Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 73

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 73
SUNNUDAGUR 24. ágúst 2008 29 Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Landsbankadeild karla Landsbankadeild kvenna sun. 24. ágú. sun. 24. ágú. sun. 24. ágú. sun. 24. ágú. sun. 24. ágú. sun. 24. ágú. 17. umferð 18:00 18:00 18:00 18:00 18:00 18:00 Þór/KAþri. 26. ágú. þri. 26. ágú. þri. 26. ágú. þri. 26. ágú. þri. 26. ágú. 16. umferð Afturelding Valur Breiðablik18:00 18:00 HK/Víkingur KR18:00 Fjölnir Keflavík18:00 Stjarnan 18:00 Fylkir Þróttur R. Keflavík HK Fylkir Valur Fram FHFjölnir ÍA Grindavík Breiðablik KR Enska úrvalsdeildin: Blackburn-Hull 1-1 1-0 Jason Roberts (37.), 1-1 Richard Garcia (39.). Liverpool-Middlesbrough 2-1 0-1 Mido (69.), 1-1 sjálfsmark (86.) 2-1 Steven Gerrard (90.+3). Newcastle-Bolton 1-0 1-0 Michael Owen (70.). Stoke-Aston Villa 3-2 1-0 Liam Lawrence (29.), 1-1 John Carew (62.), 2-1 Ricardo Fuller (80.), 2-2 Martin Laursen (82.), 3-2 Mamady Sidibe (90.+3). Tottenham-Sunderland 1-2 0-1 Kieran Richardson (54.), 1-1 Jermaine Jenas (72.), 1-2 Djibril Cissé (81.). West Brom-Everton 1-2 0-1 Leon Osman (64.), 0-2 Yakubu Aiyegbeni (75.), 1-2 Roman Bednár (88.). Fulham-Arsenal 1-0 1-0 Brede P. Hangeland (21.) STAÐA EFSTU LIÐA Liverpool 2 2 0 0 3-1 6 Blackburn 2 1 1 0 4-3 4 Hull City 2 1 1 0 3-2 4 Newcastle 2 1 1 0 2-1 4 Chelsea 1 1 0 0 4-0 3 Aston Villa 2 1 0 1 6-5 3 Bolton 2 1 0 1 3-2 3 West Ham 1 1 0 0 2-1 3 Everton 2 1 0 1 4-4 3 Middlesbrough 2 1 0 1 3-3 3 Fulham 2 1 0 1 2-2 3 Sunderland 2 1 0 1 2-2 3 Arsenal 2 1 0 1 1-1 3 Stoke City 2 1 0 1 4-5 3 ÚRSLITIN KÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson skoraði 27 stig fyrir íslenska karlalandsliðið í lokaleik liðsins á æfingamótinu á Írlandi en það dugði þó skammt því liðið tapaði með 25 stigum fyrir bandaríska háskólaliðinu Notre Dame, 90-65. Notre Dame var 52-28 yfir í hálfleik og var með leikinn í sínum höndum allan tímann. Logi skoraði langmest í íslenska liðinu en Jakob Örn Sigurðarson kom honum næstur með 9 stig. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina þar sem fyrsti leikurinn er gegn Dönum þann 10. september. - óój 25 stiga tap fyrir Notre Dame: Skotsýning Loga dugði skammt 27 STIG Logi Gunnarsson var langstiga- hæstur. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX FÓTBOLTI Breiðablik og Valur mætast í 17. umferð Landsbanka- deildar karla í kvöld en Blikar slógu Valsmenn einmitt út úr bikarnum á sama stað fyrr í sumar. Valsmenn hafa reyndar aðeins haft tvö stig upp úr krafsinu í síðustu sjö heimsóknum sínum til Blika í Kópavoginn og það eru liðin rétt tæp 16 ár síðan þeir unnu þar síðast. Valsliðið vann þá 5-0 stórsigur á Blikum 26. ágúst aðeins þremur dögum eftir að Hlíðarendapiltar urðu bikar- meistarar. Valsmenn hafa unnið fjóra útileiki í röð og eru því líklegir til að bæta gengi sitt en því má þó ekki gleyma að Blikar hafa ekki tapað síðan 23. júní eða í síðustu tíu deildar- og bikarleikjum sínum. - óój Valsmenn heimsækja Blika: Unnu þá síðast í Kópavogi 1992 HETJAN Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Blikum 1-0 sigur á Val í bikarn- um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Liverpool stal þremur stigum á heimavelli á móti Middl- esbrough í 2. umferð ensku úrvals- deildarinnar en Arsenal þurfti aftur á móti að sætta sig við tapa fyrir nágrönnum sínum í Fulham. Það voru dramatísk sigurmörk sem settu svip sinn á leikina í gær, Stoke vann 3-2 sigur á Aston Villa með marki í uppbótartíma, Steven Gerrard skoraði einnig sigurmark Liverpool í uppbótartíma og þá skoruðu þeir Michael Owen og Djibril Cisse báðir sigurmörk eftir að hafa komið inn af bekknum. Steven Gerrard varð enn á ný gulls ígildi fyrir Liverpool þegar hann tryggði liðinu 2-1 heimasigur á Middlesbrough með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Það stefndi allt í sigur Middlesbrough eftir að Mido kom þeim yfir en Jamie Carragher skaut í Emanuel Pogatetz og jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok. „Ég var mjög ánægður með fyrstu 15 mínúturnar en eftir það spiluðum við ekki vel. Við gerðum alltof mörg jafntefli á Anfield á síðasta tímabili en nú höfum við sýnt að við höfum sigurvegara í okkar liði sem geta gert út um leiki,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool. „Það er erfitt að kyngja þessu tapi og mínir menn voru niður- brotnir í búningsklefanum. Við áttum skilið stig og miklu meira en það,“ sagði Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough. Norðmaðurinn Brede P. Hange- land tryggði Fulham 1-0 sigur á Arsenal með marki strax á 21. mínútu eftir sofandahátt varnar- manna Arsenal eftir hornspyrnu. Þetta var aðeins annar heimasigur Fulham á Arsenal í 8 leikjum lið- anna í úrvalsdeildinni. „Fulham byrjaði miklu betur en við áttum seinni hálfleikinn. Ful- ham á samt hrós skilið, þeir ógn- uðu alltaf og vörðust vel. Það verður að byrja alla leiki af krafti og okkur var refsað fyrir að gera það ekki,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Michael Owen kom inn á sem varamaður og tryggði Newcastle 1-0 sigur á Grétari Rafni Steins- syni og félögum í Bolton. „Það vilja allir að Owen verði áfram hjá okkur og ég veit að hann vill spila hér áfram,“ sagði Kevin keegan, stjóri Newcastlke eftir leik. Keegan ætlaði bara að nota Owen í 15 mínútur en varð að setja hann fyrr inn á þegar Obaf- emi Martins meiddist. Shay Given, mark vörður Newcastle, varði á undan vítaspyrnu frá Kevin Nolan. Djibril Cisse skoraði sigurmark Sunderland í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar hann tryggði liðinu 2-1 sigur á White Hart Lane. Tottenham hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum á tímabilinu. Juande Ramos valdi Dimitar Berbatov ekki í leikmannahópinn en hann sagði Búlgarann ekki vera með einbeit- inguna í lagi. Cisse kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark- ið á 83. mínútu. „Við missum okkur ekkert yfir útisigri á Tottenham,“ sagði Roy Keane, stjóri Sunderland, eftir leik. „Það sagði mér einhver að Djibril hefði líka skorað í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool en það skiptir engu hver útkoman varð þá. Þetta er frábær byrjun því hann æfði aðeins einu sinni með okkur fyrir þennan leik,“ sagði Keane. ooj@frettabladid.is Nóg af dramatískum sigurmörkum Liverpool er með fullt hús í ensku deildinni eftir að Steven Gerrard tryggði liði sínu sigur í uppbótartíma. Michael Owen tryggði Newcastle sigur á Bolton og Arsenal tapaði óvænt fyrir nágrönnum sínum í Fulham. OWEN SKORAR Grétar Rafn Steinsson stendur stjarfur eftir að Michael Owen hefur skorað. NORDICPHOTOS/GETTY SIGURMARK Á SÍÐUSTU STUNDU Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Stevens Gerrard. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.