Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 78

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 78
34 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku,“ segir Sandra Jóhanns- dóttir, 26 ára ljósmyndari. Sandra hefur búið í Melbourne síðustu fimm mánuðina, þar sem hún mun opna sína fyrstu ljósmynda sýningu í byrjun september. Sandra nam fyrst ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og vann við tímaritið Veru áður en hún hélt til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á nám í stafrænni ljósmynd- un í Köbenhavns tekniske skole. „Ég hafði verið með það svona á bak við eyrað að opna sýningu og hugsaði með mér að viðfangsefnið yrði eflaust ástralskt,“ útskýrir Sandra. Svo fór þó ekki. „Fyrst eftir að ég kom til Ástralíu var hins vegar alltaf eitthvað að minna mig á Ísland. Múm hélt tónleika, hérna var haldin íslensk kvik- myndahátíð og svo spilaði Sigur Rós hérna í byrjun ágúst. Þegar ég fann hvað það virtist vera til stað- ar mikill áhugi fyrir landinu ákvað ég að hafa yfirskrift ljósmynda- sýningarinnar Isolation, eða Ein- angrun, með myndum frá Íslandi sem sýna samband fólksins og náttúrunnar og hversu dramatískt landið getur verið, en það er ein- mitt það sem ég elska við Ísland,“ segir Sandra. Ljósmyndir hennar verða til sýnis í Louey and Lane Gallery í Melbourne, og stendur sýningin yfir frá 3. til 23. september. Aðspurð segist Sandra njóta lífs- ins í Melbourne til hins ýtrasta. „Borgin er kölluð listamanna- borg Ástralíu, enda er menn- ingarlífið mjög áhugavert og það er mikið um tónleika og alls kyns listasýningar,“ segir Sandra, sem kveðst þó stefna á að flytja aftur til landsins þegar eins árs landvistar- leyfi hennar í Ástralíu lýkur. „Þá vona ég bara að ég fái tækifæri til að vinna við það sem ég elska að gera – að taka myndir,“ segir Sandra. alma@frettabladid.is SANDRA JÓHANNSDÓTTIR: HELDUR LJÓSMYNDASÝNINGU Í MELBOURNE Færir Áströlum íslenska einangrun Innritun hefst miðvikudaginn 20. og stendur til 27. ágúst. Nemendur skólans þurfa að staðfesta umsóknir sínar á skrifstofu skólans Engjateigi 1 sem er opin virka daga kl. 12 - 18. Jafnframt eru nemendur beðnir að afhenda afrit af stundaskrám sínum. Nokkur pláss laus í forskóla í Árbæ og Breiðholti. Síðustu forvöð að staðfesta umsóknir um nám Nemendur skólans þurfa að staðfesta umsóknir sínar í síðasta lagi 27. ágúst. Skrifstofa skólans Engjateigi 1 er opin virka daga kl. 12 - 18. Skólastjóri Hrönn Brynjarsdóttir um son sinn, Ant- oine Hrannar Fons, sem sat nýlega fyrir í ID magazine og er nýútskrifaður leikari. „Hann hefur alltaf haft brennandi áhuga á leiklist og um leið og hann hafði þroska til var hann kominn upp á borð að leika fyrir fólk. Hann er hann sjálfur á myndum og hefur alltaf myndast vel. Ég er stolt af mínum strák, enda góður strák- ur.“ Hvað er að frétta? Allt frábært. Er núna að æfa leikritið Óvita sem frumsýnt verður næsta laugardag hjá Leikfélagi Akureyrar og er að vinna með svo æðislegum krökkum sem umvefja mann krúttlegheit- um. Svo er ég að springa af stolti af íslenska landsliðinu í handbolta. Augnlitur: Grænn. Starf: Leikari. Fjölskylduhagir: Einhleypur. Hvaðan ertu? Reykjavík, en ólst upp til tíu ára aldurs í Tansaníu í Afríku. Ertu hjátrúarfullur? Já, frekar. Þegar ég var unglingur var mér til dæmis sagt að það boðaði ógæfu að stíga á ræsishlemm á götu. Ef manni varð á að gera það mátti bjarga sér frá ósköpum með því á fá einhvern til að banka þrisvar á bakið á sér. Stend mig stundum að því að banka á mitt eigið bak. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Top Gear. Mér þykir mest gaman að horfa á fræðsluefni. Uppáhaldsmatur: Krónhjörtur og rækjuhringurinn sem mamma gerir. Fallegasti staðurinn: Borgarfjörður eystri er með þeim fallegustu. Svo er fjarska fallegt hér á Akureyri. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Að hlæja! Sérstaklega í góðra vina hópi. Hvað er leiðinlegast? Að bíða. Helsti veikleiki: Ég er skelfilega eyðslu- samur. Helsti kostur: Jákvæður, hress og hef gaman af lífinu. Helsta afrek: Að hafa eignast góða vini. Mestu vonbrigðin: Hlýt að hafa bælt niður minninguna, dettur ekkert í hug. Hver er draumurinn? Halda áfram að vinna við það sem ég er að gera. Hver er fyndnastur/fyndnust? Viktor Már, vinur minn er án efa með þeim fyndnustu sem ég þekki. Er líka svo heppinn að fá að vinna með honum hér fyrir norðan hjá leikfélaginu. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Neikvæðni. Hvað er mikilvægast? Heilsan. HIN HLIÐIN EINAR ÖRN EINARSSON LEIKARI Afrek að hafa eignast góða vini 23.09.1976 Gallerí Dynjandi á Bíldudal opn- aðist aftur í vor eftir að hafa legið niðri um skeið. Galleríið er rekið af Jóni Þórðarsyni, fyrrverandi kaupmanni, en hann rekur einnig ferðaþjónustu í bænum og stund- ar útgerð. Á Bíldudal búa um 220 manns og þykir mörgum eflaust skrítið að í bænum sé rekið gall- erí en engin matvöruverslun. „Ég lagði niður matvöruverslunina árið 2002, þegar fólki fækkar svona mikið þá er erfitt að reka verslanir. Heimamenn komast þó í nauðsynjavörur á veitinga- húsinu Vegamótum,“ segir Jón. Hann kveðst sjálfur ekki vera listamaður, en er mikill áhuga- maður um list. „Gallerí Dynjandi nýtist ekki bara sem sýningar- rými heldur eru hér einnig haldn- ir tónleikar og leiksýningar,“ útskýrir Jón, en að auki býðst listamönnum vinnuaðstaða í gall- eríinu. Sex sýningar hafa verið haldn- ar í galleríinu síðan í vor og nú stendur yfir sýning þýsku lista- konunnar Hönnu Woll. „Hún vinn- ur verk sín í stein og gaf einmitt bænum eitt verk sem sýnir þrjú tröll á siglingu og táknar það höfuð vindáttirnar á Bíldudal,“ segir Jón, sem mun starfrækja galleríið áfram í vetur. „Það er ekki komin föst dagskrá, en það verða nokkrar sýningar í gangi,“ segir Jón. - sm Rekur gallerí fyrir 220 íbúa VINNUR Í STEIN Hanna Woll, frá Þýska- landi, sýnir verk sín í Dynjanda fram í september. MYND/JÓN ÞÓRÐARSON ÍSLENSK DRAMATÍK Dularfullt Jökulsárlón, eyðibýli og yfirgef- in þvottavél eru á meðal myndefna Söndru á ljósmynda- sýningu hennar í Melbourne, sem hefur yfirskriftina Einangrun. ABANDONMENT MYSTERY DECAY NÝTUR LÍFSINS Sandra kann vel við sig í Melbourne, enda borgin oft sögð vera listamanna- borg Ástralíu. MYNDIR/SANDRA JÓHANNSDÓTTIR Þorvaldur Davíð Kristjánsson er floginn aftur til New York og leitar nú húsnæðis, en skólaganga hans í Juilliard heldur áfram von bráðar. Eins og margur veit getur það verið snúið að finna íbúð við hæfi í stóra eplinu, en fátt stoppar þennan unga leikara, sem flestir treysta á að verði næsta stórstjarna Íslands. Valgerður Rúnarsdóttir dansari gerir það gott án íslenska dans- flokksins. Valgerður er búsett í Brussel, en hún dansar í belgíska verkinu Origine, sem hefur verið á ferðalagi frá því í febrúar og heldur því áfram út júní 2009. Þá er hún að vinna með Ernu Ómars- dóttur að nýju verki. Hún sér því væntanlega ekki eftir því að hafa horfið á vit ævin- týranna í Evrópu. Andrea Magn- ús dóttir, sem stofnaði fyrirtækið Júníform með Birtu Björnsdóttur fyrir nokkrum árum en hvarf síðar frá því, stundar nú nám í fata- hönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur á síðustu árum meðal annars komið að hönnun línunnar Moss fyrir Gallerý 17 en er nú með enn stærri áform. Innan skamms mun hún opna vefverslun- ina andrea.is, þar sem hún hyggst selja hönnun sína undir merkinu AndreA. - kbs, sun FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Spánverja 2 Þrír 3 Sölva Ford

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.