Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 18

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 18
18 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR Menningin blómstrar í miðbæ Mikið var um að vera í miðbæ Reykjavíkur í gær þrátt fyrir að veðrið hafi ekki leikið við landann. Fjölmenni var í bænum þó að rigning væri og af myndunum að dæma virtist sem fólk hafi notið sín vel. Íbúar í Þingholtum buðu að venju gestum og gangandi inn til sín í vöfflur og kaffi og á meðal þeirra var Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. HEIMABAKSTUR Dagur B. Eggertsson bauð gestum og gang- andi inn í vöfflur. Hann sagðist hafa fætt þúsund manns. GÖTUSÝNING Tískusýningar voru haldnar víða um bæ. Hér sýna fyrirsætur hönnun Særósar Mistar. VATNSLISTAVERK Fjöldamargar þvottavélar á Skólavörðuholtinu mynduðu skemmtilegt listaverk. FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæinn í gær þrátt fyrir veðrið. VEKUR ATHYGLI Þessi maður stóð í Bankastrætinu og vakti athygli á flóamarkaði sem haldinn var í gær. YLJAR SÉR Gott var að geta yljað sér aðeins í kuldanum. Heldur kaldara var á menn- ingarnótt þetta árið en oft áður og listviðburðir innanhúss voru sérlega vinsælir. 10 KÍLÓMETRUNUM NÁÐ Aníta Hinriksdóttir varð í þriðja sæti í 10 kílómetra hlaupi kvenna. Ef mið er tekið af ungum aldri er greinilegt að hér er upprennandi hlaupakona á ferð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 10.722 TÓKU ÞÁTT Í MARAÞONINU Hlaupið var í fimm vega- lengdum í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Eflaust þótti mörgum gott að taka því bara rólega eftir að komið var í mark.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.