Fréttablaðið - 24.08.2008, Síða 16
16 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR
U
pphaflega átti þetta bara
að verða ein bók,“ segir
Lundbye „en svo urðu
þær þrjár og ég er búinn
að vera sex ár að skrifa
þær. Forleggjari minn
hjá Aschehoug Forlag sem nú heitir
reyndar Lindhardt og Ringhof varð
heldur skrýtinn á svip þegar ég kom og
sagði honum að þetta yrðu þrjú bindi í
staðinn fyrir eitt, en hann trúði á verk-
efnið og hér eru allar bækurnar þrjár
komnar. Hann vill jafnvel láta þýða
þetta yfir á norsku og íslensku en ég
veit ekki hvort það er hægt.
Mér finnst merkilegt að hafa ráðist í
þetta stórvirki og spyr hvernig það hafi
komið til.
Þetta er nokkuð sem hefur verið að
gerjast með mér mjög lengi,“ segir
Lundbye. „Ég tel að norrænar þjóðir
séu sérstakar og hafi mjög sérstaka
sjálfsmynd sem má rekja allt aftur til
norrænna goðsagna. Gamla testament-
ið hefur litla sem enga skírskotun til
okkar enda er það orðið til meðal þjóða
sem bjuggu við allt annað umhverfi á
allan hátt, annað landslag, annað veður-
far, annað mataræði, annan menningar-
heim, aðra hugmyndafræði. Sköpunar-
saga þess höfðar ekki til okkar af því að
ræturnar eru aðrar en þær sem við
skiljum. Norræna sköpunarsagan er
alveg sérstök og öðru vísi en sköpunar-
sögur alls staðar annars staðar. Hug-
myndafræðin er líka önnur, Gamla
testamentið boðar að Gyðingar eigi að
ráða yfir öðrum mönnum, öllum dýrum
og náttúrunni sjálfri. Í norrænni goða-
fræði renna þessar einingar saman í
eina heild. Gamla testamentið boðar
undirgefni konunnar og allur boðskap-
ur þess heldur að manni afneitun lík-
amans. Í norrænni goðafræði er miklu
meira jafnræði með konum og körlum
og sexúalítet skiptir máli og tekur
heilmikið pláss. Konur skipta þar miklu
máli og öll guðsímyndin er jafnframt
miklu nær mönnunum og vísar til
þeirra sjálfra, þeirra guða sem menn-
irnir búa sér til á hverjum stað og tíma.
Þess vegna kalla ég heildarverkið nor-
rænt testamenti.
Norrænir menn eru öðruvísi en aðrir,
þeir eiga þessa menningararfleifð sem
gefur þeim sérstöðu og annan þanka-
gang. Á hinn bóginn finnst mér Danir
nú á dögum láta glóbalíseringuna og
bandarísk stjórnmál hafa of mikil áhrif
á sig. Danir hefðu aldrei sent herlið til
Afganistan eða Íraks nema af því að
þeir hlaupa of mikið á eftir þessum svo-
kölluðu stórþjóðum. Þegar þeir sam-
þykktu sjálfstæði Eystrasaltslandanna
sýndu þeir sjálfstæði og gerðu það upp
á sitt einsdæmi og þá gátu þeir gert
slíkt á friðsamlegan hátt og þurftu ekki
að fara með ofbeldi og hernaði. Ein
ástæðan fyrir því að ég réðst í þetta
verk var að mig langar til að styrkja
sjálfsmynd þjóðar minnar, gefa henni
auðveldan aðgang að arfleifð sinni, svo
að hún hafi hana til að byggja á og veita
sér styrk.“
Þú beinlínis yrkir upp alla norrænu
goðafræðina auk nokkurra fornaldar-
sagna og fornenskra kvæða, þar með
talið alla Bjólfskviðu og gerir úr þessu
eina heild. Hvernig byggirðu þetta upp
saman? Varla gengur þetta upp í tíma-
röð?
„Nei, enda reyni ég það ekki nema að
litlu leyti. Ég reyni það með norrænu
goðafræðina í fyrsta bindinu, eins og
margir aðrir hafa gert, byrja á sköpun-
inni og enda á ragnarökum. Fyrsta
bindið heitir Gudernes gang på jorden,
og þar geng ég út frá þeirri hugmynd
að heimurinn farist ef við snúum ekki
við blaðinu, ef við reynum ekki að
breyta heiminum og fara að deila auð-
æfum hans jafnt með okkur. Í seinni
bindunum tveimur færist kristnin allt-
af nær og nær. Annað bindið nefnist
Harniskklædte kæmper og þar tek ég
fyrir Völsungasögu, Hrólfs sögu Kraka
og fleira og síðasta bindið heitir Mell-
em Høje Odin og Hvide Krist og í því
tek ég fornensku kvæðin allt frá Bjólfs-
kviðu til orrustunnar við Maldon sem
var háð undir lok 10. aldar ásamt Norna-
Gests þætti sem er ákaflega skýr dæmi-
saga um hvernig áhrif kristninnar auk-
ast stöðugt. Í lokin er kristnin búin að
festa sig í sessi og tími víkinganna líður
undir lok, þó að heimurinn farist ekki
beinlínis eins og í ragnarökum.
Öll framvinda verksins og innbyrðis
samhengi er í sjálfu sér óháð frum-
sögnunum því ég tek þær og meðhöndla
þær á minn eigin máta. Ég er skáld sem
er að yrkja um þetta efni og geri það
alfarið á mínum forsendum.“
Ég spyr hvort það sé ekki dálítið
annað mál að yrkja um svona fyrirfram
gefið efni heldur en eitthvað frá eigin
brjósti eins og ljóðskáld gera oftast?
„Það var það svolítið í fyrstu, á meðan
ég var að komast af stað, en þetta er
líka bara spurning um hvað maður still-
ir sig inn á. Í þessu verkefni var ég að
vinna með þennan efnivið og fljótlega
varð það ekkert mál. Á hinn bóginn var
ég líka að yrkja þetta sjálfur, endur-
yrkja þessi kvæði og yrkja þessar
sögur í kvæði – ég var ekki að þýða
kvæðin eða neitt í þá veru. Ég fer með
þetta efni eins og andinn blæs mér í
brjóst og bæti inn í sögurnar eða felli
úr eða breyti einhverjum atriðum í
þeim eftir því sem mér hentar, þó að
sögurnar sjálfar séu vitaskuld látnar
halda sér í öllum meginatriðum.
Grundtvig sagði að þessar sagnir
geymdu fjöldamargt sem aðeins væri
ýjað óljóst að eða lægi dulið að baki
orðanna og margt slíkt reyni ég að
draga fram í dagsljósið með því að nota
mitt eigið hugarflug og yrkja það inn í
þær. Hann sagði líka að „sammenhæn-
gen var vigtigere end gloserne,“ það er
að segja að samhengið, heildarmyndin,
sé oft mikilvægari en að halda sig við
Stúlkurnar hjá slátraranum
VAGN LUNDBY FRETTABLAÐIÐ/DANÍEL
nákvæmar staðreyndir, og þegar nor-
ræna goðafræðin er annars vegar þá er
hvort sem er svo margt sem enginn veit
nákvæmlega að ég taldi mér bæði ljúft
og skylt að taka mér öll þau skáldaleyfi
sem til þurfti til að gera þetta úr garði
eins og ég vildi.
Grundtvig bjó líka til hugtakið
„faderlands kærlighed“ og hann taldi
að hinn norræni menningararfur gæti
orðið þjóðinni hjálp og styrkur til að
finna rætur sínar og byggja upp styrk
sinn á ný eftir kreppuna miklu á fyrri
hluta 19. aldar. Þarna vil ég leggja mitt
lóð á vogarskálarnar af því að mér
finnst danska þjóðin vera að týna sjálfri
sér og þetta er minn skerfur til þess að
vekja fólk til vitundar um fornar rætur
sínar og menningararfleifð.“
Nú yrkir þú um þennan efnivið út frá
þínu eigin brjósti eins og þú segir og
gerir hann þannig að vissu leyti að
þínum. Hvers konar bragfræði notarðu
og hvers konar málfar? Eða kannski
væri nær að spyrja bara: hve nútímaleg
eru þessi kvæði?
Lundbye brosir: „Ég yrki þetta undir
sama bragarhætti og Bjólfskviða er ort
á, það er í hverri línu eru fjögur áherslu-
atkvæði og tveir stuðlar. Þetta er ágætt
dæmi: Det nordiske menneske elsker
mjöd. Aftur á móti er ekki ákveðinn
atkvæðafjöldi og ekkert rím. En stöku
sinnum sleppi ég þessu líka. Þar tók ég
mið af aðferð írska skáldsins Seamus
Heaney sem endurorti Bjólfskviðu og
sagði að stundum yrði efni og innihald
mikilvægara forminu. Það var svolítið
erfitt framan af að halda sig við þennan
bragarhátt en eftir svona tvö til þrjú ár
var ég eiginlega farinn að tala í honum
dags daglega. Sonur minn gerði stöðugt
grín að mér fyrir það.
En það var líka grundvallaratriði
fyrir mér að yrkja kvæðin á máli sem
allir skildu. Þau eru því öll ort á ein-
földu, daglegu, dönsku máli sem allir
eiga að geta skilið og sem á að vera auð-
velt aflestrar. Kvæði er sterkara form
en prósi og því vildi ég ekki skrifa sög-
urnar í lausu máli, ég vildi búa til heim
úr kvæðum. Ég vildi hafa ákveðna
hrynjandi því hún skapar stemningu og
það er líka eðli kvæða að orðin verða
sterkari en í lausu máli, það þarf að
segja þau skýrar. Þess vegna er kvæðið
sterkari miðill en laust mál. Ég nota
líka ýmis óhefðbundin, jafnvel ósiðleg
orð, þar sem það á við, til dæmis í lýs-
ingum á ástafari, og ljót orð og ofbeld-
iskennd í lýsingum á orrustum. Efni-
viðurinn krefst þess. Svo fékk ég
stúlkurnar sem vinna í slátrarabúðinni
á torginu í Rudkøbing til að hlusta á
kvæðin til að athuga hvort þær skildu
þetta ekki allt saman. Þetta eru klárar
og sniðugar stelpur og komu með marg-
ar góðar spurningar, og þær skildu allt
sem ég las fyrir þær. Þannig fékk ég
vissu fyrir því að málfarið er ekki fyrir
ofan skilning almennings og að allir
eiga að geta lesið þessi kvæði og haft
nokkra skemmtun af sögunum sem þau
segja.
Aftur á móti er þetta forn efniviður
og fornar sögur og því verður efnið
aldrei nútímalegt nema með því móti að
það takist að búa það í þann búning að
það höfði til nútímamanna og hafi eitt-
hvað að segja þeim. Og það vonast ég til
að þessi kvæði geri og veki þannig með
fólki aukna vitund um fortíð sína og
menningararfleifð og styrki á þann hátt
sjálfsmynd þess sem norrænnar þjóð-
ar.“
Að lokum spyr ég Lundbye hvort hann
ætli að halda eitthvað áfram á þessum
vettvangi eða snúa sér að öðru?
Hann gýtur undirfurðulega á mig
augunum og segir: „Ég hef verið beðinn
um að gera eitthvað í þessa veruna við
Íslendingasögurnar; það verður að
koma í ljós hvort eitthvað verður úr
því. En ef það verður, þá mun ég ekki
gera það á neinn svipaðan hátt og hefur
verið gert fram að þessu, ég verð að
gera það á minn hátt, sem skáld. Mig
langar til dæmis til að skoða konurnar í
Íslendingasögunum á nýjan hátt. Það
eru þær sem eru vendipunktur flest-
allra frásagnanna og mig langar til að
kanna hvernig það kom til. Hvers vegna
sagði Guðrún Ósvífursdóttir Gesti Odd-
leifssyni drauma sína sem síðan verða
burðarás sögunnar? Og Bergþóra sem
sagðist ung hafa verið gefin Njáli –
hafði hún sjálf ekkert um það að segja?
Hvað gerðist þegar hún var ung? Var
hún veiklynd ung stúlka sem ekki þorði
að mótmæla neinu? Það eru svona atriði
sem mig langar til að skoða ef til kemur.
Mig langar til að gera þetta fólk að
venjulegum manneskjum en ekki bara
hetjulegum persónum. Og það er aldrei
að vita hvað verður. Þegar ég var tólf
ára sagði amma mín við mig: Svo þig
langar til að verða skáld. Þú ert af offi-
séraættum og þú átt að verða offisér.
Ég var svo offisér í danska hernum
helminginn af mínum fullorðinsárum,
en seinni helminginn hef ég verið skáld.
Það er því aldrei að vita hvað ég yrki
um á mínum skáldatíma.
Vagn Lundbye er skáld og rithöfundur. Hann hefur búið meðal indíána í Ameríku, inúíta á Grænlandi og ferðast víða um heim-
inn þar að auki. Nú er hann nýbúinn að gefa út mikið þriggja binda verk sem hann nefnir Det Nordiske Testamente en þar yrkir
hann upp alla norrænu goðafræðina eins og hún leggur sig. Ingunn Ásdísardóttir ræddi við hann um skáldskapinn.
Ég fer með
þetta efni
eins og
andinn
blæs mér í
brjóst
Þekkt brot úr kvæðinu sem Vagn
hefur umort á dönsku okkar tíma.
HÁVAMÁL Á DÖNSKU
Fæ dør, og frænde dør,
selv dør jeg til sidst.
Et ved jeg dog, som aldrig dør:
Ryet efter et redeligt liv.
Ordet samler verden sammen,
som hyrden samler hele hjorden.
Fæ dør, og frænde dør,
selv dør jeg til sidst.
Et ved jeg dog, som aldrig dør:
Dommen over de dødes liv.
Odin tav og sat længe tavs,
stilheden sænked’ sig i salen.