Fréttablaðið - 24.08.2008, Síða 24
6 matur
ÁRVISS ÁBÆTIR
Síbería er frauðkennd blanda af skyri, mjólk og sykri með berjum inn á milli og ofan á. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég kynntist þessum eftirrétti í gegnum pabba minn sem ólst í rauninni upp á vestfirskum aðalbláberjum í eftirrétt
þegar hann var barn,“ segir Ásdís brosandi
og bætir við að nafn réttarins sé einnig hug-
arsmíð hans. „Nafn réttarins er Síbería eins
og svæðið í Rússlandi vegna þess að það eru
alltaf til ber í réttinn. Það eru ber sí og æ og
allt árið um kring, bæði frosin og fersk.“
Ásdís segir að vinum hennar finnist
gaman að elda hvort fyrir annað og hún sé
iðulega beðin um að koma með Síberíu í eft-
irrétt. „Rétturinn er mjög vinsæll hvert
sem ég fer enda er hann bæði fljótlegur og
nokkuð hollur.“
„Í sumar hef ég aðeins verið að þróa Síb-
eríu með Mattheu vinkonu minni, sem hefur
mjög gaman af því að dunda sér í eldhús-
inu,“ segir Ásdís og útskýrir að sú þróun
hafi aðallega falist í því að prófa hinar ýmsu
berjategundir. - mmf
Ásdís Ólafsdóttir segir Síberíu vinsæla hvert sem
hún kemur með hana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
500 g venjulegt ósykrað
skyr eða vanilluskyr
1/2 l mjólk
200 g ber af hvaða tagi
sem er
Sykur
Skyrinu og mjólkinni er
blandað saman og sykrað
eftir smekk. Þá er þessu
þeytt saman í fimm
mínútur á háum styrk þar
til blandan verður létt og
frauðkennd. Eftir það er
skálinni stungið í frysti til
að blandan verði ísköld
en þó ekki frosin.
Þá eru berin tekin og
hituð í potti þannig að
sum berjanna springi en
önnur ekki. Berin eru svo
líka sykruð eftir smekk.
Kaldri skyrblöndunni er
þá hellt í glas og fyllt til
hálfs. Örlitlu af heitu
berjunum er hellt yfir áður
en sett er meira af
skyrblöndunni til að fylla
næstum upp í glasið sem
svo er fyllt af heitum
berjum á toppnum.
Ef vill má setja ofan á
þetta smávegis af
þeyttum rjóma og skreyta
með berjum efst.
SÍBERÍA
Fyrir sex manns
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Samstarfskonur mínar hafa mikinn áhuga á sultugerð og sá áhugi er bráðs-mitandi,“ segir Hildur Júlíusdóttir.
Hún hefur unnið í fimmtán ár á litninga-
rannsóknadeild Landspítalans þar sem
ávallt er sest niður um tíuleytið til að gæða
sér á hrökkbrauði, ostum og heimagerðum
sultum. „Við leggjum til sulturnar en erum
saman með sjóð sem við notum til að kaupa
kexið og ostana. Þetta kryddar tilveruna,“
segir hún brosandi.
Hildur hefur meðal annars gert marmel-
aði úr gulrótum og sítrónum. „Það var til-
raun sem heppnaðist vel,“ segir hún. „Ég
var að fara í ferðalag og sá að gulræturnar
myndu ekki ná að bíða eftir mér svo ég
skellti þeim í pott ásamt fleiru og úr varð
voða gott marmelaði.“
Þessa uppskrift lætur Hildur okkur í té
ásamt eftirlætisuppskrift að bláberjasultu.
Hvort tveggja „mjög einfalt að gerð,“ að
hennar sögn. - gun
Heimagerðar sultur
GULRÓTA- OG
SÍTRÓNUMARMELAÐI
700 g gulrætur, rifnar
4 sítrónur (safi og rifinn
börkur)
400 g sykur
3 dl vatn
2 tsk blátt melatín -
blandað í 1 msk sykur
Gulrætur, sítrónubörkur,
safi úr sítrónum, sykur og
vatn sett í pott og hitað
við vægan hita í 1 klst. Þá
er melatín/sykurblandan
sett í pottinn og hrært í á
meðan soðið er áfram í
eina mínútu. Þá er allt
tilbúið til að setja í
krukkur.
(Mér dettur reyndar í hug
að gott væri að nota
gulrótar/appelsínu/
sítrónusafa frá Chiquita í
staðinn fyrir vatnið, hef
ekki prófað það.)
BLÁBERJASULTA
2 kg bláber
800 g sykur
1 msk. blátt melatín -
blandað í 1 msk sykur
Bláber skoluð og látið
renna vel af þeim. Þau
eru sett í pott ásamt sykri
og soðið við vægan hita í
20 – 30 mínútur. Gott er
að merja bláberin létt
með kartöflustappara
meðan á suðu stendur. Í
lokin er melatín/sykur-
blandan sett í pottinn og
soðið áfram í eina
mínútu, hræra í á meðan.
Þá er allt tilbúið
til að setja í
krukkur.
KRUKKUR
Mikilvægt er að þvo
krukkur og lok. Eftir þvott
hita ég þær í ofni við
100°C í um það bil hálfa
klst áður en marmelaðið
og sultan er sett í þær.
GÓMSÆTAR SULTUR HILDAR
í árdegiskaffinu
Sú hefð hefur skapast á vinnustað Hildar Júlíusdóttur að hafa heima-
gerðar sultur á borðum í tíu-kaffinu. Hún er því fjölfróð um sultugerð.
Hildur
gerir
ótrauð
ýmsar
tilraunir í
sultu-
gerðinni.
Síbería gleður
alltaf gestina
Neminn Ásdís Ólafsdóttir kann uppskrift að fljótlegum berjaeftir-
rétti sem hún reynir að nota við hvert tækifæri.
E
M
Í berjamó