Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 20
VERSLUN SÆLKERANS
SIGUR SÁÐMANNSINS
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar
matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði
Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir, Roald Eyvinds-
son og Hrefna Sigurjónsdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Forsíðumynd: NordicPhotos/Getty Images Pennar: Gunnþóra
Gunnarsdóttir, Klara Kristín Arndal,María Þóra Þorgeirsdóttir,
Marta María Friðriksdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Vera
Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Ljósmyndir: Frétta-
blaðið Auglýsingar: Stefán P. Jones spj@frettabladid.is
MATREIÐSLUBÓKIN
Á uppskerutímanum er nauðsynlegt að hafa við höndina
matreiðslubók sem hefur að geyma upplýsingar um og
uppskriftir úr kartöflum.
Í bókinni Blálandsdrottn-
ingin sem gefin er út af
Sölku er rakin saga kartöfl-
unnar á Íslandi með áherslu
á upphaf kartöfluræktar.
Höfundurinn, Hildur
Hákonardóttir, ferðaðist frá
Eyrarbakka til Perú til að
kynna sér hvernig fólk þró-
aði ræktunaraðferðir og
hvaða tegundir kartöflu
henta best í mismunandi
umhverfi.
Ásamt þessum fróðleik
má í bókinni finna ýmsar
uppskriftir af margskonar kartöfluréttum alls staðar að
úr heiminum. Þá má bæði finna nýrri og mun eldri upp-
skriftir af innlendum sem erlendum réttum.
Uppskriftir í uppskeru
Haustið er komið. Uppskerutíð. Upp um holt og hæðir, ofan í frjórri grund og grænum beðum, má sjá glampa eftirvæntingar og
uppskeruþrá í grænum höndum sem fálma og róta í
ákafri leit að gjöfum náttúru í skiptum fyrir fræ og
sprota sáðmannsins í vor. Tími ferskleikans er
allsráðandi; hvort sem það er fyrir augum eða í
pottum, pönnum, ofnum og skálum hins frjósama
eldhúss Íslands. Með uppskerunni fylgja sterkir
litir, skerpa í formi og unaðsleg angan af lífi, mold
og hreinum, ómenguðum bragðgæðum sem vekja
og örva sköpunargleði og hugmyndaflug.
Lífið er nefnilega gott meira en gulrót, þegar
kemur að girnilegri uppskeru, og þótt heilnæmt
fæði og hollur lífsstíll sé á flestra vörum nú til
dags, er enginn að tala um takmörkun við hrátt
sellerí og undið hvítkál á matmálstímum. Eftir
vellystingar sumars og ófáar stundir við grillaða
sykurpúða og kókosbollur í áli er beinlínis dásemd
að fara í dálitla naflaskoðun á eigin lífsstíl, kynnast
lífrænni matartegundum, og auka hluta grænmetis
og ávaxta á matardisknum, því úrval uppskeru-
bænda eykst ár frá ári og tært sælkeralíf að útbúa
heilsurétti úr íslenskri jörð.
Þegar haustar enn meir, harðnar á dalnum og
mesti glans og ferskleiki uppskerunnar er á
undanhaldi er skynsamlegt að sýna fyrirhyggju og
sulta, súrsa, frysta og niðursjóða grænmeti í öllum
sínum fjölbreytileika bragðs, litadýrðar og upplif-
unar. Þar er hægt um vik, því margar af okkar
mætustu vinaþjóðum, sem syni og dætur eiga á
Íslandi, hafa aldalanga reynslu í slíkum kosti og
láta örugglega af hendi gómsætar uppskriftir og
aðferðafræði sem íslenska þjóðin getur hleypt inn í
eigið eldhús til að auðga og njóta í matargerð þegar
mesti ferskleikinn er úr uppskerunni.
Þangað til skulum við brillera með
skræpótta litapallettu uppskerunnar
og leyfa sköpunarkraftinum að
fá útrás á striga hins óétna;
baka dísætar bláberja-
bökur, fitandi ávaxta-
grauta, úttútnaða
kartöflurétti með
rjómaostum og
furðukáli, gulrótasúp-
ur og hnúðkálssnúða,
eða hvaðeina sem
magamálið þráir.
Njótum þess að
vera heilnæm og
hamingjusöm!
2 matur
Markaðurinn Mosskógum
Á markaðnum í Mosskógum í Mosfellsdal, sem
er opinn alla laugardaga frá júlí og fram í
miðjan september, má finna mikið úrval af
fersku grænmeti og sælkeravöru.
Jón Jóhannsson ræktar grænmetið á staðnum
en auk þess er þar að finna uppskeru frá
bændum í nágrenninu. Á boðstólum eru
paprikur, gulrætur, kartöflur, svartkál,
grænkál, brokkolí og ýmiss konar salat. Eins er
boðið upp á frosinn rabarbara, lífrænt ræktað
krydd og ferskan og reyktan silung. Þá eru á
boðstólum nokkrar tegundir af heimagerðu
pestói, chutney og sultu frá hinum ýmsu
aðilum.
Markaðurinn er opinn frá tólf til fjögur og er
gjarnan margt um manninn. Hægt er að fá sér
sæti með kaffibolla og hleypa börnunum út á
tún. Að sögn Birtu Jóhannesdóttur kryddrækt-
anda una margir sér markaðnum daglangt.
Söngkonan Sigrún Hjálm-týsdóttir hefur ávallt verið mikið fyrir sveppi og tínt
þá bæði hér heima og erlendis.
„Mér finnst gaman að borða
sveppi. Þeir sjúga vel í sig og
geyma bragðið sem maður vill
fá. Eins er ákveðinn ævintýra-
ljómi yfir því að fara út í skóg og tína sveppi.“
Með aukinni trjárækt hefur villtum sveppum
fjölgað hér á landi og tínir Sigrún þá einna helst í
Heiðmörk. „Þeir vaxa gjarnan í kringum furu- og
harðviðartré en nauðsynlegt er að kynna sér teg-
undirnar vel áður en farið er af stað því ekki er
alltaf sjáanlegur munur á þeim sveppum sem má
borða og þeim sem eru eitraðir. Það er því ákveðin
kúnst að tína sveppi og sveppur er ekki alltaf það
sama og sveppur,“ segir Sigrún og hlær.
Fyrir þá sem ekki treysta sér til að tína sveppi
segir Sigrún fremur gott úrval af þeim í mörgum
af stórmörkuðum landsins. „Ég kaupi gjarnan
sveppi sem ég veit að sjúga vel í sig en svo er líka
gaman að kaupa aðra sem eru skrítnir í útliti, bara
svona upp á lúkkið,“ segir Sigrún og lætur lesend-
um í té ljúffenga rísottó-uppskrift með blönduð-
um sveppum. - ve
ÆVINTÝRI LÍKAST
Sigrún Hjálmtýsdóttir nýtur þess að fara út í skóg og tína sveppi. Henni finnst auk þess gaman
að matreiða úr hráefninu enda eru sveppir þeim eiginleika gæddir að sjúga það bragð sem
óskað er eftir vandlega í sig.
RÍSOTTÓ MEÐ BLÖNDUÐUM SVEPPUM
Forréttur fyrir 8-10 manns
Hollt
og gott!
2 rauðlaukar
10 hvítlauksrif
5 litlar gulrætur
1 lítill púrrulaukur
biti af sellerírót
olía
5 dl Arborío grjón
1 l sveppasoð
(sveppakraftur +
vatn)
2 glös hvítvín
(matarvín)
250 gr blandaðir
sveppir
smjör
salt eftir smekk
parmesan ostur
bæði fínt rifinn og
rifinn i flögur
Laukarnir og rótargrænmetið er skorið smátt og
steikt við vægan hita. Hvítlauksrifin sprengd (ekki
pressuð) og látin malla með. Þá er grjónunum
blandað saman við og þau böðuð upp úr græn-
metinu og olíunni.
Á annarri pönnu er smjörið brætt og olíu blandað
saman við svo smjörið brenni ekki. Skornir
sveppirnir settir út í og látnir malla þar til vökvinn
úr þeim er uppurinn. Þá er þeim blandað saman
við grjónin og grænmetið.
Sveppasoðinu og hvítvíninu er bætt út í í smá
skömmtum og vökvinn alltaf látinn gufa upp á
milli. Rétturinn er tilbúinn þegar allur vökvi er
uppgufaður. Hræra vel, en varlega.
Ef grjónin eru of þurr má bæta olíu eða vökva
(hvítvíni) við. Skreytt með steiktum sveppasneiðum
og parmesanflögum. Fínrifinn osturinn er svo
notaður með að ósk hvers og eins.
Sigrún tínir aðallega sveppi í
Heiðmörk en segir mikilvægt að
kynna sér margar tegundir vel
áður en haldið er af stað.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/G
VA
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
E Eftir-réttur M Meðlæti
Til hátíða-
brigða
Hvunndags og
til hátíðabrigða
Kökur Hollt
Hvunn-
dags