Fréttablaðið - 24.08.2008, Síða 74
30 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR
PEKING 2008 Guðmundur Guð-
mundsson landsliðsþjálfari var
einbeittur og virtist vera kominn
niður á jörðina þegar landsliðið
tók lokaæfingu sína fyrir úrslita-
leikinn gegn Frökkum í dag.
„Maður svaf svo sem ekki mikið
í nótt og er enn að átta sig á þessu.
Við erum ekkert að dvelja við síð-
asta leik og undirbúningur hófst
að sjálfsögðu strax fyrir Frakka-
leikinn,“ sagði Guðmundur sem er
ánægður með að mæta Frökkum
sem flestir telja vera besta lið
heims.
Erum ekki orðnir saddir
„Það er stórkostlegt tækifæri. Við
ætlum að selja okkur dýrt og erum
ekki saddir. Þegar menn eru komn-
ir þetta langt gefa menn allt til
þess að ná gullinu,“ sagði Guð-
mundur en strákarnir hafa ekki
gleymt því að þeir kjöldrógu
Frakkana á HM 2007. Frakkarnir
hafa eflaust ekki gleymt því held-
ur.
„Það er allt mögulegt í sportinu
og við höfum margsannað að við
getum gert góða hluti gegn öllum
liðum. Frakkar eru þar engin
undan tekning. Þeir eru frábærir
en ekkert yfirburðalið,“ sagði
Guðmundur en hvað telur hann
vera lykilinn að sigri í dag?
Búnir undir þrenns konar vörn
„Við þurfum að spila vel á öllum
sviðum handboltans. Vörnin verð-
ur auðvitað að vera frábær og
sóknarleikurinn líka lifandi. Ef
vörnin kemur þá fylgir vonandi
markvarslan í kjölfarið líkt og hún
hefur verið að gera. Við erum ann-
ars búnir undir allt sem Frakkar
geta boðið upp á. Meðal annars
þrjú varnarafbrigði. Við verðum
tilbúnir,“ sagði Guðmundur.
Strákarnir tóku fund um klukk-
an eitt nóttina eftir Spánarleikinn
þar sem undirbúningur fyrir
Frakkaleikinn hófst formlega.
Lokaæfingin fór svo fram eftir
hádegi í gær og í kjölfarið var
vídeófundur. Svo verður aftur
vídeófundur í dag fyrir leik.
Sjáum ekki eftir fundunum
„Það er síðasti fundurinn af mörg-
um. Við sjáum samt ekki eftir
þessum fundum og þessari vinnu
sem við höfum lagt í undirbúning-
inn. Hún hefur skilað okkur mikl-
um árangri,“ sagði Guðmundur
sem fagnar því að leikurinn sé um
miðjan dag að staðartíma í staðinn
fyrir seint um kvöld líkt og gegn
Spánverjum.
„Ég er mjög feginn að þurfa
ekki að bíða of lengi. Það er oft
verra. Á móti kemur að við miss-
um morgunæfinguna sem ég hefði
ekkert haft á móti. Þetta verður
gríðarlega spennandi en aðalatrið-
ið er að við komum með sömu
grimmd til leiks og í öðrum leikj-
um í þessu móti. Ég treysti strák-
unum fyllilega til þess að mæta
með hana að vopni,“ sagði Guð-
mundur Guðmundsson.
Við ætlum að selja okkur dýrt
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að strákarnir muni mæta tilbúnir í úrslitaleikinn gegn
Frökkum í dag. Hann segir menn ekki vera sadda og treystir því að menn mæti grimmir til leiks.
ELSKAÐUR Guðmundur Guðmundsson
á góðri stundu eftir síðustu æfingu fyrir
úrslitaleikinn á móti Frakkklandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PEKING 2008 „Ég lenti í lyfjaprófi
eftir leikinn þannig að ég var bara
að losa mig við vökvann sem ég
drakk þar alla nóttina,“ sagði
skógar björninn Sigfús Sigurðsson
aðspurður hvernig nóttin eftir
Spánarleikinn hefði verið.
„Annars var ég að reyna að
sofna en maður lá bara í rúminu
og skiptist á því að brosa og gráta.
Ég held ég hafi ekki sofnað fyrr en
sex eða sjö um morguninn. Það
var mikið tilfinningaflæði og þetta
reyndi mikið á mann. Að vita að
maður sé að fara í úrslitaleik og
vita að maður sé nú þegar búinn
að rita nafn sitt á spjöld íþrótta-
sögunnar er magnað. Maður var
að meðtaka það undir lok leiksins
og þá rann allt af stað,“ sagði Sig-
fús. Hann segir menn ekki vera
hætta og stefnan sé að taka gull í
dag.
„Nú verða menn að halda dampi
og klára þetta með stæl. Frakk-
arnir eru fantagóðir en við erum
ekkert síðri. Auðvitað misstu þeir
mikið þegar Jerome Fernandez
meiddist en eru samt frábærir.
Aðall þeirra er vörn og hraðaupp-
hlaup rétt eins og hjá okkur. Þetta
mun snúast um hvort liðið verði
grimmara. Ég tel að það lið sem
verði grimmara og hafi stærra
hjarta muni bera sigur úr býtum,“
sagði Sigfús sem er ekki í vafa um
hvort liðið það sé en hann hafði
fyrr í mótinu lofað medalíu.
„Ég vil meina að við séum með
besta lið í heimi. Gullið er okkar,“
sagði Sigfús borubrattur og fullur
sjálfstrausts.
– hbg
Íslenski björninn Sigfús Sigurðsson er fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn á móti Frökkum í dag:
Tel að við séum með besta lið í heimi
FASTUR FYRIR Sigfús Sigurðsson er fullur
sjálfstrausts og ætlar að láta Frakkana
finna fyrir sér í úrslitaleiknum í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PEKING 2008 Stórskyttan Logi
Geirsson var hress sem fyrr eftir
lokaæfingu landsliðsins í Peking í
gær. Hann er fullur sjálfstrausts
líkt og venjulega og mun ef að
líkum lætur láta verulega til sín
taka í dag.
Logi tók hvað eftir annað af
skarið í undanúrslitaleiknum á
móti Spánverjum og skoraði alls
7 mörk úr aðeins 11 skotum, þar
af sex þeirra af 9 metrunum.
„Ég ætla að koma brjálaður inn
í leikinn eins og allt liðið. Stefnan
er að sjálfsögðu að taka gullið,“
sagði Logi ákveðinn en hann átti
líkt og flestir félaga hans erfitt
með svefn eftir Spánarleikinn.
„Ég man ekki hvenær ég sofn-
aði. Held ég hafi vakað til fjögur
eða fimm enda var spennufallið
mikið. Maður fór bara að labba á
milli herbergja til þess að faðma
menn og segja strákar, come on,
einn leikur enn,“ segir Logi þegar
hann rifjar upp nóttina eftir Spán-
arleikinn.
„Þetta er bara snilld. Jákvæð
orka og allur þessi pakki. Maður
er bara á því sviði núna að við
erum ekki búnir að ná þessu og
eigum eftir að klára þennan
pakka. Svo tekur maður gleðina
alveg út þegar þetta er búið,“
sagði Logi sem getur vart lýst því
hvernig síðustu dagar hafa verið.
„Maður er bara í öðrum heimi.
Menn eru á einhverju sviði sem
erfitt er að lýsa. Það er unun að fá
tækifæri til þess að vinna gull og
spila gegn Frökkum í úrslitaleik.
Líklega skemmtilegasta liðið í
keppninni til þessa ásamt okkur.
Það eru einfaldlega tvö bestu lið
keppninnar að mætast í úrslitum.
Það er bara að duga eða drepast,“
sagði Logi Geirsson. - hbg
Logi Geirsson segir menn vera í öðrum heimi í Peking:
Tvö bestu liðin mætast í úrslitum
ÓDYSSEIFUR Ólafur Stefánsson
líkti Loga við eina stærstu sögu-
persónu heimsbókmenntanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GLEÐISTUND Sigfús Sigurðsson óskar
Guðmundi Guðmundssyni til hamingju
með sætið í gullleiknum.
HENRY BIRGIR GUNNARSSON
Skrifar frá Peking
henry@frettabladid.is
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson,
fyrirliði íslenska handboltalands-
liðsins, fann sig ekki í fyrri viku
handboltakeppni Ólympíuleik-
anna en var hins vegar búinn að
setja í fimmta gír í viku tvö.
Ólafur var „aðeins“ með 2,3
stoðsendingar í leik og 43
prósenta skotnýtingu í fyrstu
fjórum leikjunum á móti Rússum,
Þjóðverjum, Kóreumönnum og
Dönum.
Landsliðsfyrirliðinn hefur hins
vegar nýtt 55 prósent skota sinna
og gefið 8,7 stoðendingar að
meðaltali í síðustu þremur
leikjum, á móti Egyptum,
Pólverjum og Spánverjum. - óój
Ólafur Stefánsson á ÓL:
Skipti í fimmta
gír í viku tvö
FRÁBÆR Í VIKU TVÖ Ólafur Stefánsson
hefur komið að 12,3 mörkum að meðal-
tali í síðustu 3 leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson,
Guðjón Valur Sigurðsson og
Snorri Steinn Guðjónsson eru
allir í sjö manna úrvalsliði
Ólympíuleikanna en tilkynnt var
um val liðsins í gær.
Þrír Frakkar, mótherjar Íslands
í gullleiknum í dag, eru einnig í
liðinu en það eru markvörðurinn
Thierry Omeyer, línumaðurinn
Bertrand Gille og vinstri skyttan
Daniel Narcisse. Sjöundi maður-
inn er síðan spænski hornamaður-
inn Albert Rocas. - óój
Handboltakeppni leikanna:
Þrír Íslendingar
í liði mótsins
BESTI VINSTRI HORNAMAÐURINN Guð-
jón Valur Sigurðsson er í liði mótsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns-
son er með tveggja marka forustu
á Spánverjann Juanín García í
baráttunni um markakóngstitilinn
og Ólafur Stefánsson hefur fimm
stoðsendinga forskot á Frakkann
Nikola Karabatic á listanum yfir
flestar stoðsendingar. Alexander
Petersson er í efsta sæti yfir
stolna bolta en hann hefur stolið
alls níu boltum. - óój
Tölfræði handboltans á ÓL:
Snorri, Ólafur
og Alex efstir
MARKAHÆSTUR Snorri Steinn Guðjóns-
son hefur skorað 44 mörk á leikunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M