Fréttablaðið - 24.08.2008, Qupperneq 22
Radísa er ætileg rót plöntu sem rækt-
uð hefur verið í Evrópu frá því
fyrir tíð Rómaveldis. Nafnið
kemur frá gríska orðinu
„raphanus“ og þýðir
„skyndilega sýnileg“.
Nafnið kemur til af því að
plantan er einstaklega
fljót að vaxa og dafna.
Algengasta tegund radísa
á Íslandi er vorradísan, eða
Evrópuradísan eins og hún er
stundum kölluð. Hún lifir best í
svölu veðri, er smágerð og verður
fullvaxta á þremur til fjórum vikum.
Radísur innihalda mikið magn C-vítam-
íns, fólínsýru og kalíums. Þær eru jafnframt góð
uppspretta B6-vítamíns, magnesíums og
kopars. Rótin er því holl og kaloríu-
snauð fylling en einn bolli af radís-
um inniheldur aðeins um 20
kílókaloríur.
Vinsælast er að setja rótina í
salöt en öll plantan er þó ætileg
og efsti parturinn getur verið
notaður sem blaðgrænmeti. Rótin
er yfirleitt borðuð hrá en harðari
tegundir er hægt að sjóða. Til að gera
radísurnar stökkari er gott að láta þær
liggja í ísköldu vatni í einn til tvo tíma.
Radísur hafa lengi verið notaðar í lækn-
ingaskyni og eiga þær að geta hjálpað til við
hósta, maga-, lifrar- og gallblöðruvandamál,
hægðatregðu og liðagigt. - mþþ
1
3
2
1. Radísur eru fljótar að vaxa og er
nafn þeirra tilkomið vegna þess.
2. Radísur eru meðal annars ríkar af
C-vítamíni, fólínsýru og kalíum.
3. Rótin er yfirleitt notuð í salöt en
einnig er hægt að nota efsta part
plöntunnar sem blaðgrænmeti.
Nú er skólastarf að hefjast í grunnskólum landsins og
nestisvertíð foreldranna gengin í garð.
Hvað barnið á hafa með sér í nesti getur vafist
fyrir foreldrum, en það þarf ekki að vera flókið.
Umfram allt þarf nestið að vera hollt og fjölbreytt.
Grænmeti á borð við nýuppteknar gulrætur og rófur,
papriku eða gúrkur skorið niður í strimla og pakkað
inn í filmuplast er tilvalið meðlæti með lítilli sam-
loku. Harðsoðið egg er oft vinsælt í nestisboxið, svo
og upprúllaðar ost- og skinkusneiðar, rúsínur eða
aðrir þurrkaðir ávextir. Epli skorin í sneiðar, appel-
sína sneidd í báta eða ananas skorinn í bita. Mögu-
leikarnir eru endalausir.
Oft er skemmtilegra að hafa mikið af litlum
skömmtum í nestisboxinu, heldur en eitthvað eitt
stórt. Börnin fá síður leiða á nestinu ef úrvalið er
mikið. Kjörið er að sleppa hugmyndafluginu lausu og
byrja að sneiða, skera, rúlla, flysja og
smyrja. Handavinna nestis-
vertíðarinnar á ekki að
vera kvöð heldur tími
hollra hugmynda. Góða
skemmtun! - kka
Tilvalið er að nota
ferska ávexti og
grænmeti í
nestisboxið.
NESTISVERTÍÐ FORELDRA HAFIN
Radísur
HRÁEFNIÐ: Radísa
Skyndilega sýnileg