Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 10
10 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Alls 56 ökumenn óku of hratt í Hvalfjarðargöngum á mánudag og þriðjudag. Rúmlega þrjú þúsund ökutæki fóru um göngin á þeim 46 klukku- stundum sem vaktaðar voru og því var hlutfall brotlegra ökumanna tæplega 2 prósent. Meðalhraði þeirra sem óku of hratt var 85 kílómetrar á klukkustund en 70 er hámarkshraði í göngunum. Fimm óku á 90 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 118. Brot þeirra voru mynduð og mega þeir búast við sektum. Brotahlutfall og meðalhraði eru svipuð og við síðustu vöktun á þessum stað. - ovd Hraði í Hvalfjarðargöngum: Flestir virða hámarkshraða Trampólín skemmdi bíla Þrír bílar skemmdust nokkuð þegar trampólín fauk á þá í Bolungarvík í gærmorgun. Bílarnir eru meðal ann- ars talsvert rispaðir. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Stoðir (áður FL Group) töpuðu 11,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um rétt rúma 8 milljarða króna. Heldur hefur dregið úr tapi félagsins milli ársfjórðunga en á fyrsta fjórðungi nam tap Stoða 47,8 milljörðum króna. Í tilkynningu félagsins kemur fram að tapið nú skýrist einkum af fjármagnskostnaði og af lækkun á markaðsverðmæti eignarhlutar Stoða í Glitni banka. Tap vegna 32 prósenta hlutar félagsins í bankan- um nemur 8,9 milljörðum króna. Vaxtagjöld nema 8,5 milljörðum. Aðrar kjarnafjárfestingar Stoða eru í Baugi Group, Trygginga- miðstöðinni (TM) og Landic Prop- erty. TM og Landic skiluðu einnig uppgjöri í gær. Á fyrstu sex mánuð- um ársins tapaði TM 130 milljónum króna, en Landic hagnaðist um 435 milljónir. Fram kemur að hagnaður af áframhaldandi starfsemi Landic á fyrri helmingi ársins nemi 5,4 milljörðum kóna. FL Group var tekið af markaði í júníbyrjun og nafni þess breytt í Stoðir. Haft er eftir Jóni Sigurðs- syni, forstjóra félagsins, að nýtt nafn sé rökrétt þar sem megnihlut- verk Stoða sé að efla og styðja við kjarnafjárfestingar félagsins og veita kjölfestu til framtíðar. - óká Tap á rekstri Stoða (áður FL Group) minnkar milli ársfjórðunga: Tap Stoða 11,6 milljarðar króna Í ÁRSBYRJUN Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður og Jón Sigurðsson for- stjóri sjást hér á kynningu ársuppgjörs FL Group (nú Stoða) í byrjun ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 6 MÁN. HAGNAÐUR/TAP Stoðir (áður FL Group) *Janúar - júní 2008 -59,5 milljarðar kr. Janúar - júní 2007 +23,1 milljarður kr. Landic Property hf. Janúar - júní 2008 +0,4 milljarðar kr. Janúar - júní 2007 +4,3 milljarðar kr. Tryggingamiðstöðin hf. Janúar - júní 2008 -3,4 milljarðar kr. Janúar - júní 2007 +2,4 milljarðar kr. * Hagnaður af kjarnastarfsemi nam tæpum 5,4 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 43 51 8 8/ 08 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is * Toronto er heimsborg. Þannig að þú skalt pakka eins og þú sért að fara til New York. *Flug aðra leiðina með sköttum. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Toronto, þróttmikil viðskipta- og menningarborg á norðvesturbakka Ontariovatns, er nýr áfanga- staður Icelandair. Toronto er spennandi deigla ólíkra þjóðabrota og kjörinn upphafsreitur þeirra sem vilja ferðast um landsvæðin kringum „vötnin miklu“ á mörkum Bandaríkjanna og Kanada. GIBBONAPI Í KAMBÓDÍU Þessi gibbonapi situr í búri sínu í dýragarði í Kambódíu. Vísindamenn segja að 2.500 apa af sömu tegund sé að finna norðvestan til í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.