Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.08.2008, Qupperneq 4
4 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR ÍÞRÓTTIR Íslenska landsliðið í handbolta rataði í New York Times, eitt virtasta dagblað heims, í kjölfar glæsilegs sigurs á Spánverjum í fyrradag. Á forsíðu laugardagsblaðsins er mynd af strákunum að fagna eftir að hafa tryggt sér sæti í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Peking. „Ísland hefur aldrei unnið gull í ólympíuíþrótt. Ekki einu sinni á vetrarleikunum, þrátt fyrir að heitið á yfirborðinu sem leikið er á sé í nafni landsins,“ skrifar blaðamaður New York Times. „Handbolti er eins og lacrosse án kylfu eða körfubolti með mörkum í staðinn fyrir körfur,“ bætir hann við til útskýringar. - sgj Hróður landsliðsins berst víða: Strákarnir prýða forsíðu NY Times ÓLYMPÍUSAGA HELDUR ÁFRAM New York Times er eitt virtasta dagblað heims. LÍBÍA, AP Seif al-Islam Gaddafí, sonur Moammars Gaddafís Líbíuleiðtoga, segist hættur afskiptum af stjórnmálum. Margir höfðu talið hann sjálf- krafa verða arftaka föður síns. Sonurinn vill hraða lýðræðis- umbótum í landinu, en gaf engar ástæður fyrir ákvörðun sinni. Á fjölmennum fundi með ungu fólki sagði hann lýðræði ábótavant í arabaríkjum og mannréttindabrot væru algeng. Moammar Gaddafí segist ekkert ósáttur við þessa ákvörðun sonar síns, sem undanfarin ár hefur haft töluverð afskipti af stjórnmálum í Líbíu. - gb Sonur Gaddafís: Hættur afskipt- um af pólitík MENNING Herra Karl Sigurbjörns- son, biskup Íslands, veitti Liljuna í fyrsta sinn í gær. Liljan er viðurkenning til kirkjutónlistar- fólks og er veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr á sínu sviði. Það voru Haukur Guðlaugsson, Jón Stefánsson og Marteinn Hunger Friðriksson sem hlutu Liljuna í ár fyrir störf sín í þágu kirkjutónlistar. Kirkjutónlistarfólk verðlaunað: Liljan veitt í fyrsta sinn GEORGÍA, AP Fólk streymdi til heim- ila sinna í Georgíu í gær eftir að Rússar hófu að draga herlið sitt til baka á föstudaginn. Hjálpar samtök á staðnum segja að tugir þúsunda muni enn þurfa aðstoð við að fá fæðu og skjól, en talið er að um 160 þúsund manns hafi flúið heimili sín eftir að átökin brutust út. Hundruð bíla komu til borgar- innar Gorí í gær þar sem mestu átökin fóru fram. „Flestir frá Gorí munu geta snúið til heimila sinna. Töluverðar skemmdir hafa orðið í borginni og einhverjir hafa misst heimili sín og eigur, en það eru fáir,“ segir Ashley Clements hjá hjálparsamtökunum World Vision. „Þeir sem snúa til baka þurfa þó enn að horfast í augu við þá hættu sem stafar af ósprungnum sprengjum og jarðsprengjum,“ sagði Clements. World Vision eru ein af fáum pólitískt sjálfstæðum hjálpar- samtökum sem starfa í Georgíu, og eru samtökin nú að setja upp svæði fyrir börn sem hafa misst heimili sín. Á þeim svæðum geta börnin lært og leikið sér ásamt því að þeim er hjálpað að takast á við þá reynslu sem þau hafa upplifað. Átökin í Georgíu hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og nú hafa Rússar tilkynnt að þeir ætli að draga herlið sitt til baka eftir mik- inn þrýsting frá Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. - vsp Fólk streymdi til heimila sinna í Georgíu í gær eftir að hafa flúið þau: Ósprungnar sprengjur skapa hættu GORÍ Kona liggur lemstruð eftir loftárás á borgina Gorí. Hún getur þó líklega snúið aftur til heimilis síns núna eftir að Rússar hafa hafið að draga herlið sitt til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Eldur í sumarbústað Eldur kviknaði í sumarbústað í Ásgarðslandi aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Selfossi gekk greiðlega að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á bústaðnum. Farþegi slasast í bílveltu Farþegi í bíl sem ekið var út af Laugar- vatnsvegi í gærmorgun var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir að í ljós kom að áverkar hans voru alvarlegir. Ólæti í Reykjavík Sex gistu fangageymslur í Reykjavík vegna ölvunar og óláta aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu var erilsamt á höfuðborgarsvæðinu og nokkuð um ölvun. LÖGREGLUFRÉTTIR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 19° 21° 18° 18° 20° 19° 22° 23° 16° 30° 31° 23° 19° 28° 29° 31° 20° 10 12 Á MORGUN 5-13 m/s, hvassast með ströndum. 13 ÞRIÐJUDAGUR 8-13 m/s. 13 9 7 11 12 12 13 11 11 11 6 5 5 4 5 7 9 9 9 4 11 10 14 13 10 12 15 1412 ÁFRAM VÍÐA VÆTUSAMT Sú vinnuvika sem framundan er verður almennt vætusöm með auðvitað uppstytt- um á milli. Áfram verður þó yfi rleitt þurrt norðaustan og austan til. Á miðvikudag verður yfi rleitt úrkomulítið á landinu lengst af en síðdegis þann dag fer að rigna sunnan og vestan til. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur BANDARÍKIN, AP „Joe Biden er sér- stök blanda. Í áratugi hefur hann boðað breytingar í Washington, en Washington hefur ekki breytt honum,“ sagði Barack Obama, for- setaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, þegar hann kynnti varaforsetaefni sitt, öldungadeild- ar þingmanninn Joe Biden í gær. Hinn 65 ára gamli Biden hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Delaware-ríki í 35 ár og hefur tvisvar sóst eftir embætti forseta Bandaríkjanna, nú síðast fyrir þessar kosningar. Barack Obama hlaut hins vegar útnefninguna og hefur Biden ákveðið að þiggja boð hans um að ganga til liðs við sig. Biden er kaþólskur, löglærður og tvígiftur, en fyrri kona hans og nýfædd dóttir létust í bílslysi árið 1972. Hann hefur mikla reynslu af utanríkismálum, en Obama hefur skort traust meðal kjósenda í þeim málaflokki. Biden studdi Íraks- stríðið upphaflega, en segir nú að það hafi verið mistök og hefur gagnrýnt George Bush Banda- ríkjaforseta harðlega. Biden er einnig mikill baráttumaður gegn kynbundnum launamun og heimil- is ofbeldi. Stuðningsmenn Obamas fengu í gærmorgun send smáskilaboð og tölvupóst þar sem tilkynnt var um valið á Joe Biden. Félagarnir komu svo opinberlega fram saman á fundi í bænum Springfield í heima- ríki Obamas, Illinois, í gær. „Joe verður ekki aðeins góður varaforseti, hann verður frábær. Eftir áratuga starf veit ég að hann getur hjálpað mér við að losa okkur við sundrung í Washington, svo að demókratar og repúblikanar geti saman lagt fram stefnu sem virkar fyrir bandarískan almenning,“ sagði Obama. Með valinu á Biden lauk tveggja mánaða vangaveltum um hver yrði varaforsetaefni Obamas. Þingmaðurinn Evan Bayh, ríkis- stjórarnir Tim Kaine og Kathleen Sebelius og sjálf Hillary Clinton höfðu öll komið til greina. steindor@frettabladid.is Reyndur þingmaður til liðs við Obama Barack Obama hefur valið 65 ára öldungadeildarþingmanninn Joe Biden sem varaforsetaefni sitt. Biden hefur verið þingmaður í 35 ár og hefur mikla reynslu af utanríkismálum. „Washington hefur ekki breytt honum,“ segir Obama. Joe Biden hefur oft komist í hann krappan fyrir óvarleg ummæli. Þegar hann bauð sig fram gegn Barack Obama í forvali demókrata fyrir for- seta kosningarnar lýsti hann því yfir að hann teldi Obama „ekki tilbúinn“ til að verða forseti. Hann lýsti einnig Obama sem „fyrsta almenna afrísk- ameríska frambjóðandanum sem er vel máli farinn, klár og hreinn og lítur vel út“. Biden kom einnig til greina sem varaforsetaefni fyrir John Kerry þegar hann bauð sig fram gegn George W. Bush fyrir fjórum árum. Biden hafnaði því að verða varaforsetaefni Kerrys og mælti með John McCain, sem býður sig nú fram til forseta fyrir hönd repúblikana. „Ég stend með McCain,“ sagði Biden í maí 2004. „Ég tel að McCain yrði frábær fram- bjóðandi til embættis varaforseta.“ MISJAFN BIDEN FÉLAGAR Í BARÁTTUNNI Barack Obama hefur valið Joe Biden sem varaforsetaefni sitt, en þeir börðust áður sín á milli um að verða forsetaframbjóðandi demókrata. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUMÁL Samfylkingin í Ísafjarðarbæ hefur sent frá sér ályktun um Dýrafjarðargöng í kjölfar umfjöllunar um að Kristján L. Möller samgöngu ráð- herra hafi verið beittur þrýstingi til að fresta framkvæmdum við Dýrafjarðargöng og fara í stað þess í jarðgangagerð milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Í ályktuninni er mikilvægi Dýrafjarðarganga áréttað og er ráðherra hvattur til að láta „úrtöluraddir örfárra aðila ekki hafa áhrif á framkvæmdaröð jarðganga á svæðinu sem þegar hefur verið samþykkt í vegaáætl- un“. - shá Samfylkingin ályktar: Ekki verði kvik- að frá göngum LILJAN AFHENT Herra Karl Sigurbjörns- son veitti Liljuna í fyrsta sinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ /DANÍEL Ingunn Snædal var rangnefnd í ritdómi Sigurðar Hróarssonar um nýja ljóðabók hennar sem birtist í blaðinu á föstudag. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 22.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,2593 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 81,34 81,72 151,17 151,91 120,57 121,25 16,160 16,254 15,189 15,279 12,872 12,948 0,7437 0,7481 128,13 128,89 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.