Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 60

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 60
NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR SKRIFAR MATARHUGLEIÐINGAR Kál – ekki síst hvítkál – hefur á sér misjafnt orð í hugum margra. Ef til vill eimir enn eftir af fordómum frá því að fram- farasinnaðir menn voru að reyna að kenna íslenskum almúga að borða grænmeti á 19. öld, þá vildi vinnu- fólk stundum ekki ráða sig í vist á bæjum þar sem það vissi að „kál“ (það er grænmeti) yrði á borðum. Viðhorf flestra til grænmetisneyslu hefur til allrar hamingju breyst og ýmsar káltegundir eru ræktaðar hér með góðum árangri, til dæmis hvítkál, kínakál, spergilkál og blóm- kál. Allar þessar tegundir er hægt að elda á mjög fjölbreytilegan máta og á vefsíðunni www.islenskt.is má finna fjölda góðra uppskrifta úr mínum fórum af kálréttum og öðru góðgæti úr íslensku grænmeti. Hvítkál þekkja flestir best fín- saxað í hrásalati, soðið með kjöt- bollum og fleiru eða í súpu en það má líka saxa það, snöggsteikja og hafa það síðan sem meðlæti með ýmsum réttum eða sem hluta af aðalrétti – prófið til dæmis snögg- steikt kál með beikoni eða skinku- bitum. Ein helstu mistökin sem fólk gerir er að elda kálið of mikið. Hvít- kál þarf aðeins að sjóða örfáar mín- útur og stundum er sagt að ef þú finnur hvítkálslykt sértu búinn að sjóða það of lengi. Svo tapar kálið hluta af nær- ingargildi sínu við suð- una. Kínakál er bragð- milt og er oftast notað hrátt í salöt en það hentar mjög vel til snöggsteiking- ar og í súpur, svo og í fjölmarga austurlenska rétti. Það þarf þó enn styttri eldun en hvítkálið og betra er að gufusjóða það en sjóða í vatni. Blómkál og spergilkál er í raun- inni aðallega blómhluti plöntunnar þótt stönglar og nokkur blöð fylgi með. Blómkálið er oftast allt með- höndlað á sama hátt en þegar spergil kál er matreitt er oft gott að aðskilja stöngla og blómknappa því stönglarnir þurfa meiri eldun. Síðan má flysja sverustu hluta þeirra, skera þá síðan í þunnar sneiðar eða bita og setja þá jafnvel í pottinn eða á pönnuna á undan hinu. Spergilkál er ýmist soðið, gufusoðið, steikt eða ofnbakað og það er mikið notað með öðru grænmeti í súpur, pottrétti, gratín, bökur og fleira. Blómkál má borða hrátt í salötum eða með ídýfu. Það er líka soðið, gufusoðið, pönnusteikt, ofnbakað og gratínerað og notað í súpur og pottrétti af ýmsu tagi. Bæði blóm- kál og spergilkál getur verið gott að forsjóða í léttsöltuðu vatni eða gufusjóða áður en það er notað í ofnbakaða rétti, það styttir bökunar- tímann til muna og dregur úr hættu á að kálið verði þurrt og jafnvel brennt á yfirborðinu áður en það er meyrt í gegn. BLÓMKÁLS- OG SPERGILKÁLS- GRATÍN MEÐ SKINKU 600 g blómkál 400 g spergilkál salt 40 g smjör 1 hvítlauksgeiri, pressaður 3 msk. hveiti 350 ml léttmjólk 1 msk. ferskt timjan, saxað hvítur pipar 150 g skinka í strimlum 125 g rifinn ostur Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu bæði blómkál og spergilkál í stóra kvisti, flysjaðu ef til vill spergilkálstönglana og skerðu þá í sneiðar eða bita. Sjóddu kálið í saltvatni í um 5 mínútur. Bræddu smjörið í öðrum potti, settu hvítlaukinn út í, stráðu hveitinu yfir og hrærðu vel. Helltu mjólkinni út í smátt og smátt og hrærðu stöðugt á meðan, þar til sósan er slétt og jöfn. Kryddaðu hana með timjani, pipar og salti og láttu malla í 3-4 mínútur. Helltu vatninu af kálinu og settu það svo í eldfast fat. Settu skinkustrimla og rifinn ost út í sósuna og hrærðu þar til osturinn er bráðinn. Helltu sósunni jafnt yfir kálið og bakaðu gratínið þar til það er gullinbrúnt, í um 20-25 mínútur. SNÖGGSTEIKT KÁL AÐ AUSTURLENSKUM HÆTTI 300 g hvítkál 300 g kínakál ½ lítil gúrka 1 rauð paprika 2-3 cm bútur af engifer, saxaður smátt 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2-3 vorlaukar, saxaðir smátt (hvíti Kál í hvert Bæði blómkál og spergilkál getur verið gott að forsjóða í léttsöltuðu vatni eða gufusjóða áður en það er notað í ofnbakaða rétti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kartöfl ur eru svo miklu meira en kartöfl ur... Hér er rakin saga þeirra, ótrúlega spennandi og gefnar fjölbreyttar uppskriftir. www.salkaforlag.is Stó æ s Hildur Hákonardóttir listakona er þekkt fyrir frumlega frásagnargleði og ritsnilld. Garðyrkja, hollusta, upp- skriftir, skemm-tisögur – allt þetta og meira til er að fi nna í hinum sívinsæla Ætigarði. Einnig er sagt frá jurtum og mat sem verja okkur gegn kvefi og öðrum haust- kvillum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.