Fréttablaðið - 24.08.2008, Side 1

Fréttablaðið - 24.08.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SKOKKA SÉR TIL SKEMMTUNAR Fjöldi fólks tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í gær, en alls hlupu 10.722 manns í mismun- andi vegalengdum. Hinn breski David Kirkland bar sigur úr býtum í maraþonhlaupi karla en samlandi hans, Rozalyn Alexander, kom fyrst í mark í kvennaflokki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 24. ágúst 2008 — 229. tölublað — 8. árgangur Hittumst á Hellu! LANDBÚNAÐARSÝNINGIN HELLU 22.-24. ÁGÚST 2008 SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR – OPIÐ TIL KL.18 www.landbunadarsyning.is HELGIN 12 NÚNA ER ALLT Í LAGI Emilíana Torrini um lífið og ástina, óbeit á álverum og lamandi tíu rétta ítölsk matarboð. matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]ágúst 2008 Up k Nanna Rögnvaldardóttir skrifar Kál í hvers kyns rétti Sigrún HjálmtýsdóttirÆvintýri að fara út í skóg og tína sveppi Tínt í matinnBláberjabaka FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SAMGÖNGUR Fyrsti áfangi sam- göngumiðstöðvar í Vatnsmýri verð- ur ekki tekinn í gagnið á næsta ári, eins og samgönguráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík ráð- gerðu í vor. Í samkomulagi sem Kristján L. Möller og Ólafur F. Magnússon inn- sigluðu í lok mars var stefnt að því að taka miðstöðina í notkun fyrir árslok 2009 og að hún yrði full- byggð 2010. Í sama samkomulagi kom fram að Reykjavíkurborg gerði ráð fyrir að ljúka skipulags- vinnu vegna byggingar miðstöðv- arinnar „á næstu 100 dögum“. Þeir hundrað dagar eru liðnir og gott betur. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skipulags- og byggingar- sviði Reykjavíkur hafa flutningar sviðsins og sumarhlé á störfum ráða borgarinnar orsakað tafir verksins. Það mun enn á borðum arkitekta sviðsins . Eftir því sem næst verður kom- ist er nú stefnt að því að taka fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvarinnar í gagnið árið 2010 og að hún verði fullbúin sex árum síðar. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra upplýsti í síðustu viku að vinna við nýja og stærri flugstöð við Akureyrarflugvöll væri hafin. Þær framkvæmdir eiga að hefjast að ári og vera lokið haustið 2010. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir stækkun flugstöðvarinnar á Akur- eyri eðlilegt framhald lengingar flugbrautarinnar en furðar sig á að ekki hafi áður tekist að koma flug- stöðvarmálum í Reykjavík í við- unandi horf. Hús Flugfélagsins var reist á stríðsárunum og er löngu úr sér gengið. Reykjavíkurborg hefur hafnað óskum félagsins um að fá að byggja á lóð sinni og vísað til þess að flugsækin starfsemi við Reykja- víkurflugvöll eigi að vera í og við samgöngumiðstöðina. Þar til hún er risin geti Flugfélagið ekki boðið farþegum betri aðstöðu en nú er. - bþs Samgöngumiðstöðin frestast um sex ár Skipulagsvinnu vegna samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri er ekki lokið. Gert var ráð fyrir að miðstöðin yrði fullbyggð 2010. Nú er ráðgert að það verði 2016. ÍÞRÓTTIR Úrslitaleikur Íslendinga og Frakka um Ólympíugullið í handknattleik karla verður víða sýndur í dag. Útsending sjónvarps- ins hefst klukkan 7.15 með upphitun fyrir leikinn en leikurinn hefst svo klukkan 7.45. Leikurinn verður sýndur beint í Vetrargarðinum í Smáralind. Einnig verður hann sýndur á risaskjá í Vodafone-höllinni, að Ásvöllum í Hafnarfirði, í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi og í félagsheimili Þórs á Akureyri. Þá munu Sambíóin sýna leikinn í bíóhúsum sínum í Álfabakka í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. Fyrri hugmyndir um að sýna leikinn á risaskjáum á Klambra- túni voru slegnar út af borðinu í gær. Að auki verður leikurinn sýndur á fjölmörgum veitinga- og skemmtistöðum um land allt. - ovd Úrslitaleikurinn við Frakka: Strákarnir hvattir áfram við risaskjái LANDSLIÐIÐ STUTT Stuðningsmenn landsliðs Íslands í handknattleik láta ekki sitt eftir liggja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sandra Jóhannsdóttir Sýnir Áströlum hvað einangrun er með ljós- myndum frá Íslandi. Myndirnar sýna samband fólks og náttúru og dramatískt landslag. AFBROT „Vinnuferðin okkar hefur farið í að þrífa og ganga frá eftir einhverja drullusokka,“ segir Magnús Tómasson, gjaldkeri skála- nefndar ferðaklúbbs 4x4. Magnús fór um helgina í vinnu- ferð í fjallaskála ferðaklúbbsins, sunnan við Hofsjökul ásamt öðrum úr klúbbnum. Þegar komið var að skálanum var búið að brjóta allt og bramla. Bjórflöskur og matarleifar voru á gólfinu og síminn slitinn úr sambandi. „Engu var stolið en það var búið að skemma margt. Búið var að brjóta rúðu og sparka upp klósett- hurðinni. Síðan grilluðu þeir greini- lega innandyra á gólfinu. Það má þakka fyrir að þeir kveiktu ekki í húsinu því það var stór bruna- blettur á gólfinu,“ segir Magnús. Hann segir líklegast að sníkju- dýrin hafi brotist inn á fimmtu- dagskvöldið þegar mikil rigning var á svæðinu. „Síðan hafa þeir leit- að skjóls hjá okkur því þessir leppa- lúðar þoldu ekki rigninguna eins og sannir Íslendingar.“ Búið er að kæra málið til lög- reglu - vsp Brotist var inn í fjallaskála ferðaklúbbsins 4x4 og allt brotið og bramlað: Grillað á gólfi fjallaskálans PEKING Að minnsta kosti tólf slösuðust í innkaupaæði í Peking þegar sérlega lágt verð var boðið á matarolíu og eggjum í verslun einni á fimmtudag. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús. Þeir sem æðið rann á voru flestir ellilífeyrisþegar. Sú elsta sem slasaðist var 81 árs. Þrír létust í svipuðu útsöluæði í borginni Chongqing í Kína í fyrra. Ríkisstjórn landsins fyrirskipaði þá stórmörkuðum að hafa stjórn á slíkum ofurútsölum. - vsp Aldraðir útsöluóðir í Peking: Tólf slösuðust í innkaupaæði FER AÐ RIGNA Í dag verða suð- austan 5-13 m/s hvassast suðvest- an til. Úrkomulítið í fyrstu en fer að rigna sunnan og suðvestan til síðar í dag. Hiti 8-15 stig, hlýjast eystra. VEÐUR 4 11 12 13 11 11 34

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.