Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 6

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 6
6 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR TÆKNI „Varan er á lokastigi þróun- ar. Framleiðslan er í gangsetningu sem stendur. Við reiknum með að sala á búnaðinum hefjist síðar á þessu ári,“ segir Sveinbjörn Hösk- uldsson, framkvæmdastjóri heil- brigðistæknifyrirtækisins Nox Medical. Sjö starfsmenn fyrirtækisins hafa á síðustu tveimur árum, í samstarfi við sérfræðinga á sviði barnasvefngreininga, þróað tæki og hugbúnað til greiningar á svefnvandamálum meðal barna. „Svefngreiningar í dag snúast of mikið um fullorðna. Það sem hefðbundin svefngreining gengur út á er að finna kæfisvefn í fólki. Þá eru mældar öndunartruflanir í svefni ásamt fleiru. Það sem við sáum var að svefnvandamál hjá börnum eru mjög algeng líka og afleiðingarnar síst skárri en hjá fullorðnum. Þau geta leitt til hegð- unar- og vaxtarvandamála, skertr- ar námsgetu og einkenna athyglis- brests og ofvirkni,“ segir Sveinbjörn. Rannsóknir benda til þess að allt að ellefu prósent barna þjáist af svefntruflunum, en kæfisvefn hjá börnum er í flestum tilfellum hægt að meðhöndla á einfaldan hátt, til dæmis með hálskirtlatöku. Þrátt fyrir þetta er eingöngu um eitt prósent svefngreininga í Evr- ópu framkvæmt á börnum. „Búnaðurinn sem til var til greiningar hentaði ekki fyrir börn. Hann var fullur af vírum og stór, svo krakkarnir voru útbíaðir í vírum og skynjurum þegar búið var að setja búnaðinn á þau,“ segir Sveinbjörn. Starfsmenn Nox Med- ical hafa nýtt tækninýjungar síðustu ára, meðal annars á sviði fjarskiptatækni, til að þróa næstu kynslóð svefngreiningarbúnaðar sem er fyrirferðaminni, þráðlaus og sjálfvirkari en sá búnaður sem fyrir er. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 og hefur starfað innan veggja frumkvöðlaseturs Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. Framleiðsla á búnaðinum er að hefjast í Kína. Sveinbjörn segir að alls um fjórtán mannár hafi farið í hönnun hans. Vinnan hefur verið fjármögnuð með útgáfu hlutafjár og með styrk frá Tækniþróunar- sjóði. Sveinbjörn segir heimsmarkað fyrir svefngreiningartæki velta um tvö hundruð milljónum dollara á ári, jafnvirði um sextán millj- arða króna, og vaxa um fimmtán prósent á ári. Helstu markaðir eru í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. gunnlaugurh@frettabladid.is UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS BAKLEIKFIMI Í VATNI BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA Viðskiptatækifæri í Kína Hópferð á Canton vörusýninguna 24. október - 4. eða 9. nóvember. FÍS - Félag íslenskra stórkaupmanna og ÍKV - Íslensk kínverska viðskiptaráðið í samvinnu við Surprize Travel efna til hópferðar á hina heimsþekktu Canton vörusýningu Kína. Í þessari ferð verður flogið til Hong Kong og farið þaðan til Guangzhou á sýninguna þar sem m.a. gjafavörur, fatnaður, vefnaðarvörur, lyf ofl. er sýnt. Ekki er hægt að fara til Kína án þess að fara til Beijing og skoða allt það markverðasta þar, svo sem Kínamúrinn, Himnahofið, Forboðnu borgina ofl. Farið verður til Xian þar sem m.a. Terra Cotta Waariors safnið verður heimsótt. Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða og upplifa meira í Kína er boðið upp á ferð eftir sýninguna. Íslenskur fararstjóri er með í ferðinni. Nánari upplýsingar um dagskrá ferðarinnar er að finna á heimasíðu ÍKV: www.ikv.is en einnig veita Linda Bára hjá ÍKV/ FÍS upplýsingar og Surprize Travel í s: 534 3890. Heimasíða þeirra er: www.surprizetravel.is Verð miðað við heimferð þann 3. nóvember: ISK 357.500 miðað við gengi USD 82,5 Verð miðað við heimferð þann 8. nóvember: ISK 430.200 Auglýsingasími – Mest lesið REYKJAVÍK Stjórnarformaður Heilsu- verndarstöðvarinnar ehf. segir það „algjörlega ósatt og ómaklegt“ að fyrirtækið hafi blekkt borgarráð í viðræðum um húsnæði fyrir vímu- efnasjúklinga að Hólavaði. Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs, harmaði í útvarpsfréttum að fyrirtækið hefði ekki staðið við samkomulag um húsnæðið og útilokaði ekki að geng- ið yrði til samninga við SÁÁ í stað- inn. Það er og vilji Þorleifs Gunn- laugssonar, fulltrúa VG, sem heldur því fram að stöðin hafi blekkt borgarráð. „Mín yfirlýsing [25. júní] byggð- ist á yfirlýsingu þáverandi hús- eigenda [Hagur ehf.]. Ég trúði henni,“ segir stjórnarformaðurinn, Gestur Pétursson. „Og við vorum tilbúnir með þetta áður en húseig- andinn fór í þrot, en biðum staðfest- ingar frá borginni. Þetta hefur því ekki verið neinn blekkingaleikur,“ segir Gestur. Framtíð samstarfsins sé nú háð borginni. „Við höfum verið að ræða við Byr-sparisjóð um fjármögnun, en það fæst engin niðurstaða í slík- ar viðræður um fjárskuldbindingar, nema afstaða borgarinnar sé skýr,“ segir hann. Því sé beðið ákvörðunar nýs meirihluta. Heilsuverndarstöðin sé tilbúin til samstarfs. - kóþ Talsmaður Heilsuverndarstöðvar ehf. kveðst bíða eftir Reykjavíkurborg: Segist engan hafa blekkt HEILSUVERNDARSTÖÐIN Stjórnar- formaður fyrirtækisins segist hafa trúað því að húsnæðið að Hólavaði yrði til reiðu. Hann bíði nú ákvörðunar borgar- yfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Þróa svefngreining- arbúnað fyrir börn Fyrirtækið Nox Medical hefur undanfarin tvö ár þróað búnað til greiningar á svefnvandamálum barna. Um ellefu prósent barna þjást af svefntruflunum sem geta haft slæmar afleiðingar. Framleiðsla á búnaðinum er að hefjast í Kína. LANDHELGISGÆSLAN Togarinn Gull- ver NS-12 frá Seyðisfirði fékk gamalt breskt tundurdufl í trollið þegar skipið var við veiðar á Aust- fjarðamiðum. Duflið hafði ekki látið mikið á sjá eftir rúm 60 ár í sjónum og skipstjórinn hafði því samband við Landhelgisgæsluna, eins og venja stendur til. Varðskipið Týr kom að skipinu um klukkan sjö í fyrrakvöld með sprengjusérfræðinga Landhelgis- gæslunnar sem var flogið austur. Þeir færðu duflið frá Gullver og yfir í varðskipið. Varðskipið sigldi með duflið á grunnsævi út af Vöðlavík í Reyðar- firði þar sem því var sökkt. Sprengjusérfræðingarnir köfuðu því næst niður að duflinu og festu við það sprengihleðslu. Var duflið síðan sprengt um klukkan hálftíu. Ekki er vitað hvort duflið var virkt en grunur lék á því. Höfðu skip- verjar séð í sprengjuhleðsluna og hvellhettuna þegar duflið var komið upp á dekk. Þær upplýsingar fengust hjá Gæslunni að þessi aðferð væri ekki algeng en afar örugg. Íslensk skip fá reglulega tundurdufl í veiðarfærin enda var þeim sökkt í sjóinn í seinni heimsstyrjöldinni í þúsunda tali. Duflið sem hér um ræðir var breskt og var því ætlað að granda kafbátum Þjóðverja sem biðu þess að ráðast á skipa- lestir bandamanna. - shá Togarinn Gullver frá Seyðisfirði kallaði á Landhelgisgæsluna vegna sprengihættu: Fengu tundurdufl í trollið DUFLIÐ Breskt dufl sem ætlað var að granda kafbátum Þjóðverja. MYND/LHG SÖKKT Duflið var sprengt á um 20 metra dýpi. MYND/LHG UMHVERFISMÁL Náttúruverndar- samtök Íslands telja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra tala með „háskalegum skammtíma- sjónarmiðum“ þegar hún fullyrðir að Bitruvirkjun „renni styrkari stoðum undir samfélagið“. Þetta gangi þvert gegn niður- stöðum Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif virkjunarinnar. Stofnunin sagði að óvíst væri um áhrif virkjunar á jarðhitaauðlind- ina. „Og svo er engan veginn víst að orkan sé þarna,“ segir Árni Finnsson. Verði hafist handa við Bitruvirkjun í ár, gæti hún verið tilbúin árið 2012. - kóþ Náttúruverndarsamtökin: Hanna Birna talar háskalega Telur þú að Íslendingar verði Ólympíumeistarar í handknatt- leik karla? Já 78,4% Nei 21,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sóttir þú einhvern viðburða menningarnætur? Segðu skoðun þína á vísir.is BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, SVEINBJÖRN HÖSKULDSSON, HJÖRTUR ARNARSON OG KOR- MÁKUR HERMANNSSON Allir starfa þeir hjá Nox Medical við að þróa svefngreiningarbúnað fyrir börn. Framleiðsla er að hefjast í Kína og gert er ráð fyrir að hvert tæki muni kosta um sex hundruð þúsund krónur FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVEFNGREININGARBÚNAÐURINN KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.