styðja F-listann í borgarstjórn í núverandi ástandi,“ segir Ólafur F. Magnús- son, fráfarandi borgarstjóri. Ólafur gekk nýverið aftur til liðs við Frjálslynda flokkinn og hyggst leiða F-listann í borgar- stjórnarkosningunum árið 2010. Segir hann nauðsynlegt að Frjáls- lyndi flokkurinn og Íslandshreyf- ingin vinni saman fyrir kosning- arnar, meðal annars til að tryggja að flugvöllur verði áfram í Vatns- mýrinni. „Ég skil ekki þetta tal um að ég sé með flokkinn í gíslingu. Ég get hins vegar sagt það opinberlega að mér finnst það fráleitt ef Íslandshreyfingin og Frjálslynd- ir sameinast. Ég hef ekki orðið vör við þessa umhverfishyggju hjá Frjálslyndum,“ segir Mar- grét. „Mér finnst þetta lykta af því að hann [Ólafur] sé í örvænt- ingu að leita sér að einhverju baklandi og ef hann er ekki viss um að fá það hjá Frjálslynda flokknum þá gæti hann alveg hugsað sér að nýta Íslandshreyf- inguna til þess.“ Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, segir samstarf við Frjálslynda flokk- inn í borginni velta á því hvaða umhverfisstefna verði ofan á hjá flokknum. „Ólafur F. Magnússon er einhver allra fremsti umhverf- isverndarbaráttumaður sem við höfum átt. Hann sýnir gríðarleg- an kjark og bjartsýni að ráðast gegn Jóni Magnússyni [þing- manni Frjálslynda flokksins í Reykjavík] stóriðjusinna,“ segir Ómar. Segir hann stefna í slag í borginni milli stóriðjusinna með Jón í broddi fylkingar og umhverfisverndarsinna með Ólaf í broddi fylkingar. Ólafur segir Íslandshreyfing- una hafa „keypt köttinn í sekkn- um“ þegar Margrét var fengin til liðs við flokkinn. Segir hann hug- sjónir hennar liggja annars stað- ar en í umhverfismálum og hún bregði fæti fyrir Ómar og aðra umhverfisverndarsinna í hreyf- ingunni. gunnlaugurh@frettabladid.is Íslandshreyf- ingin í gíslingu Margrétar Ólafur F. Magnússon segir að Margrét Sverrisdóttir haldi Íslandshreyfingunni í gíslingu. Ólafur hefur viðrað hugmyndir um samvinnu Íslandshreyfingar og Frjálslynda flokksins sem Margrét er andvíg. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. ÓMAR RAGNARSSON FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARGRÉT SVERRISDÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SAKAR HÖNNU BIRNU UM ÓSANNINDI Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, sakar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæð- isflokksins í Reykja- vík, um að segja ósatt þegar hún segist ekki hafa séð vinnuskjöl frá embættismönnum borgarinnar þar sem lagt er til að dregið verði úr launakostnaði borgarinnar. „[Hanna] segir ósatt. Þessi framganga hennar hefur rýrt mjög traust mitt á henni,“ segir Ólafur. „Ég frábið mér þess að sjálfstæðis- menn haldi áfram að segja að aðrir séu að segja ósatt og leggja fram engin gögn eða rök fyrir því. Svo þegar ég sanna hið gagnstæða þá fara þeir undan í flæmingi. Ég lýsi vantrausti á þessi vinnubrögð.“ VINNUMARKAÐUR Lögreglumenn telja að byrjendalaun lögreglu- manna að loknum lögregluskóla eigi að vera mun hærri en þau eru í dag. Fjórðungur lögreglu- manna telur að þau eigi að vera hærri en 325 þúsund krónur en rúmlega helmingur lögreglu- manna telur að þau eigi að vera hærri en 225 þúsund krónur, sam- kvæmt óformlegri könnun Lög- reglufélags Reykjavíkur. Nýút- skrifaður lögeglumaður hefur um 175 þúsund krónur í grunn- laun í dag. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að lögreglumenn hefji við- ræður við ríkisvaldið á næstu vikum, aðeins sé beðið eftir við- brögðum samninganefndar ríkis- ins við viðræðuáætlun. Lögreglu- menn hafi setið eftir í kjörum um langa hríð meðan aðrir hafi notið launaskriðs. Lögreglumenn muni nú krefjast þess að sjá verulega hækkun grunnlauna í komandi kjarasamningaviðræðum. „Við gerum okkur grein fyrir því hvert ástandið er, bæði á almennum og opinberum mark- aði og í þjóðfélaginu almennt. Það er ekki góður byr fram undan en það kemur ekki í veg fyrir að við setjum fram kröfur,“ segir Snorri og rifjar upp að forsendur allra kjarasamninga séu löngu brostnar og stefni í enn meira svartnætti í efnahagsmálum. Ekki sé ólíklegt að samningurinn verði framlenging á þeim samn- ingi sem þegar sé í gildi og þá verði hann gerður til skemmri tíma. - ghs Lögreglufélag kannar afstöðu til byrjendalauna: Vilja 325 þúsund DÓMSMÁL Tuttugu og sex ára Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir þrjú rán og tvær ránstilraunir. Hann hélt Fellahverfi í Breiðholti í heljargreipum í þrjá daga fyrir páska þegar hann gekk á milli vegfarenda og söluturna og hótaði að smita fólk af lifrarbólgu með sprautunál léti það ekki fé af hendi. Ránshrinuna hóf maðurinn að kvöldi miðvikudags- ins 19. mars. Þá settist hann inn í bíl til konu og ellefu ára dóttur hennar við verslun ina Select í Suðurfelli, krafði konuna um peninga og hótaði að stinga hana með sprautu nál í hálsinn. Mæðgurnar flúðu úr bifreiðinni, og fór maðurinn þá í söluturn- inn King Kong og reyndi að ræna veski af konu á sextugsaldri. Þegar ránstilraunin bar ekki árangur sneri hann sér að afgreiðslu stúlku verslunarinnar, hótaði að smita hana af lifrarbólgu og hafði átján þúsund krónur á brott. Næstu tvo daga framdi hann tvö rán, fyrst í Leifasjoppu í Iðufelli, þar sem hann hafði 27 þúsund krónur upp úr krafsinu, og daginn eftir í fyrrnefndri verslun Select. Þar tók hann 65 þúsund krónur og sígarettur. Maðurinn er enn fremur ákærður fyrir að svíkja út 270 þúsund króna sjónvarpstæki á stolið greiðslu- kort og að hafa ekið án ökuréttinda. - sh Hótaði að stinga fimm manns með sprautunál í ránsferð um Fellahverfi: Sprautunálarræningi ákærður VAFI UM SAKHÆFI Þess er krafist að manninum verði gerð refsing í mál- inu, en til vara að honum verði gert að sæta örygg- isgæslu á viðeigandi stofnun, þar eð vafi leikur á því hvort hann er sakhæfur. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu og hlotið dóma. ÞÝSKALAND Tveir útfararstjórar hafa verið handteknir í Bæjara- landi í Þýskalandi, grunaðir um að hafa komið keppinaut sínum fyrir kattarnef og látið jarð nesk- ar leifar hans hverfa. Maðurinn sem sakborningarnir eru grunaðir um að hafa myrt, útfararstjórinn Erich W., hvarf í apríl 2007. Þeir áttu að sögn í deilu um meintar vanefndir hinna fyrrnefndu á greiðslum vegna kaupa á útfararstofu Erichs. Hann hitti þá til að útkljá málið á skrifstofu sinni. „Þegar ekkert samkomulag náðist, eru mennirn- ir taldir hafa drepið hann,“ hefur fréttavefur Spiegel eftir tals- manni héraðsdóms í Erlangen. Þeir hafi síðan brennt líkið í eigin líkbrennsluofni undir fölsku nafni og dreift öskunni á ókunnum stað. - aa Bíræfnir útfararstjórar: Létu keppinaut hverfa að fullu FILIPPSEYJAR, AP Tilraunir til að koma á friði í héraði múslima á Suður-Filippseyjum virtust í gær í uppnámi. Talsmenn stjórnvalda sögðu að semja yrði upp á nýtt um sáttatillögu sem skuldbundið hefði herskáa múslima, sem barist hafa fyrir aðskilnaði, og stjórnarherinn til að hætta vopnuðum átökum. Erindrekar Filippseyjastjórnar settu upp þessa kröfu í kjölfar þess að skæruliðar samtakanna MILF skutu og hjuggu til bana 37 manns í árás á þorp um helgina. Samkvæmt sáttatillögunni átti að stækka sjálfstjórnarhérað múslima þar. - aa Sáttatilraunir á Filippseyjum: Samkomulag í uppnámi VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.